Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 12
12 3. september 2005 LAUGARDAGUR AFRÓ - AFRÓ - AFRÓ Hefurðu gaman af að dansa? Gerðu líkamsræktina að þinni bestu skemmtun Njóttu þess að hreyfa þig undir seyðandi trommuslætti Láttu reyndan afrókennara leiða þig á vit ævintýrisins sem felst í því að upplifa magnaðar hreyfingar afródansins – finndu gleðina, frelsið og orkuna sem leysist úr læðingi Án gríns. Afró er engu líkt. Afró er fyrir alla - líka þig! 8 vikna námskeið hefjast mánudaginn 5. september Innritun í síma 561 5100 Kennslustaðir: Baðhúsið í Reykjavík, Betrunarhúsið í Garðabæ og Sporthúsið í Kópavogi Nánari upplýsingar: www.isf.is Netfang: missgrendal@hotmail.com AFRÓSKÓLI Sigrúnar Grendal Kennararnir Sigrún og Cheick hafa stundað langt og strangt nám í afródönsum og trommuslætti í Gíneu, Vestur-Afríku. Þau hafa kennt afró um árabil og staðið fyrir ýmsum uppákomum bæði á Norðurlöndunum og í Afríku. MÓÐIR OG DÓTTIR Sheila Dixon heldur á átján mánaða gamalli dóttur sinni eftir að þær höfðu verið fluttar með þyrlu af flóða- svæðinu. Sheila grét og sagðist ekki vita hvert hún ætti að fara. HAMFARIR Alþjóða orkumálastofn- unin, IEA, lagði til í gær að aðild- arríkin settu tvær milljónir olíu- fata á dag úr neyðarbirgðum sín- um í umferð til að aðstoða stjórn- völd í Bandaríkjunum við að fást við afleiðingar hamfaranna sem fellibylurinn Katrín olli. Í yfirlýsingu sem franska ríkisstjórnin sendi frá sér segir að úr neyðarolíubirgðum Frakklands yrðu 92.000 föt á dag sett í umferð strax, sem framlag Frakka til víð- tækari áætlunar um að iðnríkin losuðu alls um 60 milljónir fata úr birgðageymslum sínum á næstu tveimur mánuðum. Fyrr um daginn hafði aðal- skrifstofa IEA, sem er til húsa í París, tilkynnt að samninga- viðræður stæðu yfir um að aðild- arríkin opnuðu fyrir varabirgðir sínar. Talsmenn stjórnvalda í Þýskalandi og Frakklandi höfðu áður greint frá því að Bandaríkja- stjórn hefði farið þess á leit að gengið yrði á alþjóðlegar vara- olíubirgðir til að koma til móts við skortinn sem kominn er upp vegna þeirrar röskunar á olíu- framleiðslunni sem fellibylurinn hefur valdið. Katrín stöðvaði um níutíu af hundraði allrar olíufram- leiðslu á Mexíkóflóasvæðinu, en að öllu jöfnu skilar hún um þrjátíu prósentum af allri olíuframleiðslu og um fjórðungi jarðgasfram- leiðslu Bandaríkjanna. Framleiðsluröskunin hefur valdið miklum verðhækkunum á eldsneyti síðustu daga, ekki síst í Evrópu. - aa Aldraður rokkari: Fats er fundinn HAMFARIR Ryþmablússöngvarinn Fats Domino er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin. Margir listamenn búa í New Orleans og þeirra á meðal er hinn 77 ára gamli Fats Domino, sem gerði garðinn frægan í árdaga rokksins. Eftir að óveðrið var um garð gengið lýsti umboðsmaður Dominos því yfir að hann hefði ekkert heyrt frá honum í nokkra daga. Í fyrrakvöld greindi Karen Domino White, dóttir kappans, frá því að hún hefði séð ljósmyndir af björgun föður síns og virtist ekkert ama að honum. „Okkur er mjög létt,“ sagði White í samtali við blaðamenn. HAMFARIR Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóð- bylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. „Við ættum ekki að gera ráð fyrir aðþessari hamfarir séu eitt- hvað léttvægari þó að Bandaríkin séu ríkasta og voldugasta land veraldar,“ sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, í sam- tali við ástralska ríkisútvarpið í gær. Ástralir hafa lofað mestum peningum af þeim þjóðum sem búa í austurvegi, hálfum millj- arði króna, en Japanar fylgja fast á eftir. Ríkisstjórn Singapúr hef- ur sent þrjár Chinook-þyrlur á vettvang. Fátækari þjóðir Asíu slá heldur ekki slöku við. Srí Lanka, sem varð illa úti í hamför- unum 26. desember, hefur boðið tvær milljónir króna og ríkis- stjórn Indónesíu, þar sem mann- fallið var mest í flóðbylgjunni, er að hugleiða hvernig hún geti komið best að gagni. Á meðal þeirra landa sem boðið hafa fram aðstoð eru Rúss- land, Kanada, Frakkland, Þýska- land, Venesúela, Bretland, Hol- land og Kína en einnig hefur Atlantshafsbandalagið sagst vera til þjónustu reiðubúið svo og Sameinuðu þjóðirnar. Meira að segja Kúbverjar segjast ætla að láta fé af hendi rakna. - shg BJARGARLAUS