Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 65
■ ■ LEIKIR  14.00 Landsleikur Íslands og Danmerkur í körfubolta í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ.  18.05 Ísland og Króatía mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á RÚV.  13.50 Undankeppni HM í Fótbolta. Beint frá leik Wales og Englands.  13.50 Landsleikur Íslands og Danmerkur í körfubolta í beinni útsendingu á RÚV.  17.55 Landsleikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í fótbolta í beinni útesendingu á RÚV. 3. september 2005 LAUGARDAGUR > Við hvetjum ... ... íslenska íþróttaáhugamenn til þess að fjölmenna á landsleiki dagsins, fyrst klukkan 14.00 í Keflavík þar sem körfuboltalandsliðið tekur á móti Dönum í einum af úrslitaleikjum síns riðils og svo klukkan 18.05 á Laugardalsvöllinn þar sem eitt besta landslið Evrópu, Króatía, mætir íslenska liðinu. Heyrst hefur ... ... að Guðni Rúnar Helgason muni spila tvo síðustu leiki Fylkismanna í Lands- bankadeild nú þegar Þorlákur Árnason er hættur að þjálfa liðið. Guðni Rúnar hætti að spila fyrir tveimur leikjum síðan eftir ósætti við Þorlák en ætlar nú að klára tímabilið undir traustri stjórn þeirra Jóns Sveinssonar og Sverris Sverrissonar. sport@frettabladid.is 44 > Við vonumst til ... .... að Eiður Smári Guðjohnsen nái að skora sitt fyrsta mark á keppnistímabilinu 2005-06 þegar Ísland mætir Króatíu á Laugardalsvellinum í dag. Eiður er nú búinn að spila níu leiki og í samtals 488 mínútur með Chelsea og íslenska landsliðinu án þess að ná að komast á blað. Íslenska U-21 árs li›i› var einu númeri of líti› fyrir jafnaldra sína frá Króatíu sem lög›u flá mjög sanngjarnt, 2-1, á KR-vellinum í undankeppni EM. Við ofurefli að etja í gær FÓTBOLTI Sigur Króata var í raun aldrei í hættu og Íslendingar geta þakkað markverði sínum, Ingvari Þór Kale, fyrir að hafa ekki tapað leiknum stærra en hann varði oft á tíðum frábærlega. Gestirnir tóku völdin strax í byrjun og sóknir þeirra þyngdust með hverri mínútu sem leið. Ís- lenska liðið varðist vel til að byrja með en glufur sáust fljótlega á vörninni og sérstaklega gekk Króötum vel að komast fyrir aftan bakverði íslenska liðsins. Stíflan brast á 32. mínútu þegar Da Silva skoraði gull af marki með glæsi- legu skoti. Eina færi Íslands kom á 25. mínútu en varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason náði ekki að gera sér mat úr óvæntu færi sem kom upp úr engu. Íslenska liðið var hrætt við að sækja í fyrri hálfleik en allt annað var uppi á teningnum í upphafi síðari hálfleiks þegar íslenska lið- ið setti það króatíska óvænt undir mikla pressu. Það var því eins og köld tuska í andlit íslensku strák- anna þegar Da Silva fiskaði víti sem dæmt var á Davíð Þór Viðars- son. Luka Modric skoraði örugg- lega úr vítinu. Emil Hallfreðsson minnkaði muninn fyrir Ísland tveim mínút- um fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu sem Eyjólfur Héðins- son fiskaði er hann skaut boltan- um í hönd eins varnarmanna Króata. Lengra komst íslenska liðið ekki. Leikur íslenska liðsins var á köflum ágætur en við ofurefli var að etja að þessu sinni þar sem króatíska liðið er ógnarsterkt og vel spilandi. Miðverðirnir Tryggvi Sveinn og Sölvi Geir áttu mjög góðan leik en það sama verð- ur ekki sagt um bakverðina, Gunnar Þór og Steinþór, sem voru mjög daprir. Davíð Þór hélt sínu vel en sóknarmennirnir voru slakir enda skapaði íslenska liðið ekki eitt einasta almennilega færi í leiknum. „Þetta er gríðarlega sterkt lið og sigur þeirra var sanngjarn,“ sagði Eyjólfur Gjafar Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins. „Fram- herjar Króata sköpuðu mikinn usla og færslurnar okkar í vörn- inni voru seinar. Þeir rústuðu okkur á köflum og það var lítið við þessu tapi að segja. Strákarnir gáfu samt sitt og ég veit þeir lærðu mikið af þessum leik.