Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 36

Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 36
[ LAGARFLJÓTSORMURINN ] Lystisnekkjan Lagarfljótsormurinn leggur upp frá Atlavík og fer í tvær skipulagðar útsýnisferðir á dag allt sumarið, aðra um mið- jan dag og hina á kvöldin. „Í kvöldferðunum erum við með lifandi tónlist og fólk getur dansað og haft það huggulegt,“ segir Alfreð Steinar Rafnsson, framkvæmdastjóri Eskfirðings sem rekur ferjuna og annar tveggja skipstjóra hennar. Skipið rúmar vel 80 farþega í ferð, siglingingin um Löginn tek- ur rúmlega einn og hálfan tíma og léttar veitingar eru seldar um borð. „Svo tökum við að okkur veislur og prívatferðir og hvað sem er,“ bendir Alfreð á og lýsir í lokin grillferðum sem farnar eru að minnsta kosti einu sinni í viku. „Þá höldum við að Húsa- tanga í heimsókn til Hákonar Aðalsteinssonar skógarbónda og látum hann segja okkur einhverjar sögur yfir snæðingnum.“ Lifandi tónlist í kvöldferðunum 3 Hænuvík við Patreksfjörð: Sitthvað að skoða, skilst mér á fólki 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR8 1. Gamli bærinn sem hefur verið gerður upp er notaður sem gistihús. 2. Horft yfir Hænuvík. 3. Gamla kaupfélagið á sjávarkambinum gegnir nú nýju hlutverki.  „Hér er lítil umferð en sitthvað að skoða, skilst mér á fólki. Ég hef ekki vit á því enda búinn að horfa á þetta síðan ég fæddist,“ segir Guðjón, bóndi í Hænu- vík við Patreksfjörð. Bærinn hans er skammt utan við Örlygshöfn, „aðeins út úr Látrabjargsleiðinni,“ eins og hann orðar það sjálfur og þar býr hann með konu og börn. Fjölskyldan er að byrja þriðja sumar- ið sitt í ferðaþjónustu og eitt af því sem gerir gist- ingu þar sjarmerandi er húsnæðið. Annars vegar kaupfélagshús frá 1936, sem tekur 16 manns og hins vegar gamall bær uppi í túni sem rúmar átta manns. Verslunarhúsið stendur á sjávarkambi og Guðjón er spurður hvort gefi ekki á í vissum áttum. „Menn fúna að minnsta kosti ekki þar þegar mikið brim er. Það er ekki að gá að því,“ svarar hann og kímir. Gamli bærinn er byggður að grunni til 1914 en gerður mikið upp um 1940. Baðstofa uppi og Guðjón kannast við að fólki þyki gott að sofa þar „með haus- inn uppi í þaki,“ eins og hann kemst að orði. Eldunar- aðstaða er í báðum húsunum og þau eru hituð upp allan ársins hring því rafmagnið kostar ekkert í Hænuvík. Þar er einkarafstöð frá 1950 og nú er Guðjón að endurbæta hana til að fá meiri orku. Í framhaldinu koma væntanlega heitir pottar. „Ég er fátækur sauðfjárbóndi og er lengi að þessu því ég er svo þrjóskur að ég læt peningana verða til jafnóðum en á ekki skuldir í bönkunum. Það geta aðrir átt þær,“ segir hann og ekki kveðst hann hafa eytt fé í auglýsingar. „Okkar lán felst í því að fólk kemur oftar en einu sinni og ber okkur vel söguna.“ 2 1 Ingvar Helgason Komdu í heimsókn til okkar á Sævarhöfða 2 og gerðu góð bílakaup fyrir sumarið. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Opið virka daga kl. 9–18 og laugardaga kl. 13–17. HJÁ INGVARI HELGASYNI STÓRÚTSALA Á NOTUÐUM BÍLUM F í t o n / S Í A F I 0 0 9 6 1 3 notaðir bílar Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.