Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 35
5LAUGARDAGUR 3. september 2005
Meðal lita á nýja Renault Kangoo er
þessi sanseraði flöskugræni.
Nýr og þró-
aðri Renault
Kangoo
Kangoo kom fyrst á markað
fyrir átta árum og hefur ver-
ið í stöðugri þróun síðan.
Ný kynslóð af Renault Kan-
goo kemur á markað í október.
Kangoo hefur verið í þróun al-
veg síðan hann kom fyrst á
markað í október 1997 og er
nýjasti meðlimurinn ólíkur for-
feðrum sínum án þess að tapa
megineiginleikum bílsins.
Bílinn er hægt að fá með
tvenns konar bensínvélum, 75
hestafla 1,2 lítra 16V vél eða 95
hestafla 1,6 lítra V16 vél. Einnig
geta ökumenn valið um þrenns
konar dísilvélar.
Kangoo er rúmgóður, með
rennihurðum og hentar því
mjög vel fyrir fjölskyldur.
Hann hefur fengið fjórar
stjörnur í árekstrarprófinu
Euro NCAP.
Hægt er að fá Kangoo 2006 í
tíu litum og þar af eru þrír nýir
litir: flöskugrænn, sítrusgrænn
og ljósblár. Einnig er búið að
uppfæra mælaborðið en í nýja
bílnum er tölva sem sýnir
eyðslu bílsins og hita á bensíni
og vatni svo eitthvað sé nefnt.
Einn frægasti bíll allra tíma,
Volkswagen-bjallan Herbie,
bræðir hjörtu víða um heim.
Ein skærasta stjarna Disney-
kvikmyndaversins, Herbie, lét
nýverið sjá sig aftur á hvíta tjald-
inu eftir langt hlé, í myndinni
Herbie Fully Loaded. Herbie er
enginn venjuleg kvikmynda-
stjarna, enda er hann bíll, og eng-
inn venjulegur bíll. Hann er
Volkswagen-bjalla gædd þeim
eiginleikum að hafa sjálfstæðan
vilja og tilfinningar, og getur
meðal annars ekið sér sjálfur.
Upprunalega var Herbie skapað-
ur af Gordon Buford sem skrifaði
bók sem hét Bíll-Stelpa-Strákur,
og komst hún í hendurnar á Disn-
ey, sem ákvað að gera úr sögunni
bíómynd. Árið 1968 kom Herbie
fram fullskapaður á hvíta tjaldinu
í kvikmyndinni The Love Bug, en
alls urðu myndirnar sex þar til sú
nýjasta kom út, Herbie Fully Loa-
ded, og þá urðu þær sjö.
Upprunalegi Herbie-bíllinn
var af gerðinni Volkswagen-
bjalla árgerð 1963 týpa 117
lúxusútgáfa með blæju. Notast
var við marga bíla við gerð
myndanna, en í seinni myndun-
um voru nýrri gerðir notaðar og
látnar líkjast þeirri fyrstu. Her-
bie er perluhvítur að utan en
grár að innan. Ástæðan fyrir
gráa litnum var til að koma í veg
fyrir endurkast af ljósinu sem
fylgdi myndavélununum. Í
myndunum ók hann sér sjálfur
og þótti mörgum það tækniund-
ur, þó það þyki ekki tiltökumál í
dag sökum tölvutækninnar. Til
þess að láta þetta verða að veru-
leika sat bílstjórinn í aftursæt-
inu og notast var ýmiss konar
tengingar sem lágu undir fram-
sætið, auk þess sem komið var
fyrir auka setti af kúplingu,
bensíngjöf, bremsu og gírstöng.
Flestir bílanna í myndunum
notuðu Porsche-vélar en sumir
höfðu sérsmíðaðar vélar og í
seinni myndunum voru þeir oftast
með 1835cc Volkswagen-vél. Í
nýjustu myndinni fær Herbie á
sig talsvert nýtt útlit, þó það sé
enn klassíkt, þar sem honum er
breytt til að keppa í NASCAR-
kappakstrinum.
Eins og sönn kvikmynda-
stjarna á Herbie sér aðdáendum
um allan heim og aðdáendaklúbb-
ar hafa sprottið upp, en einn
þeirra er með vefsíðuna
www.lovebugfans.com þar sem
aðdáendur skiptast á spjalli, ná í
fróðleik og senda inn myndir af
þeirra eigin útgáfu af Herbie.
Bíllinn sem varð kvikmyndastjarna
Þúsundir eigenda Volkswagen-bjöllu mættust í Berlín í tilefni af frumsýningu myndarinnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Herbie hræðir stúlku á bílasýningu árið 1972. Herbie á rauða dreglinum við frumsýningu myndarinnar Herbie
Fully Loaded í Bandaríkjunum.