Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 2

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 2
2 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR „Já, stundum langar mig að hafa áhrif á gang mála þar.“ Svanur Kristjánsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var dyggur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins sem ungur maður en telst vart lengur til helstu aðdáenda flokksins. SPURNING DAGSINS Svanur, sérðu eftir því að hafa hætt í Sjálfstæðisflokknum? Frægasta undir- skrift allra tíma Fjölmiðlalög fá sömu meðferð og önnur sem sett hafa verið á Alþingi síðustu sextíu ár, segir forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan spyr hvort þing verði ekki kallað saman neiti forsetinn að skrifa undir lögin. MÁLSKOTSRÉTTUR Forsætisráðherra dró í efa að undirskriftalistar rúmlega 30 þúsund landsmanna væri í raun til í umræðum um málskotsrétt forseta Íslands á Al- þingi í gær. „Mér skilst að hinn frægi undirskriftalisti sem engin undirskrift sé í sé einhver disk- lingur sem enginn hafi fengið að sjá. Þetta er nú sennilega fræg- asta undirskrift allra tíma,“ sagði Davíð og bætti við. „Ég sé ekki að mikið sé hægt að gera með slíka hluti.“ Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segja margt benda til þess að forsætisráðherra vilji tefja að fjölmiðlalögin væru sett í hendur forseta áður en Alþingi frestist. Steingrímur sagði ekki mikið gert með þjóðarviljann þegar Davíð hafði dregið í efa að undir- skriftirnar væru til. „Þó það sé nútímatæki sem sé notað og for- sætisráðherrann kunni að vera tortrygginn í þess garð eigum við þá ekki að reikna með á bakvið standi umtalsverður þjóðarvilji,“ spurði Steingrímur. „Er enginn hugsi annar en ég og stjórnar- andstæðingar yfir því hvernig hæstvirtur forsætisráðherra hef- ur farið fyrir liði sínu undan- farna daga með ögrandi ummæl- um um embætti forseta Íslands, um ákvæði stjórnarskrárinnar, jafnvel véfengt að málskotsrétt- urinn sem menn hafa gengið út frá að væri til staðar sé það og lætur þar með að því liggja að það komi til greina að hafa hann að engu.“ Steingrímur sagði að þó menn væru á fræðilegum grunni ósammála um hvort mál- skotsrétturinn væri ótvíræður eða skýr þá hefði það aldrei hvarflað að honum að til greina kæmi að láta ekki lýðræðið og þjóðina njóta vafans. Davíð sagði alveg klárt að ráð- herra bæri að leggja lög fyrir forseta ekki síðar en fjórtán dög- um eftir samþykkt þeirra.„Þing- ið hefur að minnsta kosti af- greitt, ég giska á; sex þúsund lög síðan þetta ákvæði kom fram,“ svaraði Davíð. „Málin hljóta að eiga sér stað með venjulegum, hefðbundum hætti eins og gerst hefur í sextíu ár. Ekkert tilefni hefur gefist til annars,“ sagði Davíð. gag@frettabladid.is Lýðræðiskjörnir fulltrúar eiga að fá að segja sitt: Ótvírætt vald forseta MÁLSKOTSRÉTTUR „Sá grunur hefur orðið áleitnari eftir því sem á þessar umræður hefur liðið að forsætisráðherra sé meðvitað að tefja það að forseti lýðveldisins fái frumvarpið í hendur til ákvörðunar þangað til þinginu hefur verið frestað,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. „Forsætisráðherra hefur reist mjög alvarleg álitamál varðandi stjórnarskrána. Hann hefur lýst því yfir að hann telji hugsanlegt að hann muni sjálfur taka að sér að kveða upp úr hvort forsetinn hafi í reynd málskotsrétt sem stjórnar- skráin segir þó ótvírætt að hann hafi. Þetta er svo grafalvarlegt mál að við teljum að það væri í anda lýð- ræðis að afstaða forsetans kæmi fram. Ef það færi á þá leið sem for- sætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ýjað að, að hann synji, þá þurf- um við að sjálfsögðu sem kjörnir fulltrúar löggjafarsamkomunnar að fá kost á því að hafa skoðanaskipti við ríkisstjórnina um það með hvaða hætti framhaldið verður,“ segir Össur. ■ Brottkastsmálið: Milljón í sekt í Hæstarétti DÓMSMÁL Níels Ársælsson, skipstjóri Bjarma BA, var dæmdur í Hæstarétti í gær til að greiða eina milljón í sekt fyrir að henda fimmtíu og þremur þorskum í sjóinn. Auk þess þarf Níels að greiða þrjú hundruð þúsund krónur í málskostnað. Mátu dómstólar því hvern þorsk á um 24 þúsund krónur. Staðfesti Hæstiréttur þar með dóm Héraðsdóms Vestfjarða en ákæruvald- ið hafði krafist þess að refsing yrði þyngd. Níels var sakfelldur fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Brottkastmál Bjarma komst í hámæli þegar sjónvarpsmenn fóru í veiðiferð