Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 25

Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 25
Bristol Cream er þekktasta sjerrí heims og flestir kannast við bláu flöskuna sem kennd er við ensku borgina Bristol. Harveyís hefur framleitt sjerrí í Jerez á Spáni síðan 1786. Bristol Cream er blanda úr Fino, Amontillado, Oloroso og Pedro Ximénez vínum og er þessi mjúka blanda lykillinn að vin- sældum þess. Vínið er ljósjarpt og lyktar af hnetum og ferskum appelsínum. Það hefur fína sætu og langt þokkafullt eftir- bragð. Gott sem fordrykkur með klökum og appelsínusneið. Hentar í ýmsa kökubakstra eins og til dæmis trufflur. Verð í Vínbúðum 1.890 kr. Bristol Cream: Þekktasta sjerrí heims Styrkt vín 3FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Sesarsalat Á sólbjörtum vordögum jafnast ekkert á við máltíð af fersku, bragð- miklu og brakandi góðu sesarsalati. En salatið þarf þá að vera ekta. Alltof oft hef ég lent í því að fyrir mig hafa verið bornar einhverjar sesarsalatnefnur sem á engan hátt hafa getað staðið undir nafni. Hér kemur uppskrift af því sesarsalati sem ég kalla ekta. Byrjið á því að útbúa brauðteningana: Brauðið er skorið í teninga. Ólífuolía er hituð á pönnu og hvítlaukurinn er steiktur þar til hann hefur brúnast. Takið hann þá upp úr olíunni og setjið brauðteningana út í og steikið þá yfir háum hita þar til þeir hafa brúnast. Setjið því næst brauðteningana til þerris á eldhúsrúllublað. Ansjósuflökin eru kramin með gaffli í skál, skolið kapersberin undir rennandi vatni og setjið þau saman við ansjósurnar. Brauðteningunum er síðan velt vel saman við þessa blöndu. Fyrir sósuna er egg sett í eina mínútu ofan í sjóðandi vatn, það svo kælt undir kaldri bunu og brotið í skál. Sítrónu- safi, sinnep og Worcestershire-sósa eru svo þeytt vel saman við. Samsetning: Salatblöðin eru rifin í grófa bita og minnstu blöðin lát- in halda sér. Brauðteningablandan er sett yfir og því næst sósan. Að síðustu er parmaosturinn skafinn með ostaskera yfir allt. Til að gera salatið matarmeira má grilla kjúklingabringur og skera þær í bita og setja út í en þá er salatið að vísu ekki lengur ekta. Kostnaður samtals um 600 kr. 2 höfuð romain-salat (fást þrjú saman í pakka í betri búðum) 230 kr. Um 4 sneiðar gróft hvítt brauð (t.d. ciabatta) 150 kr. 100 ml ólífuolía 70 kr. 4 hvítlauksgeirar (skornir í sneiðar langsum) 4 ansjósuflök (marin með gaffli) 2 msk. kapers 1 egg 1 msk. Worcestershire-sósa 1 tsk. grófkorna sinnep 1 msk. sítrónusafi 50 g parmaostur (parmesan) 150 kr. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardag 10-14.30 Opið laugardag 10-14.30 TÚNFISKSTEIKUR Á GRILLIÐ RISARÆKJUR Á GRILLSPJÓTI BLEIKJA FRÁ KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Kanadískur lúxus risahumar Risahumar frá Hornafirði Opið alla hvítasunnuna Það má útbúa ýmsa góða kokteila úr sjerrí, hér er einn mjög einfaldur: Harveys Sunset 3 cl Harveys Bristol Cream 12 cl appelsínusafi Appelsínuneið Blandið saman í háu glasi með klaka í. Skreytið með appelsínusneið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.