Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 71
GLIMMERPÚÐUR frá Estée
Lauder gefur kinnunum fallegt
yfirbragð.
FJÓLUBLÁIR
tónar frá Gosh
draga fram ljómann
í augunum.
Þegar hausttískan er skoðuð kemurí ljós að ekki er nóg að vera í réttufötunum og hafa hárið klippt eftir
kúnstarinnar reglum. Andlitið þarf að
vera vel snyrt og hárrétt farðað. Lita-
dýrðin er mikil þetta haustið. Mikið ber
á fjólubláum lit ásamt grænum þegar
kemur að augnskuggum, blýöntum og
möskurum. Mörgum finnst þetta þó í
glannalegri kantinum en ef vörurnar
eru notaðar rétt er ekkert mál að líta
vel út án þess að líða eins og málverki.
Hjá Clarins eru karlmenn í
lykilstöðum við að hanna
haustútlitið þetta árið.
Þeir leggja áherslu
á að það megi
blanda litunum
saman án þess að
útkoman verði
k l e s s u l e g .
Merkið hef-
ur hingað
til verið þekkt fyrir náttúrulegar
förðunarvörur en nú ber við nýjan
tón. Hjá Estée Lauder kemur bleiki
liturinn mjög sterkt inn ásamt fjólu-
bláu. Bleikur kinnalitur gerir mikið
fyrir húðina og fer afar vel með
öllum þeim brúnu hausttónum sem
eru svo vinsælir í fatnaði um þessar
mundir. Perluáferðin á naglalakkinu
frá Estée Lauder er sérlega falleg og
klæðileg og passar fyrir nánast hvaða
týpur sem er. Lögð er áhersla á dökka
varaliti og þar spilar rauði liturinn
stórt hlutverk ásamt brúnum og
dökklilluðum tónum. Reglan er
samt alltaf sú að ef augun eru
mikið máluð er fallegra að hafa
varirnar náttúrulegri og
öfugt. Hver kona þarf því að
finna út hvað klæðir hana og
leggja áherslu á það sem
gerir meira fyrir hana.
martamaria@frettabladid.is
Spáir þú mikið í tískuna? Mér finnst orðið
„tíska“ vera mjög leiðinlegt en auðvitað tekur
maður inn mikið af því sem maður sér.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Vivienne
Westwood og Jean Paul Gaultier. Svo eru fullt
af íslenskum fatahönnuðum flottir.
Flottustu litirnir? Það er rosalega flakkandi frá
degi til dags en í dag finnst mér skærir litir
mjög flottir, til dæmis neonbleikur og
túrkislitur. Ég hef aldrei verið fyrir jarðarliti.
Hverju ertu veikust fyrir? Ekki neinu og öllu.
Bara því sem kemur og fer hverju sinni.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Pils sem ég
keypti í Spútnik en nota sem kjól. Það verður
að rosa fínum kjól, kóngablátt með mynstri á.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna?
Það eru svo rosalega mörg flott merki sem eru
með gæðavörur. Ég hugsa minn smekk samt
ekki út frá tískunni og þegar ég heyri það orð fæ
ég alveg hroll. Mér finnst „tíska“ binda mann við
ákveðið „season“. Það er búið að ofnota þetta
orð svo mikið í skrítnum meiningum að mér
finnst að það ætti að finna upp nýtt orð. „Tíma-
bundin stemning“ gæti jafnvel komið í staðinn.
Hvað ætlar þú að kaupa í haust? Fyrst og
fremst þarf ég að hugsa um það hvernig ég
held á mér hita. Ég þarf því að byrja á að kíkja
í fataskápinn og sjá hvað ég er búin að vera að
fela yfir sumartímann. Helst vantar mig hlýja
skó og góðan jakka en ég hef leitað að jakka
lengi og aldrei fundið neinn sem hentar. Þang-
að til vef ég mig bara inn í peysur og fer í
föðurland, en það klikkar aldei á veturna.
Uppáhaldsverslun? Mér finnst rosalega marg-
ar skemmtilegar búðir vera að skjóta upp koll-
inum, eins og Kron-fatabúðin, Trilogia og Nakti
apinn. Svo stendur Spútnik alltaf fyrir sínu.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á
mánuði? Sennilega eitthvað á bilinu sjö til
tuttugu þúsund.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Nýja
ballettsamfestingsins sem Hulda vinkona
mín gaf mér. Hann er geggjaður, eitthvað
svona sem maður notar bara á sunnudög-
um.
Uppáhaldsflík? Ég hugsa frekar út frá
litum en flíkum. Svartur er alltaf þægi-
legur því hann er svo hlutlaus en
þegar mig langar að lyfta mér upp þá
skapa litirnir skemmtilega stemningu.
