Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 63
42 3. september 2005 LAUGARDAGUR Ásteingráu gólfi Kjarvals-staða stendur glæsileg Par-ísardama og dáist að fögrum skúlptúrum. Hún er fínleg, grönn og stelpuleg; íklædd hvítum, svört- um og appelsínurauðum klæðum og frá henni leggur angan af dýru frönsku ilmvatni. Samt svo alís- lensk að sjá, enda Íslendingur fyrst og fremst. „Þegar ég sé landið birtast úr háloftunum finn ég væntumþykj- una streyma um hjarta mitt því Ís- land er fjölskyldan mín,“ segir Helga, sem á hér ættingja og margar góðar vinkonur síðan úr barnæsku. „Ég var fjórtán ára þegar pabbi tók við embætti í Lundúnum og fimm árum síðar var hann sendur til Parísar, þar sem ég hef búið all- ar götur síðan,“ segir Helga en faðir hennar Henrik Björnsson starfaði sem sendiherra í Englandi og Frakklandi og Belgíu síðar. „Fyrstu fimm árin bjó ég í Nor- egi og París, en ólst svo upp hér heima á mótandi þroskaárum, sem gerði mig að Íslendingi. Það skipti máli að í útlöndum bjó ég alltaf á íslenskum heimilum þar sem töluð var íslenska, og varð því hvorki Englendingur né Frakki,“ segir Helga, sem á sínar fyrstu minning- ar tengdar bernskuárunum í Frakklandi. „Þegar ég kom aftur þekkti ég strax lyktina og andrúmsloftið. Öfugt við Lundúnir varð ég strax ástfangin af París. Því má segja að pabbi og mamma hafi farið frá mér en ég ekki frá þeim þegar barnsskónum sleit, því ég vildi njóta þess að standa á eigin fótum í heimsborginni þegar þau héldu til Íslands á ný.“ „It-girls“ Lundúna Á Englandi eyddi Helga unglings- árunum, á þeim mikla gróskutíma sem Bítla- og blómatímabilið var. Þar vöktu athygli innfæddra glæsilegar íslenskar sendiherra- dætur fyrir fallegan klæðaburð og framkomu, en Helga og Níní syst- ir hennar voru það sem kalla má „it-girls“ Lundúna á sjöunda ára- tugnum. „Ætli við höfum ekki vakið mesta athygli fyrir að vera ís- lenskar en Ísland var sjaldan nefnt á þessum árum. Við vorum vissulega uppteknar af nýjustu tísku og gengumst svolítið upp í því að vera áberandi,“ segir Helga og skellir upp úr en myndir af þeim systrum birtust oftar en ekki á síðum Lundúnablaðanna. „Þetta var dásamlegur tími og mikil eftirsjá að fara frá London til Parísar þegar allt var að gerast; Bítlarnir að slá í gegn, Carnaby Street orðið mekka tískunnar og andrúmsloftið hlaðið spennu og fjöri. Bítlarnir bjuggu skammt frá íslenska sendiráðinu og fyrir utan ríkti látlaust brjálæði; æpandi stúlkur og ágengir aðdáendur. Ég fór á tónleika með Bítlunum þegar þeir stóðu á þröskuldi frægðarinn- ar, en sá þeim annars ekki bregða fyrir í götunni,“ segir Helga, sem varð æ uppteknari af tískunni þegar á leið. „Við systurnar vorum duglegar í búðunum, en vorum líka klæddar upp í nýjustu tísku fyrir tímaritin Harpers & Queen þar sem hinn frægi ljósmyndari Norman Park- inson tók af okkur myndir í tísku- þátt. Það var eftirminnilegt, en ég átti mér alls enga fyrirsætu- drauma,“ segir Helga. Örlögin ætluðu henni engu síður að setja mark sitt á hátískuna þegar fram liðu stundir. Bara með allt öðrum hætti. Í sloti Einars Jónssonar Helga var nítján ára þegar hún hóf nám í innanhússarktektúr og teikningu í París. Fyrir hönd ís- lenska ríkisins hafði Henrik faðir hennar keypt glæsihöll á Avenue Foch þar sem fjölskyldan undi við líf og störf. Listagenin eru Helgu meðfædd en ömmubróðir hennar var meistari Einar Jónsson, mest- ur íslenskra myndhöggvara. „Ég man vel eftir Einari og Önnu