Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 28. maí 2004
!"
!
!"
# $
%&
'(
)
*
+
,
! !
"
8
8
A
B -
!(#&#
1 % "'
$C()*D "
+,
-
0,+<- =5
8%
$E5
0..
2
4
-
@.A
2
/
C-%
1 FF- A;=<
*.; :
F=< >
G:
5
"
$
'()
!
*+
!
, *
%
-&
!
.
&/
0 1
.
/
3
4
. -%%
./,.0.//1
Verkfall:
Herinn
skaut mót-
mælendur
LÍBANON, AP Þrír létu lífið og ellefu
særðust þegar hermenn skutu á
mótmælendur sem brenndu dekk
og grýttu hermenn. Mótmælin
fylgdu í kjölfar ákalls landssam-
taka verkalýðsfélaga sem hvatti
fólk til að leggja niður störf til að
knýja stjórnvöld til að lækka elds-
neytisverð um þriðjung.
Embættismenn segja hermenn
hafa verið senda á vettvang til að
dreifa mótmælendum, þeim hafi
verið skipað að skjóta yfir höfuð
mótmælenda en hitt einhverja
þeirra. ■
JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, mun aðeins
fara fram á að ríkisstjórn sín sam-
þykki fyrsta hluta áætlunar sinn-
ar um brotthvarf frá Gaza, þegar
áætlunin verður rædd á ríkis-
stjórnarfundi um helgina.
Samkvæmt nýrri áætlun Shar-
ons munu landnemabyggðir á
Gaza-svæðinu verða lagðar af og
Ísraelsher kallaður á brott í fjór-
um áföngum. Í fyrsta áfanganum
er gert ráð fyrir að landtökumenn
hverfi á brott frá þremur litlum
landnemabyggðum. Alls er 21
landnemabyggð á Gaza.
Þar sem Sharon hefur gengið
illa að vinna fylgi við áætlun sína
innan ríkisstjórnarinnar mun
hann aðeins óska eftir staðfest-
ingu á fyrsta hlutanum. Að sögn
ísraelskra embættismanna hefur
hann þegar tryggt sér meirihluta-
stuðning í ríkisstjórninni við
þennan fyrsta áfanga. Meðal þeir-
ra sem hafa lýst stuðningi við
hann eru Benjamin Netanyahu
fjármálaráðherra og Silvan
Shalon utanríkismálaráðherra
sem áður hafa lýst sig andsnúna
öllum brottflutningi frá Gaza. ■
EINMANA RÁÐHERRA
Það var ekki fjölmenninu fyrir að fara í
kringum Dieter Böhmedorfer dómsmála-
ráðherra þegar hann svaraði spurningum í
austurríska þinginu.
Franskur bæjarstjóri:
Bannað
að gifta
homma
FRAKKLAND Saksóknari í suðvest-
urhluta Frakklands hefur bann-
að bæjarstjóra einum að gefa
saman tvo karlmenn. Áður
hafði dómsmálaráðherra
Frakklands lýst andstöðu sinni
við giftinguna og sagt þing-
mönnum að hann hygðist óska
eftir því við saksóknarann að
hann bannaði hana.
Noel Mamere, bæjarstjóri í
Begles, hafði lýst því yfir að
hann myndi gefa mennina sam-
an en það yrði fyrsta hjónaband
samkynhneigðra í Frakklandi.
Bæjarstjórinn segir ekkert í
lögum mæla gegn hjónavígslu
samkynhneigðra. ■
FANGAMISÞYRMINGAR Yfirheyrslur
fanga í Abu Ghraib-fangelsi í Írak
og öðrum fangelsum hafa litlum
upplýsingum skilað, eftir því sem
dagblaðið International Herald
Tribune hefur eftir heimilda-
mönnum í Bandaríkjaher. Blaðið
vitnar enn fremur í skýrslu sem
tekin var saman af hálfu Banda-
ríkjahers en þar kemur fram að
misþyrmingar á föngum hafa ver-
ið útbreiddari en áður var þekkt.
Mikil áhersla var lögð á að
yfirheyra fanga sem voru taldir
búa yfir mikilvægum upplýsing-
um. Eftir að hafa farið yfir upp-
lýsingar sem fengust upp úr föng-
um við handtöku annars vegar og
hins vegar við yfirheyrslur í Abu
Ghraib, sem tóku oftast nokkra
mánuði, komust viðmælendur
blaðsins að þeirri niðurstöðu að
þær síðarnefndu skiluðu litlum
árangri.
Skýrsla hersins er samantekt á
atvikum sem áttu sér stað frá 15.
apríl í fyrra þar til í síðasta mán-
uði. Þeirra á meðal eru áður
óþekkt dæmi um misþyrmingar,
kæfingar og kynferðislegt of-
beldi. Að auki er fjallað um andlát
háttsetts herforingja í Íraksher
sem lést eftir að hafa verið beitt-
ur ofbeldi. ■
Efasemdir um gagnsemi harkalegra yfirheyrsluaðferða:
Aðferðir skiluðu
litlum árangri
MÓTMÆLT VIÐ ABU GHRAIB
George W. Bush Bandaríkjaforseti vill ljúka vandamálinu með því að rífa fangelsið. Írakar
segja það misráðið þar sem þá þyrfti að verja fé í að byggja annað í staðinn.
Sharon óskar aðeins samþykkis á hluta áætlunar sinnar:
Frá Gaza í litlum
skömmtum
VOPNABRÆÐUR FAÐMAST
Sharon vígði nýlega minnisvarða um fallna
hermenn. Þar var staddur gamall vopna-
bróðir sem bjargaði lífi Sharons á sínum
tíma.