Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 68

Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 68
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Píanóleikarinn Aladár Rácz flytur dansa eftir Bach, Mozart, Beet- hoven, Chopin, Liszt, Sveinbjörn Svein- björnsson, Stravinsky, Béla Bartók og Dave Brubeck á tónleikum í sal Borgar- holtsskóla á Húsavík.  20.00 Gítarleikarinn Andrés Þór og danski saxafónleikarann Thomas Madsen spila djass á Kaffi Nauthól. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Bubbi Morthens verður með stórtónleika á Sjallanum, Akureyri. Eftir miðnætti verður síðan djamm með Lovegúrú og The Funky Allstars.  23.00 Hljómsveitirnar Tonik, Canor og Funk Harmony Park spila á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Edith Piaf eftir Sigurð Páls- son á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Hamskiptin eftir Franz Kafka í uppsetningu Leikfélags Hafnar- fjarðar verða frumsýnd í nýjum húsa- kynnum Leikfélags Hafnarfjarðar á jarð- hæð gamla Lækjarskóla. Gengið er inn um aðalinngang að framanverðu.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 Sjónlist sýnir í Iðnó The Secret face, einleik eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur í flutningi Pálínu Jónsdóttur. 32 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR ■ KAMMERÓPERAHVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Föstudagur MAÍ Gestir: - Berit og B. Donald Ödegaard, yfirmenn Hjálpræðis-hersins í Noregi, Færeyjum og Íslandi. - Lúðrasveit frá Osló 3. flokki. - Gospel Factor frá Kaupmannahöfn. - Lúðrasveit frá Þórshöfn. Föstudag: ................. kl. 20.00 Opnunarsamkoma í Neskirkju. Laugardag: .............. kl. 12.00 Lúðrasveit í Ráðhúsinu og Kolaportinu, gospelsöngur í Kringlunni. kl. 13.30 Skrúðganga niður Laugarveg. kl. 17.00 Fjölskyldusamkoma í Fíladelfíu. kl. 21.00 Gospeltónleikar í Fíladelfíu. Gospel Factor og Gospelkór Reykjavíkur. Hvítasunnudag:....... kl. 11.00 Samkoma fyrir herfólk á Hernum. kl. 16.00 Tónlistarsamkoma í Neskirkju. kl. 20.00 Hátíðarsamkoma í Neskirkju. Aðgangur ókeypis. Fórn verður tekin. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Íslandi - www.herinn.is ÁRSÞING HJÁLPRÆÐISHERSINS í Reykjavík Hvítasunnuhelgina 2004 ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Villi trúbador spilar á Nelly’s.  23.00 Sannkölluð sumargleði verð- ur í Pakkhúsinu Selfossi þar sem hljóm- sveitin Stefnumót með André Bach- mann skemmtir og Árni Johnsen verð- ur með brekkusöngsstemningu.  23.00 Hljómsveitin Í Svörtum föt- um heldur uppi fjöri á Nasa.  Gunnar Tryggvason og Herdís Ár- mannsdóttir leika fyrir dansi í Vélsmiðj- unni á Akureyri.  Dj Stoner og Dj Vikingur á Glaumb- ar.  Dúettinn Handverk skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Sín leikur fyrir dansi á Kringlukránni.  Dj Kered frá Bandaríkjunum spilar rafræna danstónlist á Kapítal. Einnig mun Exos koma fram með 6 plötuspil- ara ásamt 12 öðrum plötusnúðum.  Johnny Dee í Leikhúskjallaranum.  Atli skemmtanalögga á Hressó.  Hljómsveitin Buff skemmtir á Gauknum.  Búðarbandið verður á Hressó.  Hermann Ingi Hermannsson spilar á Catalinu.  Hunang á Players í Kópavogi.  Matti á X-inu sér um tónlistina á 22 í kvöld. ■ ■ FUNDIR  08.30 Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heldur málþing um afstöðu ís- lenskra valdamanna til Evrópusamrunans í tilefni af útkomu bókarinnar „Iceland and European Integration: On the Edge”. Frummælendur verða Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, Baldur Þórhalls- son, Guðmundur Hálfdanarson og Gunnar Helgi Kristinsson.  19.30 Málþingið „Sögukennsla á villi- götum” verður haldið í sal Reykjavíkuraka- demíunnar á 4. hæð JL hússins, Hringbraut 121. Framsögumenn verða Anna Agnars- dóttir, deildarforseti heimspekideildar, Egg- ert Þór Aðalsteinsson, fráfarandi ritstjóri Stúdentablaðsins, Gunnar Karlsson prófess- or, Sigrún Sigurðardóttir, fræðimaður í Reykjavíkurakademíunni, og Páll Björnsson, fræðimaður í Reykjavíkurakademíunni og stundakennari við HÍ. