Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 12

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 12
12 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR UMDEILD LAGASETNING Dýraverndarlög sem austurríska þingið hefur til meðferðar hefur valdið miklum deilum. Dýraverndarsinnar hafa krafist þess að lögin fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og safnað 460.000 undirskriftum til að þrýsta á um kröfu sína. IÐNNEMAR Geta andað léttar þar sem þeir eru nú tryggðir meðan á starfsnámi þeirra stendur. Iðnnemar anda léttar: Tryggðir í starfsnámi TRYGGINGAR „Tryggingastofnun hefur tekið að sér að tryggja iðn- nema en það er hluti af þeim kjarasamningum sem eru í gangi núna,“ segir Jónína Brynjólfs- dóttir, formaður Iðnnemasam- bands Íslands. Komið hefur í ljós að iðnnemar hafa verið tryggðir í starfsnámi frá janúar síðastliðn- um en láðst hafði að skýra þeim frá því. „Það liggur fyrir að iðn- nemar njóta nú tryggingar sem þeir höfðu ekki áður og er iðgjald vegna þess að hluta til dregið frá Tryggingastofnun og frá atvinnu- rekendum. Eftir á að hyggja þyk- ir okkur fyndið að enginn vissi af þessari breytingu, ekki við og ekki einu sinni þingmenn.“ ■ LÖGREGLUMÁL Kærum vegna notk- unar á farsíma án handfrjáls bún- aðar hefur stórfjölgað síðan byrj- að var að sekta fyrir slík brot. Þær voru að meðaltali 18 á mán- uði árið 2002, 62 árið 2003 og eru orðnar 75 að meðaltali fyrstu mánuði yfirstandandi árs, að því er kemur fram í frétt frá embætti ríkislögreglustjóra og Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Karlmenn voru 86 prósent þeirra ökumanna sem kærðir voru fyrir að nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar árið 2001, en hlutfall þeirra er nú um 75 pró- sent. Kærðum konum hefur því fjölgað að sama skapi. Í upphafi voru það mest ungir ökumenn, 20 ára og yngri sem voru kærðir, en aukningin hin seinni ár virðist mest í eldri aldurshópum af báð- um kynjum. Samband íslenskra trygginga- félaga hefur látið framkvæma könnun á notkun handfrjáls far- símabúnaðar meðal ökumanna í nokkur skipti frá því að lög þar að lútandi tóku gildi. Helstu niður- stöður þessara kannana eru þær að notkun handfrjáls farsímabúnaðar er að aukast meðal ökumanna. ■ Aukin notkun handfrjáls búnaðar dugir ekki til: Kærum hefur stórfjölgað Þrír arabar með fölsuð vegabréf: Náðust eftir þriggja vikna dvöl LÖGREGLUMÁL Þrír arabar sem framvísuðu fölsuðum vegabréfum við komu hingað til lands þann 6. maí síðastliðinn voru handteknir á þriðjudag. Fenginn var sjö daga gæsluvarðhaldsúrskurður á menn- ina þrjá og eru þeir í haldi lögreglu að sögn Jónasar Hallssonar hjá út- lendingadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Mennirnir komu til landsins með skipinu Norrænu að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðis- firði. Einn mannanna framvísaði fölsuðu vegabréfi og eftir að í ljós kom að því hafði verið stolið í Dan- mörku var ákveðið að lýsa eftir mönnunum þremur, segir Lárus. Þeir hafi síðan verið handteknir á þriðjudag, tæpum þremur vikum eftir komuna til landsins. Að sögn Jónasar liggur ekki fyr- ir hvaðan mennirnir þrír eru en einn mannanna þriggja kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. ■ Líkur á að aukning útlána minnki hratt Ef útlánaaukning bankakerfisins er að stórum hluta vegna eignarhalds- félaga og umbreytingarverkefna eru líkur á að úr henni dragi. Litlar líkur á að útlánavöxturinn komi í bakið á bönkum. EFNAHAGSMÁL Vöxtur erlendra út- lána mun minnka hratt ef rétt reynist að rætur hans séu um- breytingarverkefni og skuldsett- ar yfirtökur fyrirtækja innan- lands, að mati Más Guðmundsson- ar, aðalhagfræðings Seðlabank- ans. „Hins vegar á eftir að koma í ljós að hve miklu leyti erlend skuldaaukning er af þessari ástæðu,“ segir Már. Már var meðal frummælenda á morgunverðarfundi Landsbank- ans sem bar yfirskriftina: Erum við of bjartsýn? Yngvi Örn Krist- insson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, fjallaði um s p u r n i n g u n a hvort bankarnir færu offari í er- lendum lántök- um, en áhyggjur þess efnis hafa einkennt efna- hagsumræðuna síðasta misserið. Yngvi Örn tók undir með Má um að búast mætti við að hratt drægi úr útlánaaukningu. Hann sagði erlend lán sem hlutfall af landsframleiðslu ekki há í sögu- legu samhengi. Hundrað milljarð- ar af 180 milljarða aukningu inn- lendra lána væru lán til innlendra eignarhaldsfélaga og sennilega milli 30 og 40 milljarðar af þeirri upphæð til erlendra verkefna. Yngvi Örn segir lán til umbreyt- ingarverkefna skapa aðhald í fjár- festingum og kostnaði hjá fyrir- tækjum til þess að skapa fjármuni til þess að endurgreiða þau. „Þessi lán eru sérstök vegna þess að þau hafa í raun samdráttaráhrif á fyr- irtækin sem fá þau.