Melba Harris, 86 ára, lá bjargarlaus í vegkanti í tvo daga. Samstaðan er lítil: Gamla fólki› hjálparlaust HAMFARIR Fellibylurinn Katrín hitti sennilega þá verst sem veik- astir voru fyrir: sjúklinga, aldr- aða og fátæka. Raunir þessa fólks hafa verið ótrúlegar síðustu daga. Lloyd Simmons, 68 ára, er einn þeirra sem ekki hafa átt sjö dag- ana sæla. Hann þjáist af lungna- þembu og þarf því að draga önd- unarvél með sér hvert sem hann fer en rafmagnsleysið hefur vita- skuld valdið honum verulegum vandræðum. Hann stóð í marga klukkutíma í vegkanti og veifaði lögreglubílum en enginn stansaði. „Segið mér hvað ég á að gera og ég mun gera það. Ég sárbæni ykk- ur að segja mér hvar ég get feng- ið rafmagn fyrir öndunarvélina mína,“ sagði hann hásri röddu. Ekki var betur komið fyrir Melbu Harris, 86 ára. Hún hafði legið án matar og vatns í tvo daga í kantinum á hraðbraut. Enginn veitti henni minnstu eftirtekt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HAMFARIR Fjórum dögum eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir Louisiana barst nauðstöddum á hamfarasvæðunum loks aðstoð í gær, þegar þúsundir liðsmanna bandaríska þjóðvarðliðsins, hlaðn- ir vopnum, búnaði og vistum, komust þangað. Aðalverkefni her- mannanna var að koma á lögum og reglu, auk þess að aðstoða nauð- stadda. „Riddaraliðið er komið og það mun halda áfram að koma,“ hefur AP eftir einum hershöfðingjanum. Herbílalestin óð í gegnum aurugt flóðvatnið á götum New Orleans og kom að ráðstefnumið- stöðinni þar sem 15.000-20.000 borgarbúar höfðust við, einangr- aðir, matarlitlir og örvæntingar- fullir. Margir voru svo reiðir yfir ringulreiðinni og langri biðinni eftir aðstoð að andrúmsloftið var lævi blandið. Opnir pallar herflutningabíl- anna voru hlaðnir hjálpargögnum. Hermenn með alvæpni sátu aftan á pöllunum. Margir tugir hópflutningabíla fylgdu í kjölfar herbílalestarinnar og stefndu að Superdome-íþrótta- höllinni, en fyrir utan hana biðu þúsundir flóðflóttafólks sem af- bar ekki lengur fnykinn, hitann og skítinn inni í höllinni. Gríðarleg óánægja kraumaði meðal fólksins sem hafði orðið innlyksa þarna. Borgarstjóri New Orleans og aðrir héldu því fram að alríkisyfirvöld hefðu spillt fyrir björgunarstarfinu og valdið því þar með að fjöldi fólks á flótta undan hamförunum veslaðist upp á yfirgefnum götum, matar-, vatns- og lyfjalaust. Á fimmtudag lágu lík í skítnum kringum ráðstefnumiðstöðina og margir sem leitað höfðu skjóls þar kvörtuðu sáran yfir því að yfir- völd hefðu látið þá afskiptalausa. Eldar kviknuðu og slagsmál brut- ust út þegar fólk reyndi sitt ýtrasta til að komast um borð í rútur sem áttu að flytja það í aðra íþróttahöll í Houston í Texas. Skipulagið var þó ekki betra en svo að mörgum þeirra sem þó fengu far til Houston Astrodome- leikvangsins var vísað frá þar sem þá þegar hefðu of margir verið komnir þangað inn. „Fólkið í borginni er á ystu nöf,“ sagði borgarstjórinn Ray Nagin í yfirlýsingu sem send var út á CNN-sjónvarpsstöðinni. „Tíminn er runninn út. Lifum við aðra nótt af? Á hvern getum við treyst? Það veit Guð einn,“ sagði hann. audunn@frettabladid.is Bandaríkjamenn eiga vini víðar en marga grunar: Fátækari fljó›ir bjó›a fram a›sto› ELSKAÐU ÓVINI ÞÍNA Hugo Chavez, forseti Venesúela (til vinstri), hefur boðist til að senda Bandaríkjamönnum hjálparstarfs- menn. Ekki er langt síðan Chavez sakaði bandarísku stjórnina um að sitja um líf sitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Opnað fyrir alþjóðlegar neyðarbirgðir olíu: Tvær milljónir fata á dag á marka› OLÍUVERÐ AFTUR NIÐUR Olíumarkaðs- miðlarar í kauphöllinni í New York í gær. Verð lækkaði eftir að fréttist af viðbrögðum Alþjóða orkumálastofnunarinnar og stóru iðnríkjanna í Evrópu. Nau›stöddum berst loks hjálp „Riddarali›i› er komi›,“ sag›i hershöf›ingi í bandaríska fljó›var›li›inu sem kom loks me› mikinn búna› til New Orleans í gær til a› a›sto›a svanga strandaglópa og koma á lögum og reglu. NEYÐ Í NEW ORLEANS Slökkviliðsmaður veitir þriggja ára gömlum dreng fyrstu hjálp er unnið var að því að flytja burt allt fólkið sem leitað hafði skjóls í Louisiana Superdome-íþróttahöllinni í New Orleans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.