Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 38
Vegakort Eru ómissandi í hverja ferð. Þótt þú sért viss um að þú ratir er alltaf best og öruggast að vera með vaðið fyrir neðan sig og taka kortið með.[ ] Stemning á vellinum. Áfram mínir menn FLJÚGÐU Á VÖLLINN. Það er ekki heiglum hent að hafa hemil á fótboltaáhugamönnum sem nú leggja land undir fót og fá útrás fyrir aðdáun sína á íþróttinni með ilminn af vallargrasinu í nef- inu. Markmenn ehf. í samstarfi við Icelandic Express og Úrval Útsýn bjóða upp á skipulagðar hópferðir á leiki í ensku knattspyrnunni. Verð á slíkum ferðum með flugi, hóteli og miða á leik eru frá 40 til 70 þús- und en einnig taka báðar skrifstof- urnar að sér að skipuleggja pakka- ferðir fyrir smærri hópa og hjálpa til við að útvega miða á flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni. Margar af þessum ferðum eru skipulagðar í samvinnu við íslenska stuðnings- mannaklúbba ensku deildarinnar. Í lok september og byrjun nóvem- ber er Úrval Útsýn með beint leiguflug til Manchester og Liver- pool í samstarfi við eldheita stuðn- ingsmannaklúbba þar sem horft verður á heimaliðin leika á móti Chelsea. Í þær ferðir geta Chelsea- menn að sjálfsögðu skellt sér en kannski borgar sig fyrir þá að fara huldu höfði. Einnig bjóða Mark- menn ehf. upp á mikið úrval af ferðum sem hefjast í byrjun sept- ember. Þá er það eitt eftir að æfa baráttusöngvana og klappsamhæf- inguna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Skammt frá stærstu verslun- argötu Lundúna er að finna skemmtilega hljóðfæraversl- un. Rétt aftan við Oxford Street í London er að finna skemmtilega litla hljóðfæraverslun sem heitir Hobgoblin með miklu og góðu úr- vali af hljóðfærum sérstaklega ætl- uðum þjóðlagatónlist. En þó að verslunin sé lítil er þar að finna ótrúlegustu hluti og til viðbótar þeim hljóðfærum sem eru þar til sölu má finna þar lítið safn með gömlum hljóðfærum. Mikið magn er þar af hljóðfærum og eru gítarar, harmonikkur og trommur upp með öllum veggjum og jafnvel í loftinu. Skemmtilegar litlar og litríkar harmonikkur prýða hillurnar næst afgreiðsluborðinu sem varla sést í fyrir alls konar smáhlutum, gítar- strengjum, bókum og hverju því sem tengist þjóðlagatónlist á einn eða annan máta. Verslunin í London er ein af átta Hobgoblin-verslunum í Englandi, auk þess sem eina er að finna í Bandaríkjunum. Hobgoblin er fjöl- skyldurekið fyrirtæki og rekið af mikilli ástríðu, enda allir sem starfa við verslunina sérfræðingar í þjóð- lagatónlist. Skemmtileg verslun sem gaman er að heimsækja, hvort sem maður hyggur á hljóðfæra- kaup eður ei. ■ Hljó›færi upp me› öllum veggjum Harmonikkur af öllum stærðum og gerðum fást í Hobgoblin, auk þess sem gamlar harm- onikkur eru þar til sýnis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13 Nálægt engu en samt öllu Iceland express býður við- skiptavinum upp á sex nýja áfangastaði. Næsta sumar gefst Íslendingum kost á að fljúga beint til Gauta- borgar, Stokkhólms, Bergen, Hamborgar, Berlín og borgarinn- ar Friedrichshafen í Þýskalandi. Það er Iceland Express sem er að fjölga áfangastöðum og verður flogið nokkrum sinnum í viku til borganna. Ekki allir nýju áfanga- staðanna geta talist til evr- ópskra heims- borga og ein- hverjir þeirra koma kannski á óvart. „ L á g g j a l d a - módelin ganga út á það að fara á flugvelli sem eru nálægt engu en samt öllu,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Ex- press, og nefnir Friedrichshafen sem dæmi um þetta. Borgin er vel staðsett við landamæri Sviss og Austurríkis og til dæmis ekki nema tæpan klukkutíma frá Zürich. „Þótt völlurinn einn og sér sé ekki þekktur er nágrenni hans mjög áhugavert.“ Ekki verður flogið einu sinni á dag til nýju áfangastaðanna held- ur verða ferðir þangað tvisvar til fjórum sinnum í viku. Búist er við að flugið hefjist í maí en fólki stendur til boða að festa kaup á miðunum frá og með október og má ætla að fyrstu miðarnir verði á mjög góðu verði. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.