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Leyfum okkur að vera svolítið brjálaðar Við leyfum okkur að vera svolítiðbrjálaðar,“ segir Marta Hrafns- dóttir altsöngkona. Hún hefur unnið náið með Janick Moisan, höfundi kammeróperunnar Hugstolinn, sem frumsýnd verður á nýja sviði Borg- arleikhússins í kvöld. Þær kynntust fyrir þremur árum í óperunni í Brussel, þar sem Mois- an var aðstoðarleikstjóri og Marta söng hlutverk nornarinnar í óper- unni Dido og Aeneas eftir Purcell. „Við höfðum báðar mjög svipað- ar hugmyndir um óperuna, og hvernig okkur langaði til að nota fleiri möguleika heldur en tíðkast í þessum klassíska óperuheimi.“ Fljótlega eftir það fór Moisan að vinna að kammeróperu fyrir altsöngvara, sellóleikara og píanó- leikara sem fjallar um goðsagna- lega ferð um draumheima norður- skautsins. „Við frumfluttum vísi að þessari hugmynd í Brussel fyrir tveimur árum, en það var ekkert í líkingu við það sem við erum með í höndun- um í dag.“ Auk Mörtu, sem syngur með sinni fögru altrödd, leikur Sigurður Halldórsson á selló og Daníel Þor- steinsson á píanó. Þeir taka einnig virkan þátt í sýningunni sem leikar- ar á sviðinu. Sigurður er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar. Sagan er byggð á þjóðsögum frá inúítum og sömum og fleiri þjóðum á norðurslóðum. „Þetta fjallar um draumkennda veru á norðurhjara veraldar sem hefur týnt fortíð sinni. Hrafninn, sem jafnframt er skapari norður- hvelsins, vekur þessa veru upp og eftir það heldur hún af stað í ferða- lag til að kalla fram minningar og uppgötva bæði fortíð sína og þau öfl og þá töfra sem hún sjálf bjó yfir.“ Tónlistin er sérstaklega valin fyrir þetta verkefni, en hún er eftir Tapio Tuomela frá Finnlandi, Kristi- an Blak frá Færeyjum og Íslending- ana Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs og Sigurð Halldórsson. „Allt er þetta samt hugverk hennar Janick í einu og öllu. Hún semur söguþráðinn og hefur kall- að til bæði tónlistarstjóra og tón- skáld, svo úr hefur orðið þessi goðsögulega ferð í norrænum tón- um.“ ■ Andrés á Nauthóli Við Thomas þekkjumst vel ogmér finnst voða gaman að fá hann í heimsókn til landsins,“ segir gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson, sem í kvöld ætlar að spila notalegan djass á Kaffi Nauthól í Nauthólsvíkinni ásamt félaga sínum, danska saxófónleik- aranum Thomas Madsen. „Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur hingað, en við lærð- um saman úti í Hollandi og spiluð- um þar mikið saman á klúbbum í Haag.“ Þeir ætla að spila þekkta djass- standarda í eigin útsetningum frá klukkan átta í kvöld og þangað til staðnum er lokað, sem verður um tíuleytið. „Svo gæti verið að við tækjum einhver lög eftir mig líka, en það fer alveg eftir stemningunni.“ Þetta verða einu tónleikar dúettsins á höfuðborgarsvæðinu, en um helgina ætla þeir að halda til Vestmannaeyja þar sem þeir spila bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld ásamt fleiri hljómsveit- um á heljarmikilli djasshátíð. Andrés Þór er nýkominn til Ís- lands eftir nám í djassgítarleik í Hollandi. Hann kom fram ásamt kvartett sínum á djassklúbbnum Múlanum fyrir fáeinum vikum. Þeir félagar eru staðráðnir í því að nota hvert tækifæri sem gefst til að spila saman í framtíð- inni, þótt ef til vill geti liðið mis- langur tími á milli tónleika. „Thomas kláraði ári á undan mér og er búsettur í Danmörku. En hann er að flytja til Hollands aftur og hugsanlega verð ég með annan fótinn í Hollandi líka, þannig að vonandi gefst okkur tækifæri til að spila saman sem oftast.“ ■ GÍTARLEIKARINN ANDRÉS ÞÓR Í kvöld spilar hann á Kaffi Nauthól ásamt danska saxófónleikaranum Thomas Madsen. Þessi mynd var tekin á Hótel Borg fyrir skömmu þegar Andrés Þór var þar á ferð ásamt kvartett sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GOÐSÖGULEG FERÐ UM DRAUMHEIMA NORÐURSINS Kammeróperan Hugstolinn verð- ur frumsýnd á nýja sviði Borgar- leikhússins kl. 20 í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.