Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 32
Hægri réttur Er ekki löngu úrelt regla. Hún er alltaf við lýði og eins gott að vera dug- leg/ur að líta þér á hægri hönd og athuga hvort einhver sé að koma...[ ] Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Dregur úr bilunum á flestum svi›um Allir bílar geta bilað þrátt fyrir að þeir verði stöðugt öruggari og tæknilega fullkomnari. Bilanir í fjöðrunarkerfi eru al- gengastar en verulega dregur úr vélarbilunum eins og bilun- um á öðrum sviðum. Honda bilar sjaldnast en Hyundai hefur stystan viðgerðartíma og lægstan meðalkostnað á viðgerð samkvæmt könnun WhatCar?. Kannanir sýna að bílar verða sífellt öruggari, áreiðanlegri og tæknilega fullkomnari. Engu að síður geta þó allir bílar bilað. Breska bílablaðið WhatCar? birti nýlega áreiðanleikakönnun sína fyrir árið 2005. Samkvæmt niður- stöðum hennar er allt að áttfaldur munur á bilanatíðni milli fram- leiðenda. Könnunin tekur einnig til meðalkostnaðar á viðgerð og þess hvað hver viðgerð tekur að meðaltali langan tíma en þessi at- riði hafa sitt að segja því hár við- gerðarkostnaður eða langur við- gerðartími getur dregið talsvert úr ábatanum að því að eiga bíl með lága bilanatíðni. Að baki könnuninni eru viðgerðir á 31.000 bílum á árinu 2004 og 2005 og reyndust langflestar þeirra snúa að fjöðrunarkerfi eða búnaði því tengdu eða 46% allra viðgerða, sem er svipað hlutfall og í fyrri könnunum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að viðgerðum tengdum vélinni hefur fækkað verulega frá árinu 2003 eða úr tæplega fjórðungi viðgerða í 15%. Bremsur reyndust einnig áreiðanlegri nú og fækkaði við- gerðum þar úr 14% í 9% miðað við sama tímabil og bilanir tengd- ar kælikerfum sömuleiðis úr 18% í 15% tilvika. Það sama á við um gírkassa en þar fækkaði viðgerð- um úr 12% í 9%. Hlutur annarra bilana var óverulegur eða innan við 5%. Könnunin náði til samtals 30 framleiðenda og vekur athygli að það eru aðallega suður-kóresku bílaframleiðendurnir sem veita þeim japönsku samkeppni á topp 10 listanum, en framleiðendur frá þessum tveimur löndum raða sér í átta efstu sætin yfir lægstu bil- anatíðnina. Bilanatíðnin segir þó ekki alla söguna. Ef meðallengd viðgerðar- tímans er skoðuð ásamt meðal- kostnaði kemur önnur mynd í ljós. Þótt viðgerðarkostnaðurinn sé reiknaður miðað við Bretland þá má ætla að hann gefi vísbendingu um viðgerðarkostnað hér heima. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir að sá tími sem fari í hverja við- gerð að meðaltali sé ekki langt frá því sem gerist hér á landi, enda tengist tímalengdin óhjákvæmi- lega eðli algengustu bilana. Eins og sjá má er sætaskipanin mis- munandi eftir því hvort miðað er við bilanatíðni, meðallengd við- gerða eða meðalkostnað. ■ Stefnir í met í mótorhjólainn- flutningi og tökum mótor- hjólaprófa. Mótorhjól hafa líklega aldrei verið vinsælli en einmitt nú sam- kvæmt samantekt tímaritsins Bíl- ar og Sport. Um miðjan ágúst voru næstum 1.400 mótorhjól komin til landsins frá áramótum en fyrir í landinu voru rétt um 3.000 hjól um áramót. Njáll Gunnlaugsson, rit- stjóri tímaritsins Bílar og Sport, segir þennan innflutning skiptast nokkuð jafnt í torfæruskráð bif- hjól og mótorhjól með hvít númer. „Mikill áhugi er einnig á mótor- hjólaprófum. Frá áramótum hafa 547 manns tekið mótorhjólaprófið, en allt árið í fyrra tóku 438 manns prófið sem þá var líka met,“ segir Njáll. Skellinöðrur eru einnig vinsæl- ar þótt sala þeirra nái ekki sömu hæðum og árið 1974 sem var metár í skellinöðruinnflutningi en yfir níutíu stykki hafa verið flutt inn það sem af er árinu. Nánari úttekt er á þessum innflutningi í næsta tölublaði Bílar og Sport sem kemur út í næstu viku. ■ Sprenging í mótorhjólaáhuga Vinsældir mótorhjóla hafa aldrei verið meiri. LÆGSTA BILANATÍÐNIN Framleiðandi (sæti 2004) Fjöldi við- gerða á 100 1. Honda (3) 9,9 5 stjörnur 2. Mazda (1) 10,7 5 stjörnur 3. Toyota (2) 12,9 5 stjörnur 4. Nissan (8) 13,3 5 stjörnur 5. Lexus (-) * 15,1 5 stjörnur 6. Hyundai (6) 16,2 5 stjörnur 7. Mitsubishi (4) 17 5 stjörnur 8. Daewoo (10) 21,9 4 stjörnur 9. Skoda (-) * 25,2 3 stjörnur 10. Mercedes Benz (9) 25,6 3 stjörnur 0-19,9 = 5 stjörnur, 20-24,9 = 4 stjörnur, 25-34,9 = þrjár stjörnur, 35-39,9 = 2 stjörnur, 40+ = 1 stjarna * Voru ekki með í síðustu könnun STYSTI VIÐGERÐARTÍMINN AÐ MEÐALTALI (KLST.) 1. Hyundai 1,2 2. Mazda 1,7 3. Nissan 1,8 4. BMW 2,0 5. Daewoo/VW/Ford 2,1 LÆGSTI MEÐALKOSTNAÐUR VIÐ- GERÐA (ÍSLENSKAR KRÓNUR) 1. Hyundai 135 15500 2. Skoda 168 19500 3. Citroen 203 23500 4. Ford 223 25500 5. Peugeot 228 26000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.