Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 79
58 3. september 2005 LAUGARDAGUR Útvarpsmaðurinn og rithöfundur-inn Ævar Örn Jósepsson kemur með nýja bók í haust og ber hún heitið Blóðberg. Þeir sem hafa komist í hana segja bókina vera mikinn spennutrylli. Sögusviðið er Kárahnjúkar, þar sem dularfull dauðsföll hafa orðið. Landsvirkjun, Impregilo, umhverfisverndarsinnar og kínverskar valtarakonur eru meðal þess sem kemur við sögu. Ein aukapersóna á þó eftir að vekja hvað mesta athygli en það er sjálfur Landsvirkjunarforstjórinn Friðrik Sophusson, sem veitti höfundi leyfi til að nota nafn- ið sitt í þágu skáld- skaparins. Þá má einnig geta þess að bók Ævars, Svartir englar, kemur á næstunni út bæði í Þýska- landi og Hollandi. Sérstakt gestaspor verður af-hjúpað við Nýja bíó í Reykjanes- bæ í dag. Þar á að heiðra sjálfan Clint Eastwood en eins og Frétta- blaðið greindi frá fyrir skömmu er viðburðurinn hluti af menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt. Clint skrifaði sjálfur á minnismerkið og var víst hæstánægður með þennan heiður en hann er ekki vanur að gera þessa hluti. Eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem hann lætur til leiðast. Öllu verður tjaldað til þannig að stjarn- an sjái sér fært að mæta klukkan fimm á laugardag- inn og jafn- vel spurning hvort Clint verði fluttur á svæðið í þyrlu. Land- helgisgæsl- an mun víst hafa boðist til þess að sjá um flutn- inginn en eins og margir muna hljóp hún heldur betur á sig þegar mynd varðskipsstarfsmanns birtist á forsíðu Morgunblaðsins. Eitt er víst, að fjöldi fólk munleggja leið sína í bítlabæinn og eygja þess von að sjá sjálfan Clint. Þess má svo til gamans geta að myndin sem allt snýst um, Flags of Our Fathers, verður frumsýnd hér á landi um jólin 2006. LÁRÉTT 2 strit, 6 tveir eins, 8 stal, 9 kvenmannsnafn, 11 ung, 12 nálgun, 14 raup, 16 gat, 17 klóra, 18 drulla, 20 belti, 21 tryggur. LÓÐRÉTT 1 sjúga, 3 bardagi, 4 áttfætla, 5 móðuþykkni, 7 umtal, 10 þrá, 13 spjall- rás, 15 færa í tal, 16 margsinnis, 19 óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2baks,6oo,8tók,9gró, 11 ný,12aðsig,14 skrum,16op,17klá, 18 for, 20ól,21trúr. LÓÐRÉTT: 1soga,3at,4kónguló,5ský, 7orðspor, 10ósk,13irk,15mála,16oft, 19rú. Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa Það gengur á með úrhellis stjörnu- regni norðan heiða og austan þessa dagana því á ferðinni er Idol-gengi Stöðvar 2 með áheyrnarprufur og frítt föruneyti: dómnefndina Bubba Morthens, Siggu Beinteins, Pál Ósk- ar og Einar Bárðarson ásamt kynn- um þáttarins Simma og Jóa og þrjá- tíu manna liðsauka við gerð áheyrn- arprófshlutans. „Skráningar fyrir norðan eru 140. Ég vona að stærstur hluti þeirra skili sér en það eru alltaf ein- hver afföll,“ sagði Þór Freysson, framleiðandi Idol-stjörnuleitar, þegar hann gæddi sér á pylsu með kokkteilsósu og rauðkáli fyrir áheyrnarprufurnar á Akureyri í gær. „Skráningar eru mun fleiri en í fyrra, og sömuleiðis á Egilsstöðum þar sem þær eru um sjötíu. Ég er því mjög bjartsýnn enda höfum við fengið frábæra keppendur utan af landi í fyrri keppnunum. Tveir þeirra fóru á topp fjögur í fyrra, þau Lísa og Davíð Smári, og Anna Katrín frá Akureyri var í þriðja sæti fyrstu Idol-keppninnar,“ segir Þór, sem nú er í þriðja sinn þessara erinda í höfuðborg norðursins. „Á landsbyggðinni er minna um grínista og þessa lélegu sem taka einungis þátt að gamni sínu. Slíkt bara fylgir og er skemmtilegt með, en hér tekur fólk þátt af mun meiri alvöru og vill í einlægni láta reyna á það hvort það komist áfram. Ein- lægnin er vissulega líka til staðar í Reykjavík, en úti á landi er hópur- inn hlutfallslega stærri, enda blæbrigðamunur á landsbyggðar- fólki og Reykvíkingum.“ Eftir áheyrnarprófin á Akureyri í gær og Egilsstöðum á morgun hefur verið valinn yfir hundrað manna hópur sem keppir í svoköll- uðum niðurskurði sem skilur eftir þá 35 þátttakendur sem keppa munu til sigurs í Idolinu, með full- tingi stigagjafar þjóðarinnar. ■ Meiri einlægni í Idol-stjörnum landsbygg›ar [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Heimsókn til Mexíkó. 420 milljónir. Notts County. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helga- son situr ekki með tvær hendur tómar þessa dagana. Hann hefur verið að kanna grundvöll þess að kynna Cyklades-eyjarnar fyrir Ís- lendingum, en hann segir þær einn fallegasta stað í Evrópu. Þar eiga eyjarnar Naxos og Mykanos sérstakan stað í huga Egils. „Þar eru hvorki vatnsrennibrautagarð- ar né tívolí sem við Íslendingar erum svo ginnkeyptir fyrir. Þetta eru bara ljúfir og góðir staðir þar sem ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki selt sálu sína,“ segir hann. Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að Egill var staddur í vatnsrennibrautagarði á Krít með syni sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann tekur fram að þetta sé allt á könnunar- stigi enn sem komið er en segir þó að meiri líkur en minni séu á að eitthvað verði úr þessum ferða- mannadraumi. „Ég er auðvitað bara að finna réttlætingu á því að geta komið hingað sem oftast,“ segir hann og hlær. Egill er mikilll aðdáandi Grikk- lands og hefur komið þangað á hverju ári síðan 1997. „Ég er því farinn að þekkja land og þjóð nokkuð vel,“ segir hann. Hann vill þó ekki meina að hann sé arftaki Sigurður A. Magnússonar, góð- vinar síns og Grikklandsfarar- stjóra númer eitt. „Hann talar grísku reiprennandi en sá ferða- mannaiðnaður sem mig langar að vera með er ekki einhver rústa- æðibunugangur,“ segir hann í meira gríni en alvöru. Gestir Litla ljóta andarungans fengu margir hverjir að njóta þjónustu Egils í sumars. Ekki var hann að halda fyrirlestra um þjóð- málin heldur þeystist hann á milli borða í þjónshlutverki þegar mik- ið lá við. „Ég hef svo lengi verið hinum megin við borðið að það var hálfgerð uppljómun að vera þarna megin,“ segir Egill. „Svo finnst mér alltaf gaman að gefa fólki að borða,“ bætir hann við. Egill segir enn fremur að nokkuð mikið af Frökkum hafi komið og það hafi gefið honum kærkomið tækifæri til að beita loks fyrir sig frönskunni sem hann kann. „Það er gaman að gera eitthvað áþreif- anlegt. Allt þetta tal og blaður er svo huglægt. Þarna var ég að gefa fólki kaffi og taka við alvöru pen- ingum,“ segir Egill og augljóst er að þetta hefur átt vel við hann. Aðdáendur Silfurs Egils þurfa þó ekki að örvænta því hann mun birtast áhorfendum Stöðvar 2 í vetur. Áætlað er að fyrsti þáttur fari í loftið 25. september en þegar sól fer aftur að hækka á lofti vonast Egill til að geta sýnt Íslendingum eyjarnar fögru á Grikklandi. freyrgígja@frettabladid.is EGILL HELGASON: ER EKKI NÝR SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Vill sýna Íslendingum Cyklades-eyjarnar FRÉTTIR AF FÓLKI ... fær Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri fyrir að vera bjartsýnn og jákvæður þrátt fyrir hræðilegt slys. HRÓSIÐ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÞÓR FREYSSON FRAMLEIÐANDI IDOL-STJÖRNULEITAR Landsbyggðarfólk tekur vel á móti stjörnufansi Idolsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R EGILL HELGASON Vill að samlandar sínir geti notið með honum kyrrðarinnar og góðs mataræðis á eyjunum Cyklades. Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndin er samsett. Blöðrupils eru sjóðandi og bullandi heit þessa dagana.Þau flokkast í hóp með öðrum „of stórum“ og víðum fötum sem eru einnig afar heit. Mjög flott er að vera til dæmis í þröngum jakka að ofan, blöðrupilsi og svörtum sokkabuxum. Tískulínur margra hönnuða hafa innihaldið bæði pils og kjóla með þessu sniði og ættu allar tísku- þenkjandi konur að reyna að finna sér eitt stykki sem fyrst, á meðan það er sjóðandi heitt. Þykk haustkápa. Veður fer kólnandi og nú er tíminn til þessað grafa upp haustkápuna, eða að fjárfesta í einni slíkri. Það verða allir að eiga þykka og smekklega haustkápu sem getur gengið í vinnuna, skólann og jafnvel á djammið þar sem fólk húkir í röðum fyrir utan staðina. Vanda skal valið því kápan þarf helst að passa við flest fötin í fataskápnum. Fá sér heitt kakó. Hvað er betra á köldum dögum en að hita sérkakó í öbbanum eða á eldavélinni? Setjast svo inn í stofu með bollann og tylla tánum á heitan ofninn. Ahhh....þetta er það sem gerir köldu dagana mun bærilegri og jafnvel bara ansi kósí. Kveik- ið svo á kertum og hlustið á notalega tónlist. Sígaunapils. Greyin þið sem keyptuð ykkursígaunapils. Nú getið þið ekki notað þau lengur því þau eru orðin að enn einn blöðrunni sem nú hefur sprungið. Þetta er þó þannig flík að eflaust kemur hún aftur inn í tískuna eftir nokkur ár og því er málið að henda þessu inn í geymslu og geyma í nokkur ár. Þunnir jakkar. Sem betur fer er mjög móðins að vera í kápuá veturna og því getur fólk lagt þunnu jökkunum í vetur. Margir gera þau mistök að kaupa sér einhvern svakalega smart jakka sem er svo ekkert fóðraður og einfaldlega gengur ekki á veturna á Íslandi. Það er aldrei töff að vera kalt og því eru þunnir jakkar ekki málið. Komið þeim líka fyrir inni í geymslu og grafið þá upp aftur í vor. Að fá sér ís. Þetta tímabil er búið og margir mánuðirþangað til við upplifum þá þörf að vera svo heitt að við neyðumst til þess að þjóta út í ísbúð til þess að kæla kroppinn. Hvern langar í ís þegar hann kemur rennblautur inn úr haustrigningunni og rokinu? INNI ÚTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.