Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 42
Mér þykir vænst um Hljóða- kletta af öllum stöðum á landinu. Þangað fór ég svo oft í útilegu um helgar með foreldrum mín- um þegar ég var að alast upp og þegar ég kem þangað nú poppa upp margar hlýjar minningar. Á föstudögum var pakkað í bílinn, haldið af stað frá Húsavík og tjaldinu slegið upp í Vesturdaln- um. Þannig er það reyndar enn hjá foreldrum mínum, nema hvað nú eru þau komin með enn betri viðlegubúnað. Göngu- stígurinn meðfram Hljóðaklett- unum er alltaf þræddur. Það er alger skylda. Þessi staður er náttúruperla sem mér virðist of fáir vita af. Flestir fara í Ásbyrgi þegar þeir eru á ferð um svæðið en átta sig ekki á að Vesturdalur og Hljóðaklettar eru bara í hálf- tíma akstursfjarlægð þaðan. Birgittu finnst gott að leita friðsældar úti í náttúrunni. „Alger skylda að ganga göngustíginn um gljúfrin í Vesturdal,“ segir Birgitta 1 2 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR14  Klængshóll í Skíðadal: Gestum kennt að brugga seyði úr grösum „Ég reyni að virkja skynfæri fólks þegar ég fer með það í skoðunarferðir, tengja það við náttúruna og söguna og efla ást þess á hvorutveggja,“ segir Anna Dóra Hermannsdóttir, jógakennari á Klængshóli í Skíðadal. Hún rekur þar ferðaþjónustu sem felst í gistingu og leiðsögn um stórbrotið landslag Trölla- skagans. Einnig býður hún upp á hollan og góðan mat í eldhúsinu og kryddar hann gjarnan með kraft- miklum og heilnæmum grösum úr fjöllunum í kring. Á Klængshóli er aðstaða fyrir 14 gesti í uppbúnum rúmum eða svefnpokaplássi, sem hafa aðgang að snyrtingum og notalegri stofu. Sumum finnst líka ljúft að tjalda við bæjarlækinn og sofna við nið hans. Friðsældin er mikil enda staðurinn ekki í alfaraleið. Skíðadalur gengur inn úr Svarfaðardal og Klængs- hóll var í eyði í nokkur ár áður en Anna Dóra endur- reisti ættaróðalið og settist þar að ásamt Erni Arngrímssyni. Fjöllin sem umlykja dalinn eru allt að 1.460 metra há. Hægt er að fylgja fornri þjóðleið yfir í Hörgárdal og einnig fara um fjallaskörð til Skagafjarðar og Svarfaðardals. „Gönguleiðirnar eru við allra hæfi og nánasta umhverfi okkar er ríkt af sögnum um huld- ar vættir og mannlíf liðinna alda. Auk þess göngum við til grasa og kennum gestum okkar að brugga seyði úr ýmsum jurtum,“ segir Anna Dóra og heldur áfram: „Svo vil ég nefna að stutt er til Dalvíkur, þar sem bæði er sundlaug og safn, Hrísey er perla á firð- inum og boðið er upp á hvalaskoðun frá Dalvík og Hauganesi. Við sem störfum við ferðaþjónustu á svæðinu vinnum vel saman og vorum einmitt að stofna félagið Ferðatröll“. 4 3 1. Ferðalangar í fjallasal. 2. Anna Dóra drekkur í sig ilm af mjúkum mosa. 3. Örn horfir yfir dalinn góða þar sem Klængs- hóll blasir við. 14. Klængshóll er ekki í alfaraleið, en aðeins 22 km frá Dalvík. Landmælingar: Ný ferðakortabók Hjá Landmælingum er komin út Ferðakortabók þar sem nýjum upplýsingum fyrir ferðamenn hefur verið bætt við aðrar sígildar. Í bókinni eru nákvæm vegakort með ferða- upplýsingum, kort af vinsælum ferðamannastöðum, götu og upplýsingakort af helstu þéttbýlisstöðum, auk ýmissa þemakorta. Bókin er í þægilegu broti og fer vel í hanska- hólfi eða vasa. Einnig er nýlega kominn á markaðinn hand- hæg mappa með nákvæmu ferðakorti af landinu í þremur hlutum í mælikvarðanum 1:250 000. Þar er að finna nýjar upplýsingar um vegakerfið ásamt öðrum ítarlegum upp- lýsingum. Ferðakort af vinsælum áfangastöðum fást líka útgefin af Landmælingum. Má þar nefna staði eins og Þór- smörk og Landmannalaugar, Hornstrandir, Þingvelli og Vestmannaeyj- ar. [ UPPÁHALD BIRGITTU HAUKDAL ] Hljóðaklettar vekja upp hlýjar minningar  M YN D : V AL G AR Ð U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.