mágkonu, eins og amma kallaði hana, en þau heimsóttum við oft í listasafnið og sumarhús þeirra á Galtafelli í Árnessýslu, þar sem þau amma voru fædd og uppalin. Húsin voru tvö, kölluð Slotið og Kotið, en annað var svefnhús og hitt eldhús og stofa. Einar teiknaði þau sjálfur og í Kot- inu var lokrekkja sem mig dreym- ir enn um að sofa í, luktum tjöld- um,“ segir Helga, sem í tvö sumur var send í sveit austur í Hreppa, ásamt systur sinni Níní. „Við vorum voðalega litlar sveitastelpur í okkur og vorum mest í því að læra nöfn blómanna með ömmu, en hefði þótt meira gaman ef við hefðum fengið að mjólka kýrnar og raka túnin. Okkur þótti spenvolg mjólkin vond og vistin ekki skemmtileg. Höfum líklega verið of mikil borg- arbörn í okkur, þótt ég unni nátt- úrunni heitt og finnist yndislegt að njóta hennar á minn hátt,“ segir Helga, sem kann best við sig í kjörnum stórborga, enda uppalin við heimsmenningu í túnfætinum heima. „Auðvitað voru árin í sendi- ráðunum hálfgert hefðarlíf og mikill lúxus þegar maður lítur til baka. Maður hafði það gott og oft mjög gaman í boðunum sem við systkinin vorum látin sitja, en aðallega leið manni svo vel með pabba og mömmu,“ segir Helga og brosir blítt. Andagift Louis Féraud Í arkitektúrnáminu leiddist Helgu fljótt að teikna beinar línur og sitja við útreikninga. Í módelteiknun undi hún sér best og fór að dunda við að klæða nakin módelin í hvers kyns fatnað á pappírnum. „Upp frá því valdi ég fatahönn- un sem sérgrein, en þar sem mér hefur aldrei þótt gaman að sauma sleppti ég námi í saumi og sniðum. Meðan ég var í námi var mér fyrir tilviljun komið í samband við Louis Feraud. Ég þekkti þá aðeins stóru nöfnin: Dior og Chanel, en hafði ekki hugmynd um þennan mikla tískukóng Frakka. Bíðandi eftir atvinnuviðtali sat ég og vænti þess að vera boðið inn í konungleg salarkynni þar sem tískukóngur- inn sæti, en á meðan sveimaði ein- hver karl í kringum mig og vildi ólmur að ég sýndi honum möppuna mína. „Ég er að bíða eftir Louis Feraud,“ sagði ég og greip enn fastar um möppuna mína. Þá fór hann að hlæja og ég skildi að karl- inn væri Feraud sjálfur,“ segir Helga og hlær að minningunni. Louis Feraud réði Helgu á staðnum, fyrst til reynslu en þegar yfir lauk hafði Helga starfað í tvo áratugi fyrir þennan meistara há- tískunnar, lengst af sem hans aðal- hönnuður og andagift. „Ég hannaði fatnað, skartgripi og fleira undir merki Louis Feraud og hafði afar frjálsar hendur. Fer- aud var ekki hönnuður sjálfur en með fagurt auga fyrir listum og tísku. Því skapaði hann ekkert sjálfur en dró að sér fólk sem honum líkaði við til að skapa tísk- una. Þannig hafði hann auga með hlutunum án þess að skipta sér mikið af,“ segir Helga, sem varð vel til vina við tískukónginn. „Mér þótti afar vænt um hann og við vorum mjög góðir vinir; alltaf betri og betri með árunum. Hann skildi mig vel og ég skildi hann stundum. Hann var sérstakur og einn af þeim afar fáu í þessum bransa sem ekki eru fyrir karl- menn. Feraud var mjög mikil manneskja og þægilegur yfirmað- ur sem leyfði fólki að njóta sín. Það var því ekki að ástæðulausu sem ég ílengdist hjá honum, en eftir að hann lést 1999 hætti ég í kjölfarið,“ segir Helga alvarleg í bragði. Kjólar á arabískar prinsessur Síðan Louis Feraud lést hefur tískuveldi hans hnignað hratt en fjölskyldan seldi merkið aðilum sem kunnu lítt til verka í fræðum hátískunnar. Sjálf hefur Helga fengist við margvíslega hönnun á eigin forsendum