Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 28

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 28
Lasagneform geta verið augnayndi sem gaman er að bera á borð. Þetta bláa form er ekki bara fallegt heldur líka sterkt og þolir að fara beint úr frysti inn í ofn og öfug. Það er franskt frá Emile Henry og fæst hjá Bræðrunum Ormsson. Skólavörðustíg 21,Reykjavík, Sími 551 4050 Skólavörðustíg 21 101 Reykjavík Símar 552 2419 / 698 7273 Opið virka daga kl. 12:00-18.00 og laugardaga kl. 12:00-16.00 Andblær liðinna ára Antik-Húsið Konan mín, Rúna Gísladóttir, mál- aði málverkið fyrir ofan sófann, en það hefur fylgt okkur í 24 ár,“ segir Þórir S. Guðbergsson, kenn- ari og félagsráðgjafi. „Myndin heillar mig mjög, formin eru fal- leg, þeim fylgir samræmi og jafn- vægi og þeim mun meira sem maður horfir lengur. Svo segir myndin einstaka sinnum við mig: Hvernig líður þér?“ segir Þórir brosandi. „En það sem gerir hana í mín- um augum svona mikils virði eru minningarnar sem hún fram- kallar. Myndin er máluð um 1980, eftir mjög afdrifaríkar ákvarðanir í lífi okkar hjóna. Sjö árum áður ákvað nefnilega konan mín að taka sig upp með mér með þrjú börn og flytjast til Noregs meðan ég færi í þriggja ára félagsráðgjafanám. Ég geri mér betur grein fyrir því eftir sem árin líða að þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun fyrir konu á þessum tíma.“ Þórir segir að árin í Noregi hafi verið yndisleg fyrir hann. „Það er ekkert víst að þetta hafi verið jafn yndislegur tími fyrir hana. Við komum aldrei til Íslands meðan á náminu stóð, hreinlega tímdum ekki að eyða peningum í það með svona þrjú börn. Rúna hafði lokið sínum kennaranámi og haslað sér völl heima áður en við fórum, en hún vissi auðvitað ekk- ert hvernig heimkoman yrði. Þeg- ar hún svo fann það þegar við komum heim að hugurinn stefndi í listanám var ég mjög glaður að geta tekið mér ársleyfi frá störf- um til að geta sinnt börnum og búi meðan Rúna fór í Myndlista- og handíðaskólann. Fyrir utan að vera falleg minnir myndin mig á þetta allt,“ segir Þórir. edda@frettabladid.is Sófamálverkið: Mynd sem talar og vekur upp minningar Iðnbúð 1 · 210 Garðabæ s: 565-8060 · fax:565-8033 Gardínustangir Sérsmíði Gjafavara Smíðajárn Georg Jensen kaffikanna „Quack Quack“ (hvít) 7.600 kr. Þórir í sófanum með „börnunum“ sem eru brúður sem Rúna hefur safnað. Rúna málaði málverkið fyrir ofan sófann og minnir Þóri á liðna tíma. Stelton kaffiset (blátt), kanna 4.250 kr. mjólkurkanna 1.280 kr. sykurkar 1.280 kr. Stelton-kaffikanna og -sykurkar kanna (stærri) 27.880 kr. sykurkar 4.990 kr. Stelton-kaffisett kanna (minni) 2.4950 kr. – sykurkar 4.840 kr. mjólkurkanna 3.900 kr. – bakki 9.550 kr. Flestir Íslendingar eru kaffiþyrst fólk og kaffidrykkjan hefur aukist undanfarin ár með tilkomu hinna fjölmörgu kaffihúsa sem prýða bæinn. Heimalagaða kaffið stendur þó alltaf fyrir sínu, sumum þykir kaffið úr gömlu uppáhellingar- könnunum ágætt en margir eru komnir með heimilisespressovélar sem búa til þykkt og sterkt kaffi. Þegar gesti ber að garði er oft þægilegra að laga meira en einn bolla í einu og þá er ekki verra að bera kaffisopann fram í fallegri könnu með tilheyrandi mjólkur- könnu og sykurkari. Verslunin Epal er með ágætt úrval af klassakaffikönnum. Stelton-könnurnar eru löngu orðnar klassískar en einnig eru þar til fallegar kaffikönnur frá Georg Jensen. Þeir sem hafa tekið teið fram yfir kaffið þurfa ekki að örvænta því ýmsar gerðir af kötlum og síum eru líka fáanlegar í nútíma- legri útfærslu í Epal. ■ Hengirúm hafa yfir sér ævintýra- legan blæ, enda fátt eins tælandi á letilegum sumardegi og að skríða upp í mjúkt hengirúm, einn eða með öðrum, og leyfa því að rugga sér í draumheima, kelerí eða hangs. Hengirúm eru alltaf við- eigandi og kósí viðbót í garða og á rúmgóðar svalir. Eins má nota hengirúm innandyra þar sem gott er að sofa í sumum þeirra sem eru þétt ofin og skorða líkamann vel yfir heila nótt. Hengirúm voru fyrst tekin í notkun fyrir meira en þúsund árum og eiga sér áhuga- verða og aldna forsögu. Upphaf- lega í Mið-Ameríku voru þau sköpuð af Maya-Indíánum. Fyrstu hengirúmin voru ofin úr trjá- berki, en það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að farið var að framleiða þau úr ýmsum tauefn- um sem svo skilaði sér í fjöl- breyttum útgáfum og stílbrögð- um. Það var Kristófer Kólumbus sem ákvað að taka með sér hengi- rúm til Evrópu og kom því inn hjá evrópskum sæförum að hengirúm væru tilvalin um borð í skipum til hvíldar og svefns. Í dag nota fleiri en hundrað milljónir manna hengirúm sem rúm eða húsgagn; þar á meðal í Afríku, Kína, Fil- ippseyjum, í Kyrrahafinu og svo auðvitað Mið- og Suður-Ameríku. Hengirúm fást meðal annars í Habitat og Blómavali. ■ Hengirúm: Hættulega yndisleg Georg Jensen kaffisett kanna 12.170 kr. mjólkurkanna 4.230 kr. sykurkar 5.250 kr. bakki 18.380 kr. Klassakönnur í Epal: Kaffiboð með klassa Stelton- kaffikanna, 4.840 kr. Listasmiðjan Keramik og Gler Gallery Kothúsum, Garði Opið alla helgina frá kl 13-18 Mikið úrval af keramik fyrir sumarbústaðinn sími 422 7935

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.