Það er gaman að blanda litum saman.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Ég fór síðast og verslaði á Brick
Lane í London og það var mjög gaman
en ég væri líka til í að fara til Barcelona.
Annars fer ég aldrei í verslunarferðir
heldur kíki bara í búðir þar sem ég er.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Mér
dettur ekkert í hug. Það er í það minnsta
ekkert svo alvarlegt að ég muni eftir því.
Ballettsamfestingurinn bestur á sunnudögum
50 3. september 2005 LAUGARDAGUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
SMEKKURINN ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR HÁRSTÍLISTI & EIGANDI GEL GALLERÍ
Dama í skopparabuxum
Í sumar tók ég ástfóstri við víðar buxur. Ég veit ekki hvort
það haldist í hendur við mýkri línur (ofát síðustu mánaða)
eða hvort þetta sé tískutengt. Þegar ég var á Ítalíu í sumar
keypti ég buxur sem flokkast hæglega sem „skopparabuxur“
ef ég þekki þann stíl rétt. Þær eru svo hólkvíðar að ég gæti
hæglega fitnað um 30 kíló í viðbót án þess að nokkur tæki
eftir því. Það má þó deila um hvort það sé kostur eða galli.
Ég er samt einhvern veginn þannig að ef ég tek ástfóstri við
flík á ég það til að hugsa allan fataskápinn út frá henni. Nýju
„skopparabuxurnar“ komu eins og himnasending inn í til-
veruna mína. Ég hef vægast sagt verið í þeim út í eitt síðan
ég hnaut um þær í „artífartí“ verslun í miðborg Flórens.
Ég fer í þeim út á línuskauta, í vinnuna, á djammið og
jafnvel í brúðkaup, eða svona næstum því. Með háhælaða
skó og fallegan topp að vopni hefðu buxurnar orðið ansi
sparilegar. Mér finnst það að minnsta kosti. Ég veit ekki
hvort fegrunarskynið breytist með árunum eða hvort þetta
er tískulægt ástand, en mér finnst allt aðrir hlutir fallegir
núna en fyrir fimm árum svo ég tali ekki um tíu ár. Ég er
farin að leita að allt öðru en ég gerði þegar innkaup eru
annars vegar. Núna get ég bara ekki keypt neitt sem mér
líður ekki vel í. Ég get til dæmis ekki farið í jakka ef ég get
ekki keyrt í honum, en hér áður fyrr lét ég það ekki stoppa
mig. Um daginn tók ég næsta skrefið í átt að minni nýju víðu
„skopparaveröld“. Ég keypti mér hólkvíðar Levi’s-buxur
sem eru svo flottar að ég tími varla að fara úr þeim. Þær eru
settar í þvottavél að kvöldi svo hægt sé að fara beint í þær
daginn eftir. Það fyndna er þó að ég kom ekki auga á þær
sjálf. Tólf ára stjúpdóttir mín var búin að finna þær og
dreymdi um að eignast þær. Þegar ég fór með henni í bæinn
náði Levi’s að smita mig líka. En kannski var bara tímabært
að koma mér úr brúnu „skopparabuxunum“.
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
> ómissandi ...
Það er alveg glatað að vera
allt of glansandi í kinnunum.
Nýja púðrið frá Guerlain
smellpassar í snyrtibudduna
og er auðvelt í notkun.
Sei›andi litasinfónía
FÖRÐUNARMEISTARAR
CLARINS nota græna og
fjólubláa liti saman svo út-
koman verður stórkostleg.
PURE POPS gloss frá Estée Lauder sem lyktar eins og
bláberjafjall. Mann langar bara til að borða það og svo
glitrar það afar fallega.
BLEIKI LITURINN verður áberandi í vetur hjá Clarins.
FJÓLUBLÁR DRAUMUR frá Guerlain.
CHAMELEON PRISM
A6 naglalakk frá Estée
Lauder gefur bleika
perluáferð.
EYE SHIMMER púðurblýantur frá Clarins býður upp á ótal möguleika.
ÞAÐ ER LANGT FRÁ ÞVÍ að vera hallærislegt að vera
með maskara í lit, þvert á móti.
AUGNSKUGGAPALLETTAN frá Estée
Lauder skartar fallegri litasinfoníu.
PALLETTUBOX með fjórum mis-
munandi augnskuggum frá Clarins.
Bronslitaður er heitur í vetur.
PALLETTAN frá
Bourjois skartar
fallegum litum
TÚRKÍS OG GRÁR tilheyra
haustlínunni frá Chanel.
GRÆNN
OG FJÓLU-
BLÁR frá Clarins.