“ henry@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Laugardagur SEPTEMBER Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Dönum í Evrópukeppninni á morgun: KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfu- boltalandsliðinu mæta Dönum í Keflavík í dag klukkan 14 í mik- ilvægasta leik síðari ára en hann getur haft úrslitaáhrif um hvaða lið vinnur riðilinn og fær í kjöl- farið möguleika á að vinna sér sæti meðal A-þjóða. Spenntur fyrir leiknum „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik eins og allir í hópnum. Við erum búnir að æfa vel í allt sumar og erum ný- komnir úr vel heppnuðum æfingaferðum til Hollands og Kína. Við höfum aldrei æft jafn vel og lengi saman og í sumar, þannig að ég trúi ekki öðru en að menn verði vel stemmdir í þennan leik,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Frétta- blaðið í gær, en íslenska liðið er sem stendur í öðru sæti riðils síns og þarf helst að vinna Dani með yfir tíu stiga mun til að hafa betur í innbyrðisviður- eignum liðanna. Hávaxnir og sterkir Sigur á Dönum eykur mögu- leika liðsins á að ná takmarki sínu um að komast í A-deildina evrópsku, eða upp um einn styrkleikaflokk. Fram undan er síðan leikur gegn Rúmenum á útivelli um næstu helgi en öll þessi þrjú lið eiga möguleika á að tryggja sér sigur í riðlinum. „Danska liðið er með hávaxna og sterka leikmenn sem eru erfið- ir við að eiga og svo er bakvörður- inn Christian Drejer sem spilar með Barcelona líka mjög góður. Við erum með Friðrik og Hlyn Bærings undir körfunni og ég held að þeir nái alveg að halda þessum stóru mönnum í skefjum. Við áttum að vinna leikinn í Dan- mörku og erum því staðráðnir í að bæta fyrir það með því að taka þá núna. Við höfum fulla trú á því að við getum það,“ sagði Jón Arnór, sem spilar í dag sinn fyrsta og eina leik á Íslandi á þessu ári. Jón Arnór mun spila með ítalska lið- inu Pompei Napoli í vetur eftir að hafa verið með Dynamo í Rúss- landi í fyrravetur. Ferðir verða á leikinn frá Smáranum og fara rúturnar klukkan 12.30. Búist er við fjölmenni enda er leikurinn í miðri Ljósahátið Reykjanes- bæinga og því borgar sig að mæta snemma í Íþróttahúsið við Sunnubraut í kvöld. - bb Höfum aldrei æft svona lengi og vel saman Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrir- liði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undan- keppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. „Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlin- um, svo að það segir allt um getu þeirra,“ segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigr- andi. „Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úr- slitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leikn- um en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann,“ segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikj- um en kveðst engu að síður í toppformi - og hungr- aður í að spila. „Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því,“ segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. „Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleik- menn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur,“ segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. „Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning.“ ÁSGEIR SIGURVINSSON OG EIÐUR SMÁRI: BÚAST VIÐ GRÍÐARLEGA ERFIÐUM LEIK Í KVÖLD Ei›ur Smári sættir sig ekki vi› jafntefli VI N N IN GA R VE RÐ A A FH EN DI R HJ Á B T SM Á RA LI N D. K ÓP A VO GI . M EÐ Þ VÍ A Ð T A KA Þ Á TT E RT U KO M IN N Í SM S KL ÚB B. 1 4 9 KR /S KE Y TI Ð . SENDU SMS SKEYTIÐ BTC LODF Á NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! NLP Námskeið Neuro - Lingustic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem að þú vilt vinna bug á? - Finnst þér að öðrum gangi betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á? - Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu Námskeiðið fer fram virka daga frá 26. september til 7. október frá kl 18-22 Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma: 894-2992 Netfang: kari@ckari.com Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com HVAÐ HELDUR ÞÚ, EIGUM VIÐ MÖGULEIKA? Jón Arnór Stefánsson og Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, velta fyrir sér leikjunum við Dani á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÓÐIR SAMAN Í VÖRNINNI Tryggvi Bjarnason (5) og Sölvi Geir Ottesen (6) áttu góðan leik í íslensku vörninni gegn geysisterku liði Króata á KR- vellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.