Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 78
42 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR Blaðið inniheldur meðal annarsdagskrá yfir alla atburði sem eiga sér stað í Reykjavík allt frá opnun safna til tónleika og skemmtana,“ segir blaðamaðurinn Jón Trausti Sigurðarson um tímaitið Grapevine en fyrsta blað sumarsins kemur út í dag. Í þessu fyrsta blaði kennir ýmissa grasa. „Við fjöllum meðal annars um Klink og Bank, Jeff Koons og sýninguna hjá Ragnari Kjartanssyni í ASÍ safninu. Svo er Hallgrímur Helgason í forsíðu- viðtali þar sem hann viðrar skoð- anir sínar og er að sjálfsögðu fyndinn og skemmtilegur að venju,“segir Hilmar Steinn Grétarsson. Blaðið er með svipuðu sniði og í fyrrasumar þegar það var fyrst gefið út. „Það er sami kjarni blaða- manna og í fyrra en við settum upp nokkrar auglýsingar í vor til að athuga hvort einhverjir útlend- ingar myndu vilja skrifa í blaðið,“ segir Jón en allt efni blaðsins er að venju skrifað á ensku. „Um þrjátíu manns sóttu um og það sýnir hvað það er mikil þörf fyrir miðil þar sem útlendingar geta tjáð sig. Það eru nokkrir lausapennar hjá blaðinu en við fastréðum líka breska rithöfund- inn og blaðamanninn Robert Jackson. Hann býr hérna með ís- lenskri konu og hefur meðal annars unnið að því að skrifa barnabók með Bubba Morthens.“ Strákarnir segjast hafa lært mikið af reynslunni frá því í fyrra. „Nú erum við búnir að selja stærstan hluta auglýsinganna fyrir allt sumarið en í fyrra höfð- um við alltaf bara tvær vikur til að selja allar auglýsingar í blaðið sem var algjör geðveiki. Svo erum við líka komnir með svo gott dreifikerfi,“ segir Hilmar og Jón bætir við. „Já, blaðið fer út um alla landsbyggðina og svo teppaleggj- um við algjörlega miðbæinn.“ ■ Teppaleggja miðbæinn með Grapevine ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Amund Utne. Porto frá Portúgal. Baldur á Bessastaði. Lárétt: 1 járnbraut, 5 málmur, 6 skammstöfun, 7 hreyfing, 8 arinn, 9 fánýti, lo leit, 12 belta, 13 snák, 15 til, 16 gauf, 18 komist. Lóðrétt: 1 handbendi, 2 svardaga, 3 öfug röð, 4 starfsheiti, 6 sæti, 8 mar, 11 djöfla, 14 grip, 17 eignast. Lárétt:1lest,5eir,6sj,7ið,8stó, 9hjóm,10sá,12óla,13orm,15að, 16pauf,18náir. Lóðrétt:1leiksopp,2eið,3sr,4sjómað- ur,6stóla,8sjó,11ára,14mun,17fá. Lausn: 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 notaðir bílarIngvarHelgason Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is Komdu í heimsókn til okkar á Sævarhöfða 2 og gerðu góð bílakaup fyrir sumarið. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Opið virka daga kl. 9–18 og laugardaga kl. 13–17. HJÁ INGVARI HELGASYNI STÓRÚTSALA Á NOTUÐUM BÍLUM F í t o n / S Í A F I 0 0 9 6 1 3   GRAPEVINE-FÉLAGAR Þeir Jón Trausti Sigurðarson og Hilmar Steinn Grétarsson segja mikla þörf fyrir miðil handa útlendingum. Atli Már Hafsteinsson er einnaf níu ljósmyndurum frá sex löndum sem taka þátt í þriggja ára verkefni Nordic Photographic Center í Finnlandi. Snýst það um að taka myndir í sex borgum á norðurhveli jarðar. Um er að ræða borgirnar Oulu og Tornio í Finnlandi, Tromsö í Noregi, Haparanda í Svíþjóð, Syktyvkar og Múrmansk í Rúss- landi og loks Reykjavík, sem er síðasta borgin sem er mynduð. Þar eru ljósmyndararnir einmitt staddir um þessar