og er með margt í deiglunni. „Núna er ég að vinna að tísku- línu fyrir New York ásamt ind- verskri konu sem ég starfaði með í Indlandi fyrir Feraud. Þar bland- ast saman íslensk, frönsk og arab- ísk áhrif. Þá er ég að hanna borð- búnað og hef mikinn áhuga á slíkri hönnun, en hjá Feraud fékkst ég einnig við slíkt. Ég hef alltaf hann- að mikið af skartgripum og undan- farið unnið skartgripi og boli fyrir Gerðarsafn í Kópavogi,“ segir Helga, sem einnig sér um fata- skápa kvenfólks í sádi-arabísku konungsfjölskyldunni. „Ég hanna kjóla fyrir arabískar prinsessur, sem er framhald af há- tískunni. Þá gerum við nákvæm- lega eins, notum sama fólkið til að sauma og hanna skartgripi og fylgihluti, eins og fyrir tískusýn- ingar. Prinsessurnar hafa efni á að kaupa sér fokdýra hátískuvöru, en vilja ekki alltaf versla við dýru tískuhúsin. Þetta hefur verið ögrandi og skemmtilegt verkefni; þær eru ekki allar í vextinum eins og ofurfyrirsætur, sumar breiðar og feitlagnar, en þeim mun meiri verðlaun að sjá þær alklæddar fallegri hönnun og líta glæsilega út,“ segir Helga, sem hannar brúð- arkjóla í eigin nafni. Ástin og lífið Helga býr í 8. hverfi Parísar, sem er rétt hjá Elysee-forsetahöllinni. Hún er í eðli sínu bóhem, eilítið uppreisnargjörn og hefur alltaf farið eigin leiðir. Dótturina Gígju eignaðist hún í sambandi sem ekki var dæmt til að endast, en hún hefur aldrei giftst. „Ástina finnur maður ekki í tískubransanum því þar eru flestir karlmenn hýrir og veruleikinn oft yfirborðslegur, en ég held að það sé erfitt að finna ástina yfirleitt. Kannski hef ég ekki leitað nóg, eða leitað að einhverju sem ekki er til. Ég er þakklát að hafa orðið barns auðið því það er öllum mikilvægt að eignast sína eigin fjölskyldu, auk þess sem maður fær nóg af því að hugsa alltaf og eingöngu um sjálfan sig,“ segir Helga brosmild, en Gígja dóttir hennar er mikill Ís- lendingur þótt hún hafi aldrei búið hér heima. „Okkur langar báðar að vera hér á Íslandi og ég hef mikinn áhuga á að vinna meira hér heima. Uppáhaldið mitt er búningahönn- un, en síðast vann ég að slíku fyrir Þjóðleikhúsið. Mér fannst það æðislegt því stemningin minnir á tískusýningarnar í París þar sem ríkir spenningur og tímapressa, en ég er dæmigerður Íslendingur að því leyti að þrífast best þegar ég þarf að keppa við klukkuna og vinna dag og nótt. Í leikhúsi, líkt og á tískusýningum, þarf að huga að hári, förðun, skarti, sviði og leik- tjöldum, en einnig sögu, persónum og leikurum,“ segir Helga og ber Íslendingum vel söguna. „Áður fyrr var kapp í Frökkum og rólegri taktur í Íslendingum, en þetta hefur alveg snúist við. Nú eru Frakkar orðnir aðeins of róleg- ir í tíðinni, en Íslendingar uppfull- ir af sköpunarkrafti. Því langar mig æ meira í góða andann hér og hreina orkuna,“ segir Helga glað- beitt en með söknuði áður en hún heldur heim til Parísar á ný. Hátíska, lúxus & arabískar prinsessur Sautján daga gamalli var Helgu Björnsson gefi› nafn um bor› í skipi á lei› til Noregs, flar sem fa›ir hennar vann vi› íslenska sendirá›i›. Á sama tíma sat afi hennar Sveinn Björnsson á Bessastö›um sem fyrsti forseti l‡›veldis- ins. Utan átta ára vi›komu á Íslandi bjó Helga til fullor›insaldurs í íslensk- um sendirá›um, en seinna var› hún a›alhönnu›ur tískukóngsins Louis Féraud. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti Helgu í árvissri sumarheimsókn hennar til fö›urlandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.