Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 38
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR10 Behind the Mounta Pósthólf 1622, 101 Reykjavík Sími : 511 3070 info@fjallabak.is www.fjallabak.is Tilvalið tækifæri að ferðast um stórkostlega náttúru með erlendum ferðafélögum ! © G ab ri el P at ay F ili pp us so n Gönguferðir um Ísland, Færeyjar og Grænland Íslensk fararstjórn - litlir blandaðir hópar, Íslendingar ,Frakkar, Ítalir, Englendingar og Bandaríkjamenn. Á Stöðvarfirði er guðlegasta gistihús landsins enda vitna altari og predikunarstóll í setustofunni um fyrra hlutverk þess. Þetta er gamla kirkjan sem nú heitir Kirkjubær. Hvernig skyldi Birgi Albertssyni og Ingibjörgu Eyþórsdóttur hafa dottið í hug að breyta henni í gistihús? „Það kom þannig til að vinafólk okkar sat hér inni í eldhúsi og sá kirkjuna blasa við út um gluggann. Þá var búið að afhelga hana. Því datt í hug að kaupa hana fyrir sumar- bústað og þá kviknaði hugmyndin,“ svarar Birgir. Hann segir marga ferðamenn hafa gist í kirkjunni á síðustu árum, bæði íslenska og er- lenda. Sumir komi bara vegna sögu hússins, aðrir hætti við vegna hennar en þeir séu fáir. „Yfirleitt er fólk ánægt með þetta og börn eru hrifin af að leika sér í altarinu enda tímum við hvorki að fjarlægja það né stólinn þar sem það er engin kvöð.“ Birgir gerir meira en gefa kost á gistingu í áður helgu húsi. Hann fer líka á sjóstöng eða í útsýnissiglingu með fólk og býður upp á bíltúra í traustum fjallabílum, til dæmis upp í Snæfell og Kárahnjúka. Hann segir dálítið um merkta gönguslóða í Stöðvarfirði og mælir með göngu- ferðum yfir fjöllin til næstu þéttbýlisstaða. En er ekki Austfjarðaþokan alltaf til vandræða? „Nei, hún er nú stórlega orðum aukin,“ segir hann fastmæltur. 1. Guðlegasta gistihús landsins. 2. Altarið og predikunar- stóllinn eins og hverjar aðrar mublur. 3. Hér er hægt að matreiða fiskana sem veiddir eru á sjóstöng í firðinum. Ekki spillir brauð með.  Stöðvarfjörður: Gist í gamla guðshúsinu 1 [ LÓNKOT Í SKAGAFIRÐI ] Pálína Jónsdóttir rekur bragðlaukaeldhús í Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Fær flinka kokka um helgar og kveðst búin að bóka nokkra slíka í sumar. „Við bjóðum auðvitað upp á mat alla daga því á virkum dögum eldum við mamma og erum líka listakokkar,“ segir hún sannfærandi. „En það er gaman að fá hingað fólk til að skapa og nota ímyndunaraflið,“ bætir hún við. Lónkot er fjölskyldusetur því auk Pálínu eru bróðir hennar, Ólafur Jónsson, og móðir þeirra, Ólöf Ólafsdóttir, við stjórnvölinn. Þau hafa breytt útihúsum í veitingastað með gistingu og túninu í níu holu golfvöll. Ómótstæðilegur matarilmur í Sölva-Bar er kom- inn í stað fjósalyktar og fólk getur gist í fjárhúsunum og á hlöðu- loftinu. Í risatjaldi eru ættarmót haldin og ýmsir mannfagnaðir. Einnig er þar markaður síðustu sunnudaga hvers mánaðar þar sem allt er selt, bæði ætt og óætt. Sýningar verða í galleríinu á staðn- um sem eins og veitingastaðurinn er tileinkað Sölva Helgasyni, einum þekktasta flakkara landsins. Útsýnið er fallegt frá Lónkoti út á sundið og óvíða nýtur mið- nætursólin sín betur. Pálína segir siglt út í Drangey og Málmey frá Sauðárkróki og Hofsósi. Hún nýtur þess að vera á miklu menning- arsvæði og nefnir Hóla í Hjaltadal, Síldarminjasafnið á Siglufirði og Vesturfarasetrið á Hofsósi sem dæmi. „Allt er þetta á sama rúntinum,“ segir hún. „Skemmtilega mikið út úr.“ Skemmtilega mikið út úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.