Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 30
ABigger Bang er fyrsta hljóð-versplata The Rolling Stoneí átta ár, eða síðan Bridges
to Babylon kom út 1997. Heiti plöt-
unnar er rakið til áhuga sveitarinn-
ar á vísindakenningunni um að
heimurinn hefði orðið til í stórri
sprengingu. Alls eru sextán lög á
plötunni þar sem rokklög með
blúsáhrifum eru sem fyrr í for-
grunni. Þetta er jafnframt lengsta
plata Stones síðan Exile on Main
Street kom út árið 1972 við miklar
vinsældir.
Fyrsta smáskífulag plötunnar
er ballaðan Streets of Love. Á
meðal fleiri laga eru Rough Just-
ice, Laugh, I Nearly Died og Rain
Fall Down. Einnig verða á plöt-
unni lögin This Place in Empty og
Infamy sem eru bæði sungin af
gítarleikaranum Keith Richards.
Tónleikaferð The Rollings
Stones um heiminn til að fylgja
plötunni eftir hófst í Boston 21.
ágúst og stendur yfir fram á
næsta haust. Fyrst um sinn ferð-
ast sveitin um Norður-Ameríku.
Síðan liggur leiðin til Suður-Am-
eríku, Mið-Austurlanda, Nýja-Sjá-
lands, Ástralíu og loks til Evrópu.
Töluverðar mannabreytingar
Mannabreytingar á The Rolling
Stones hafa verið nokkrar, sem er
kannski ekki skrítið þar sem
sveitin hefur starfað í yfir fjöru-
tíu ár. Stones kom fyrst fram op-
inberlega í Marquee-klúbbnum í
London árið 1962. Á þeim tíma
samanstóð sveitin af Mick Jagger,
Keith Richards, Brian Jones, Ian
Stewart, Mick Avory og Dick
Taylor. Nokkrum vikum eftir tón-
leikana hætti Taylor og bassaleik-
arinn Bill Wyman kom í hans stað.
Ekki leið heldur á löngu þar til
Avory hætti í sveitinni og eftir
stutt stopp Tony Chapman við
trommusettið gekk Charlie Watts
til liðs við Stones.
Ári síðar gerðist Andrew Looq
Oldham umboðsmaður Stones og
lagði hann mikla áherslu á að
hljómsveitin liti út eins og hinn illi
tvíburi Bítlanna. Sveitin gekk um
í leðurjökkum, talaði hispurslaust
í fjölmiðlum og spilaði ágengara
rokk en Bítlarnir voru þekktir
fyrir. Í framhaldinu var krafta Ian
Stewart ekki lengur óskað í sveit-
inni þar sem hann þótti ekki henta
nýrri ímynd sveitarinnar.
Þar með var komin hin rétta
uppstilling Stones sem átti eftir
að endast til ársins 1969 þegar
Brian Jones ákvað að hætta. Mán-
uði síðar fannst hann látinn í
sundlaug sinni. Mick Taylor hljóp
í skarðið fyrir gítarleikarann
Jones og var meðlimur Stones til
ársins 1974. Þá var komið að Ron
Wood, sem hafði áður spilað með
Jeff Beck og Rod Stewart, að taka
gítarinn í hönd og hefur hann gert
það allar götur síðan.
Bill Wyman sagði skilið við
Stones árið 1991 eftir útgáfu tón-
leikaplötunnar Flashpoint. Vegna
sólóverkefna annarra liðsmanna
var ekki ráðinn nýr maður í hans
stað fyrr en 1994 þegar Darryl
Jones, sem hafði áður spilað með
Miles Davis og Sting, gekk til liðs
við Stones.
Aðeins Mick Jagger og Keith
Richards hafa verið í The Rolling
Stones frá stofnun sveitarinnar.
Þeir hafa límt hana saman með
öflugri sviðsframkomu og fjöl-
mörgum slögurum sem munu lifa
um ókomin ár.
Umfangsmiklar tónleikaferðir
The Rolling Stones hefur alltaf
lagt mikinn metnað í tónleikaferð-
ir sínar. Fyrsta tónleikaferð
Stones sem setti aðsóknarmet í
Bandaríkjunum var World’s
Greatest Rock & Roll Band árið
1969. Á meðal fleiri stórra ferða
sem sveitin hefur farið í eru Steel
Wheels-tónleikaferðin sem sló
fjölmörg aðsóknarmet og Voodoo
Lounge sem gekk enn þá betur.
