Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 53

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 53
Fossháls 1 • 110 Reykjavík • Sími 525 0800 • www.badheimar.is Ráð Gott ráð í morgunsárið Baðherbergið er oftast fyrsti staðurinn sem við heim- sækjum á morgnana. Til að byrja daginn sem best er gott að hafa stóran spegil fyrir ofan vaskinn. Oft er sagt að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins en fyrstu kynni þín við sjálfa/n þig á morgnana eru alveg jafn mikilvæg. Byrjaðu daginn með stórri og skýrri sýn á sjálfa/n þig og heils- aðu þér kröftuglega. Ekki fá þér tvískiptan spegil því þá sérðu ekki heildarmyndina. Fáðu þér heilan spegil og helst þann stærsta sem þú getur. 7FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 Þegar mála skal er mikilvægt að velja rétta litinn og ekki er verra að vita hvernig hann virkar á orkuna í herberginu Rauður er hlýr litur og getur gefið her- bergi aukna orku. Talið er að hann auki adrenalínflæði og hækki líkamshita ásamt því að stuðla að rómantísku andrúmslofti og möguleika á kynlífi. Blár er mjög afslappandi litur en getur líka orðið of kaldur og stofnanalegur. Blár hefur stundum svæfandi áhrif og getur lækkað blóðþrýsting. Grænn er litur stöðuleika og ferskleika hugans. Ljósgrænn hækkar of lágan blóðþrýsting og dökkgrænn lækkar of háan blóðþrýsting. Grænn getur líka haft áhrif á hjarta, lungu, brjóst og axlir. Gulur örvar hugann og eykur greind og skýra hugsun. Gulur getur aukið innri styrk og virkir taugakerfið og getur reynst góður í baráttunni við aukakílóin. Gulur getur haft góð áhrif á gigt, sykursýki og maga- og lifrarvandamál. Appelsínugulur er litur lífsgleðinnar, tilfinninga og hamingju. Hann lyftir and- anum og sér fyrir líkamlegri og kynferðis- legri orku. Hægt er að nota hann í barátt- unni við þunglyndi og þreytu. Fjólublár er hreinsandi litur. Hann hreinsar hugann en hægt er að tengja hann við sjálfselsku. Fjólublár getur minnk- að andleg og streitutengd vandamál. [ LITAMEÐFERÐ ] Ný húsgagnaverslun: Allt sem við- kemur stofum og borðstofum Húsganga Lindin er ný verslun sem hóf rekstur um síðustu mán- aðamót í Bæjarlind í Kópavogi. Reyndar er verslunin í formi sýn- ingarsalar því lager er enginn heldur eru vörur pantaðar jafnóð- um eftir þörfum. Markmið henn- ar er að bjóða upp á allt sem við- kemur stofum og borðstofum svo sem vönduð sófasett í miklu úr- vali og borðstofuhúsgögn úr gegnheilum tekkviði sem hægt er að velja með sex mismunandi áferðum. Að sögn eigandans, Magnúsar Árnasonar, er ætlunin að bæta við húsgögnum úr gegn- heilli eik og jafnvel fleiri viðar- tegundum. Hann segir álagningu á vöruna í hóf stillt. „Hér verður ekki um neina tilboðsleiki að ræða heldur lágt verð alla daga,“ heitir hann. Hvíldarstóll er meðal þess sem fæst í Húsgagna Lindinni. Vinsælar í sumarbirtunni Nú hækkar sól á lofti og sumarið bankar á dyrnar og er bjart nær allan daginn. Þó að sólargeislarnir séu kær- komnir fyrir víkingana í norðri getur of mikil birta farið í taugarnar á fólki og því velja sumir sér að myrkva herbergi sín alveg til þess að fá frið frá sólar- ljósinu og ná góðum nætursvefni. Í versluninni IKEA fást myrkrunar- gardínur í mörgum litum, hvítum, drapplituðum, dökkbláum og ljós- bláum, en þetta eru rúllugardínur. Að sögn starfsmanna IKEA selst mest af myrkrunargardínunum nú þegar sumarið er á leiðinni og byrjar fólk að hugsa um að skipta mjög snemma á vorin. Um leið og birtir til hrannast inn fyrirspurnir um gardínur og mikið er um það að fólk vilji skipta yfir í litríkari og munstraðri gardínur til að fá smá lit í lífið. IKEA er með mjög fjölbreytt úrval gard- ína þessa dagana og auk myrkrunar- gardína eru til ýmsar gerðir og stærðir af gluggatjöldum, svo sem venjulegar rúllugardínur og rimlagardínur úr við og áli sem vert er að kíkja á. [ MYRKUNARGARDÍNUR ] Hvaða litur hentar þér best? Stór og góður spegill á baðher- berginu getur oft skipt sköpum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.