með Bjarma og sýndu frétta- myndir af brottkastinu. ■ GEOFF HOON Varnarmálaráðherra Bretlands kynnti fyrir- ætlanir um að senda 370 aukahermenn til Íraks á næstunni. Bresk stjórnvöld: Fleiri her- menn til Íraks LONDON, AP Bretar munu senda 370 aukahermenn til Íraks á næstunni að sögn varnarmála- ráðherrans Geoff Hoon. Eiga hermennirnir að koma þeim hersveitum til hjálpar sem þeg- ar eru í landinu við að berjast gegn uppreisnarmönnum. Hoon tilkynnti að „vegna þeirrar ógnar sem sífellt stafar af ofbeldishópum“ væri þörf á fleiri hermönnum. Þá hafi yfir- menn hersins í Írak beðið um liðsstyrk til að auka viðbúnað við breskar herbúðir í Írak. Eftir liðsaukninguna verður fjöldi breskra hermanna í Írak kominn upp í 8.900. Að sögn Hoon er ennþá í athugun hvort enn meiri liðsauka verður þörf á næstu mánuðum. ■ SKÓGARELDUR Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað út vegna skógarelds í lundi við Funafold neðst í Grafarvogi á þriðja tímanum í gær. Þar logaði eldur í timburkofa sem krakkar höfðu smíðað. Slökkviliðsmenn höfðu snör handtök og réðu fljótt niðurlögum eldsins. SANNLEIK FRAMAR HUGMYNDA- FRÆÐI Kerry gagnrýndi Bandaríkjaforseta harka- lega fyrir að reyna ekki nóg að ná friðsam- legri lausn í Írak. Kerry um Bush: Meiri í orði en á borði SEATTLE, AP „Við eigum skilið á fá for- seta Bandaríkjanna sem lítur ekki á heimavarnir sem myndatækifæri og orðræðu í kosningabaráttu,“ sagði John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, þegar hann gagnrýndi George W. Bush harkalega fyrir hvernig hann stýrði baráttunni gegn hryðjuverkum. Kerry gagnrýndi Bandaríkja- stjórn fyrir að vara við hryðjuverk- um en sjá ekki til þess að nóg fé væri til staðar til að vernda bandarísk samfélög fyrir hugsanlegri árás. ■ ■ SLÖKKVILIÐIÐ Marc Dutroux: Nýt ekki sannmælis BELGÍA, AP „Fjölmiðlar hafa skilyrt fólk til að hata mig,“ sagði Marc Dutroux í bréfi til AB3-sjónvarpsstöðv- arinnar þar sem hann sagðist ekki eiga neina möguleika á sanngjörnum réttar- höldum. Ástæðuna sagði Dutroux fréttir af því hvernig hann rændi, misþyrmdi og nauðgaði unglings- stúlkum. Fjórar stúlkur létust eftir að Dutroux rændi þeim en tvær sluppu lifandi. Dutroux viðurkennir brotin en segist aðeins hafa verið peð í glæpagengi sem tældi stúlkur í vændi um alla Evrópu. ■ Almennar aðgangstakmarkanir blasa við: Háskólann vantar 200 milljónir MENNTAMÁL „Það vantar rúmar 200 milljónir frá ríkinu til þess að Há- skólinn fái greitt fyrir alla virka nemendur stunda hér nám á þessu ári,“ sagði Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands. Kjarnasamningur ríkisins og HÍ nemur nú 2,7 millj- örðum króna, að sögn rektors. „Við erum í viðræðum við menntamálaráðuneytið um há- mörkin sem stendur, það er fyrir hve mikinn fjölda nemenda ríkið greiðir. Það er ljóst að við erum að fara verulega fram úr, því það er mikil ásókn í Háskólann. Ríkið verður að taka ákvörðun í þessum efnum,“ sagði rektor. Hann sagði enn fremur að það væri ekki fyrr en um miðjan júní sem nákvæm tala lægi fyrir um hversu margir myndu sækja um fyrir næsta ár. Á ársfundi HÍ sem haldinn var í fyrradag kom meðal annars fram að Háskólinn hefði ekki fengið greitt fyrir samtals 602 virka nemendur á árunum 2001- 2003. Allt benti til þess að hann fengi ekki greitt fyrir 350 virka nemendur á yfirstandandi ári, en sú upphæð nemur umræddum 200 milljónum króna. Því sé mjög lík- legt að taka þyrfti upp almennar aðgangstakmarkanir í HÍ. ■ MARC DUTROUX ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Telur að túlka megi orð Davíðs á þann hátt að forsetinn hafi ekki málskotsrétt og hann gæti því hafnað þjóðaratkvæðagreiðslu kjósi forsetinn að undirrita ekki lögin. „Þá yrði allt sett í stjórnskipulegan hnút,“ segir Össur. PÁLL SKÚLASON Háskólann vantar 200 milljónir. Við blasa almennar aðgangstakmarkanir. DAVÍÐ ODDSSON Sagði enga ástæðu til þess að haga sér öðruvísi í þessu máli en við aðrar lagasetningar. Öll lög bæri að virða jafnt. Hann sagði sjávarútvegsráðherra hafa sett lög fyrir sjö eða átta dögum og enginn undraðist að þau væru ekki komin til forsetans. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Krafðist skýrra svara um hvort forsætisráðherra ætlaði ekki að kalla þingið saman neiti forsetinn að skrifa undir lögin. Hann sagði í ræðustól að þögn forsætisráðherra væri sama og samþykki og uppskar þögnina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.