Tónleikaferðin vegna útgáfu plöt-
unnar Bridges to Babylon var
einnig gríðarstór, auk þess sem
sveitin fór í umfangsmikla ferð
árið 2002 til þess að fylgja eftir
safnplötu sinni.
Nýjasta tónleikaferð The Roll-
ing Stones verður frábrugðin hin-
um á þann hátt að áheyrendum
gefst nú kostur á að vera uppi á
sviði með sveitinni. Nokkur hund-
ruð sæti hafa verið smíðuð inn í
sviðsmyndina til þess að aðdáend-
ur Stones geti fengið forsmekkinn
af því hvernig tilfinning það er að
spila fyrir framan að minnsta kosti
50 þúsund manns. Stones spilar
reyndar ekki eingöngu á stórum
leikvöngum heldur einnig í smærri
tónleikahöllum og í klúbbum.
Það verða engir aukvisar sem
hita upp fyrir Stones. Nöfn á borð
við Metallica, Pearl Jam, Beck,
Black Eyed Peas, Alanis Moris-
sette, Mötley Crüe, Maroon 5,
Joss Stone og Wilco sjá um að hita
lýðinn upp. Allir virðast vera til-
búnir til þess að stíga á svið á und-
an Stones enda um að ræða eina
frægustu og áhrifamestu rokk-
sveit allra tíma.
freyr@frettabladid.is
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Ólafur Helgi er
gríðarlegur Rolling Stones-aðdáandi. Hann er mjög
hrifinn af nýjustu plötu sveitarinnar, A Bigger Bang.
30 3. september 2005 LAUGARDAGUR
Ó
lafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi, er vafalítið Stones-aðdáandi
númer eitt á Íslandi. Hann sá bæði
fyrstu og aðra tónleika Stones í nýju tón-
leikaferðinni sem voru haldnir á Fenway
Park í Boston dagana 21. og 23. ágúst fyrir
framan 35 þúsund manns.
„Þetta var ótrúleg upplifun,“ seg-
ir Ólafur. „Það kemur mér reynd-
ar alltaf jafnmikið á óvart hvað
þeir eru góðir. Þeir eru eiginlega
betri en nokkru sinni fyrr og nýja
platan þeirra, sem ég hef orðið
svo heppinn að fá að heyra, er al-
veg afburða góð. Þar er horfið
aftur til einfaldleikans og ég
flokka hana með því besta frá
þeim síðan þeir gáfu út Tattoo
You árið 1981,“ segir hann.
„Þeir tóku fjögur lög af
nýju plötunni og í laginu
Back of My Hand sat
Ronnie Wood fyrir framan trommusettið hjá
Charlie Watts og rétti upp hendurnar á meðan
Jagger spilaði fyrri partinn á gítarinn. Þeir taka
vanalega eitt tökulag og þarna tóku þeir lagið The
Night Time is the Right Time eftir Ray Charles.
Það var heljarinnar stuð. Annars var það athyglis-
vert að það voru ekki nema fimm lög frá tíma-
bilinu áður en þeir stofnuðu Rolling Sto-
nes Records árið 1971,“ bætir hann við.
Ólafur hefur nú farið á 24 tónleika
með Stones og voru þeir fyrstu 21.
ágúst árið 1989. Hann stefnir á að
halda uppteknum hætti og sjá þá bæði
vestanhafs og austan í þessari tón-
leikaferð. Líklega sér hann þá í
Kaupmannahöfn og síðan koma
borgirnar Glasgow og Newcastle
einnig til greina.
JAGGER OG WOOD
Hljómsveitin The Roll-
ing Stones var stofnuð í
byrjun sjöunda áratug-
arins og virðist eiga nóg
inni þrátt fyrir ófá ár í
bransanum.
ÁTTA ÁRA BIÐ Á ENDA
KEITH RICHARDS Richards
syngur tvö lög á nýju plötunni,
This Place is Empty og Infamy.
Breska rokksveitin The Rolling Stones hefur veri›
starfrækt svo lengi sem elstu menn muna. N‡jasta
plata sveitarinnar, A Bigger Bang, kemur út á mánu-
daginn og hinir fjölmörgu Stones-a›dáendur um
heim allan bí›a hennar a› sjálfsög›u me› mikilli
eftirvæntingu.
Hefur sé› Stones 24 sinnum