Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 27
Fyrir mánuði var opnuð á Lauga- vegi 28 bolabúðin Ósóma, eins- konar jaðarverslun í höfuðborg- inni. Félagarnir Þórdís Claessen og Gunnlaugur Grétarsson leiddu saman hesta sína í bolahönnun eftir að hafa þekkst í nokkurn tíma, en Þórdís er grafískur hönn- uður og Gunnlaugur þekkir bola- bransann vel frá fyrri störfum. Þau eiga gott skap saman og ákváðu að fara út í sjálfstæðan rekstur í hönnun og verslunar- rekstri með áherslu á tónlist, húmor og almennan ósóma. Það er áralöng hefð fyrir hljómsveitarbolum erlendis en það er stutt síðan að það fór að bera á þeim hérna á Íslandi. Þór- dís og Gunnlaugur segja kominn tíma til að gera íslenskar hljóm- sveitir sýnilegri og ætla að leggja sitt á vogarskálarnar með bola- hönnuninni en nú þegar hafa þau gert boli fyrir Brain Police, Ghost Digital, og nú þegar liggur hönn- un á teikniborðinu fyrir Výnil, Trabant og fleiri bönd. Það eru ekki einungis hljóm- sveitabolir sem þau skötuhjú hanna, heldur bjóða þau upp á mismunandi línur með viðeig- andi skila- boðum.Út- g a n g s - p u n k t u r - inn er að vera svolítið „á kantin- um“ og sýna íslenskan raunveru- leika og húmor. Löggubolurinn þeirra er nú þegar orðinn „frægur“ fyrir það eitt að fara fyrir brjóstið á Lög- reglunni í Reykjavík, en öll hönnun og framsetning á bolnum s t e n s t fyllilega lög og reglur. Í versluninni Ósóma eru líka til sölu bolir eftir aðra íslenska hönn- uði og einnig mun koma inn ís- lenskt handunnið skart. Ósóma er opin á virk- um dögum og laugar- dögum kl. 10-18. Allir stutterma- bolirnir kosta 2.300 kr. 5FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 Hattar: Komnir aftur eftir stutt hlé Höfuðföt gegna ýmsum hlutverkum. Margir ganga með húfur eða hatt til þess að halda hita á höfðinu, hattur tilheyrir oft vinnufötum og getur verið stöðutákn. Hattar fara líka í og úr tísku og tísku- straumarnir er hugleiknir fjölda fólks. Karlmenn voru fyrri til en konur að bera hatta en kvenhattatískan fór af stað upp úr 1700. Fljótt skapaðist hefð fyrir hattanotkun og hattatískan blómstraði langt fram eftir tuttugustu öldinni. Á sjöunda áratugnum dró verulega úr vinsældum hattanna en síðustu ár hefur þetta verið að breyt- ast með ungum framsæknum hatta- hönnuðum. Alls konar hattar eru í tísku, sportlegar derhúfur, kúrekahattar, „sixpenserar“, „fifties“ barðastórir hattar og allt þar fram eftir götunum. Vero Moda 990 Bolabúðin Ósóma: Áhersla á tónlist, húmor og almennan ósóma Síðaerma karlmannsbolur 3.500 kr. Kvenbolur með kvartermum, 2.900 kr. Miss Selfridges 1690 Cult 990 Monsoon 2500 Monsoon 2250 Cult 495 Cult 995 Cult 695 Nýtt krem: Aquasource Non Stop Aquasource Non Stop nefnist nýtt rakakrem frá Biotherm. Non Stop formúlan er ný og gefur húðinni há- marks raka allan sólarhringinn og við- heldur náttúrulegum rakabirgðum húðarinnar. Í kreminu er biolipids sem er olía úr apríkósusteinum, ceramides og náttúrleg fituefni. Það takmarkar vatnstap með því að mynda filmu á húðinni sem styrkir innri frumubygg- ingu. Kremið er einnig bætt E-vítamín- um. Kremið fæst bæði fyrir venjulega og blandaða húð eða þurra húð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.