mundir og fara þeir af landi brott eftir helgi. Að sögn Atla Más hefur það vantað að ljósmyndarar taki myndir af hefðbundnu lífi á norðurhveli jarðar en ekki bara af sérstökum þjóðfélagshópum eins og Sömum eða Inúítum. Markmið- ið með verkefninu var að fanga lífsstíl fólks sem býr í „venjuleg- um“ borgum, líkt og í Reykjavík og reyna á sama tíma að veita inn- sýn í hugarheim þess. Valdar voru borgir sem hingað til hafa ekki verið í alfaraleið ferðamanna en eru ekki síður mikilvægar en stórborgirnar líkt og Moskva eða Stokkhólmur. Er hópurinn til að mynda nýlega kominn frá Múrmansk, sem þau segja að hafi verið mögnuð upplif- un. Túlkuðu ljósmyndararnir síð- an þemað hver á sinn hátt. Atli Már, sem er 26 ára og starfar sem ljósmyndari í lausa- mennsku, segist hafa sótt um að fá að taka þátt í verkefninu. Í ljós kom að hann er eini Íslendingur- inn sem var valinn. „Þetta er búið að vera frábært og þetta er frábær hópur. Við pössum öll mjög vel saman,“ sagði Atli í spjalli við Fréttablaðið. „Ég er búinn að vera að labba um og banka upp á hjá fólki og taka myndir af því fyrir utan húsið hjá sér. Það er mjög misjafnt á milli landa hvernig fólk tekur slíka ósk. Ég hef reynt að taka mynd sem sýnir borgina sem fólkið býr í í réttu ljósi.“ Á næsta ári verður ljósmynda- sýning með verkum hópsins hald- in í Finnlandi. Árið eftir verður sýningin síðan haldin hér á landi og fáum við Íslendingar þá tæki- færi til að skyggnast betur inn í hugarheim nágrannaþjóða okkar. Ekki verður síður spennandi að sjá hvernig ljósmyndararnir frá þessum mismunandi löndum túlka viðfangsefni sitt og hvernig þau sjá hina venjulegu íbúa þessara landa. freyr@frettabladid.is LJÓSMYNDUN ATLI MÁR HAFSTEINSSON ■ er einn af níu ljósmyndurum sem hafa undanfarið ár flakkað um sex borgir á norðurhveli jarðar. TÍMARIT REYKJAVÍK GRAPEVINE ■ Skrifa um hvað er að gerast í borginni á ensku fyrir útlendinga. Bankar upp á og myndar fólk Til stendur að opna vínbúð áKirkjubæjarklaustri á næst- unni. Reksturinn hefur verið boð- inn út og verður gengið frá samn- ingum í næstu viku. Talið er víst að lögregluvarðstjórinn á staðn- um fái reksturinn í sína umsjón, en hann á fyrir bæði kaffi- og öldurhús í bænum. Með þessu má segja að komið sé á eina hendi framkvæmda- og vínveitinga- valdið í bænum og má ef til vill búast við því að löggæsla verði öllu skilvirkari þegar varðstjór- anum er fullkunnugt hverjir keyptu mest af guðaveigunum og eru líklegir til afreka undir áhrif- um þeirra. Vonandi fer ekkieins fyrir Ást- þóri Magnússyni og Snorra Ásmundssyni, það er að halda upp á sigur forsetakosn- inganna of snem- ma. Það var ein- ungis viku eftir að kalla þurfti til lögreglu að húsakynnum sem Snorri hefur aðgang að að hann kvaddi þetta kapphlaup. Málverj- ar hafa nefnilega í skoðunarkönn- un á Málefnin.com valið Ástþór sem sigursælasta frambjóðand- ann af þeim sem í boði eru. Þó var einnig hægt að velja um að skila auðu og sitja heima. Reyndar voru það ekki nema 112 manns sem kusu og þar af 44 sem vildu sjá Ástþór á Bessastöðum. 41 kaus Ólaf til áframhaldandi setu. ■ ■ FÓLK Í FRÉTTUM ATLI MÁR HAFSTEINSSON Atli segir að verkefnið hafi verið frábært og hann hafi kynnst mörgu skemmtilegu fólki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.