Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 36
6 3. september 2005 LAUGARDAGUR
Tjónaskoðun
Almennar bílaviðgerðir
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
Hvað á að gera við ónýtan
bíl? Stundum standa ónýtir
bílar svo vikum og mánuðum
skiptir óhreyfðir og á meðan
er rukkað fyrir tryggingar á
bílnum. Einfalt er að skila
inn ónýtum bíl til úrvinnslu
og taka hann af númerum.
Ónýtan bíl er best að taka sem
fyrst af númerum svo ekki þurfi
að borga af honum tryggingar.
Það er gert með því að skrúfa
númeraplöturnar af bílnum og
skila þeim til Umferðarstofu og
skrá þar bílinn úr umferð. Plöt-
urnar er hægt að geyma í eitt ár
hjá Umferðarstofu, en að þeim
tíma loknum þarf að sækja um
aftur ef til stendur að geyma þær
lengur.
Ef til stendur að fleygja bíln-
um, er farið með bílinn á úr-
vinnslustöð. Þær finnast um allt
land en á höfuðborgarsvæðinu
eru það Hringrás og Funi sem
taka við bílnum. Ef bíllinn er
yngri en 1980 módel fær skráður
eigandi greiddar 15.000 kr. þegar
hann skilar honum til úrvinnslu.
Eina skilyrðið fyrir því að fá
þetta gjald er að sérstakt úr-
vinnslugjald hafi verið greitt að
minnsta kosti einu sinni, en það
er innheimt tvisvar á ári með bif-
reiðagjöldunum og er 350 kr. fyr-
ir hvert tímabil, og hafa þau ver-
ið innheimt frá 1. janúar árið
2003.
Ef sá sem skilar inn bílnum til
úrvinnslu er ekki skráður eig-
andi, þarf að hann að koma með
skriflegt umboð frá eiganda und-
irritað af tveimur vottum eldri en
18 ára. Gjaldið er einungis greitt
inn á reikning hjá skráðum eig-
anda bílsins.
Eftir að bílnum hefur veirð
skilað á úrvinnslustöð er eiganda
afhent skilavottorð sem skilað er
inn til Umferðarstofu eða á næstu
skoðunarstöð. ■
Fari› me› bíl-
inn á haugana
Ekki borgar sig að láta ónýtan bíl standa ónotaðan lengi með númer.
Skortur á bensíni
Olíuporpöllum og olíuhreinsi-
stöðvum við Mexíkóflóa hefur
verið lokað í kjölfar hörmung-
anna af völdum fellibylsins
Katrínar.
Hætta er á því að talsvert dragi
úr olíuframleiðslu í Bandaríkj-
unum í kjölfar hörmunganna
vegna fellibylsins Katrínar, og
hefur það haft veruleg áhrif á
heimsmarkaðsverð á olíu. Aðal-
vandamálið í augnablikinu er
skortur á bensíni og lítil fram-
leiðslugeta olíuhreinsistöðva.
Fyrr í vikunni var olíuborpöll-
um, olíuframleiðslusvæðum og
olíuhreinsistöðvum lokað í og við
Mexíkóflóa vegna fellibylsins
sem hafði í för með sér um 12%
samdrátt í hráolíuframleiðslu og
10% samdrátt í framleiðslugetu
olíuhreinsistöðva í Bandaríkjun-
um.
Fyrir um ári dróst olíufram-
leiðsla saman í marga mánuði
vegna eyðileggingar af völdum
fellibylsins Ivans þar sem mest-
ur varð skaðinn vegna aurflóða
við ósa Mississippi sem
skemmdu olíuleiðslur. Óttast er
að eitthvað svipað geti gerst í
kjölfar Katrínar en New Orleans
er hjarta gas- og olíuframleiðslu
við Mexíkóflóa.
Áhrifanna af þessu hefur nú
þegar gætt á Íslandi þar sem síð-
astliðinn fimmtudag hækkaði
verð á bensínlítranum um heilar
4 kr. Á heimasíðu Esso segir að
þörf fyrir hækkun á eldsneytis-
verði sé mun meiri en fjögurra
króna hækkunin, eða kr. 8,50 á
lítrann og 2,80 á dísilolíu og aðr-
ar gasolíutegundir. Félagið hafi
ekki hækkað verðið meira nú í
þeirri von að heimsmarkaðs-
verðið taki fljótlega að
lækka aftur. Ljóst er þó að
enn ríkir mikil óvissa vegna
hamfaranna við Mexíkóflóann
og um hver verðþróunin verði á
næstunni. ■
Olíuverð hefur hækkað talsvert í kjölfar fellibylsins Katrínar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Land Rover-eigendur á ferð.
Jeppaferðir B&L
Land Rover um næstu helgi og
Hyundai um þar næstu.
Árleg jeppaferð Land Rover verður
farin laugardaginn 10. september
næstkomandi. Að venju safnast
þátttakendur við B&L-húsið að
Grjóthálsi á níunda tímanum um
morguninn áður en lagt er í hann
klukkan níu. Leiðin liggur í ár í
Þórsmörk með viðkomu í Háfsfjöru
og verður grillað og brugðið á leik
þegar í Þórsmörkina er komið. Þá
verður hin árlega Hyundai-jeppa-
ferð B&L farin viku síðar eða laugar-
daginn 17. september. Fyrirkomulag
verður með svipuðu sniði og í Land
Rover-ferðinni. Skráning í báðar
ferðir er ásamt leiðarlýsingu á
heimasíðu B&L, www.bl.is.