“ Lánin valdi því ekki þenslu nema að því marki að seljendur fyrirtækjanna setji þá fjármuni í veltu hagkerfisins. Yngvi benti á að á móti erlend- um skuldum sem atvinnulífið og bankarnir hefðu stofnað til að undanförnu hefðu orðið til miklar erlendar eignir á móti. Ekki hefði orðið mikil röskun á þeim jöfnuði. Hætturnar eru þó fyrir hendi. Gott útlit efnahagsmála næstu misserin gefu ekki tilefni til mik- ils ótta að mati Yngva Arnar um að illa fari. „Helstu hætturnar eru ef alvarleg mistök verða í efna- hagstjórn og gengi krónunnar fellur verulega.“ Hann taldi ekki miklar líkur á því. Önnur hætta væri erlend lánakreppa sem yrði til þess að bönkum gengi illa að endurfjármagna lán sín á alþjóða lánamarkaði. Yngvi benti á að slík lánakreppa væri ólíkleg og slíkrar tilhneigingar hefði ekki gætt um langt skeið. haflidi@frettabladid.is Skipulagsstofnun: Leggst gegn vegkafla SAMGÖNGUR Skipulagsstofnun l- leggst gegn fyrirhugaðri lagningu Suðurstrandarvegar frá Ísólfs- skála að eystri mörkum Ögmund- arhrauns, samkvæmt úrskurði stofnunarinnar. Hins vegar fellst stofnunin á lagningu Suðurstrandarvegar, samkvæmt gulri veglínu frá Ís- ólfsskála að eystri mörkum Krýsuvíkurheiðar, með tilteknum skilyrðum. Jafnframt er fallist á lagningu Suðurstrandarvegar með breytingum á veglínu sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, austan Sláttudals og norð- an Herdísarvíkur. ■ MEXÍKÓSKUR LÖGREGLUMAÐUR Fimmtíu löggum var refsað fyrir brot einnar. Löggum refsað: Gelti í talstöðina MEXÍKÓ, AP Rúmlega fimmtíu lög- reglumenn í mexíkósku borginni Nogales voru lokaðir inni á lög- reglustöð. Var þeim bannað að fara heim í átta klukkutíma eftir vinnu meðan yfirmenn reyndu að komast að því hver þeirra hefði gelt í talstöð lögreglunnar. „Við neyddumst til að refsa þeim öllum til að vera vissir um að prakkaranum yrði refsað. Þannig sendum við skilaboð um að svona hrekkir verða ekki látnir viðgang- ast,“ sagði Hector Leon, aðstoðar- lögreglustjóri í Nogales. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKEMMDARVERK Lögreglan í Reykjavík handtók mann, við bif- reiðaverkstæði í Hátúni um fimmleytið í gærmorgun, fyrir að valda skemmdarverkum á sjö bíl- um þar í götunni. Maðurinn sem var töluvert ölvaður var færður á lögreglustöð og er málið í rann- sókn. FÍKNIEFNI Fjórar E-töflur og lít- ilsháttar af hassi fannst á gesti á tónleikum hljómsveitarinnar Pix- ies í Kaplakrika í fyrrakvöld. Grunar lögregluna í Hafnarfirði að viðkomandi hafi verið að dreifa fíkniefnum og neyta á tón- leikunum. Í kjölfarið leitaði lög- reglan að fíkniefnum á dvalar- stað hans og fundust þá fjórar E- töflur til viðbótar. „Þessi lán eru sérstök vegna þess að þau hafa í raun sam- dráttaráhrif á fyrirtækin sem fá þau. ■ NORÐURLÖND – hefur þú séð DV í dag? Flugstjóri hjá Atlanta ærðist og var stungið inn NORRÆNA Mennirnir þrír komu til landsins með skipinu Norrænu. Þeir voru með allir með fölsuð vegabréf og einu hafði auk þess verið stolið. KANAR FÁ AÐ UPPFÆRA Í THULE Danska þingið samþykkti með 101 atkvæði gegn engu að heimila Bandaríkjamönnum að uppfæra radarkerfi sitt í Thule á Græn- landi. Uppfærslan er hluti af eld- flaugavarnakerfi sem bandarísk stjórnvöld hyggjast setja upp. VILJA REYKINGABANN Þrír af hverjum fimm Norðmönnum er fylgjandi reykingabanni á veit- ingahúsum en einungis fimmti hver Norðmaður er mótfallinn því samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem birtist í dagblaðinu Aftenposten. Fimmtungur tekur enga afstöðu. Reykingabann tek- ur gildi 1. júní. FARSÍMAR Notkun handfrjáls búnaðar hefur aukist, en ekki nóg. ENGAR ÁHYGGJUR Fjölmargir hlýddu á vangaveltur hagfræðinga um hvort bjartsýni í efnahagsmálum sé á rökum reist. Erlendar lántökur banka hafa verið áhyggjuefni margra. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, telur ekki miklar líkur á að illa fari. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HLUTFALLSLEG ALDURSSKIPTING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.