Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 54
34 3. september 2005 LAUGARDAGUR Fuglar eru tilfinningaverur Guðmundur Páll Ólafssonvar að senda frá sér fal-lega og fróðlega bók um fugla landsins. Bókin heitir Fugl- ar í náttúru Íslands og er ný og endurbætt útgáfa bókar sem kom út fyrir 18 árum. Að mati Guðmundar er fuglalíf á Íslandi fjölskrúðugt og óvenju- legt en að fuglum stafi hætta af ágangi mannsins og hann lýsir furðu sinni á því hve margir stjórnmálamenn landsins taka lít- ið tillit til náttúrunnar en hann tel- ur náttúruvernd eitt mikilvæg- asta málefni heimsins í dag. Fuglar eru tilfinningaverur „Allt atferli fugla snýst um hjart- ansmál þeirra ef svo má segja, um það hvernig fuglar haga sér gagn- vart nágranna eða maka. Fuglar eru í stöðugum og nánum sam- skiptum sín á milli og það sérðu þegar þú flettir þessari bók. Ung- ar flórgoða, himbrima og lóms eru að meira eða minna leyti á baki foreldra sinna fyrstu vikurnar og er það ekki bara vegna þess að þeir vita að þar er í senn öryggi og hlýja heldur er sterkt tilfinninga- samband milli foreldra og unga. Ég held að við séum dálítið sljó fyrir þessu og ofmetum mannleg- ar tilfinningar, einföldum um of og tengjum tilfinningar við ást manna á milli eða ást manns á náttúrunni, en tilfinning getur rétt eins verið skynjun á hættu- ástandi eða hvar gott er að vera. Fuglar hafa ríka tilfinningu fyrir þessum þáttum þótt þeir iðki ekki rökhugsun eins og maðurinn. Þeir hafa hvorki tíma né efni á slíkum vangaveltum og því er það svo að um leið og þeir skynja hættu- ástand forða þeir sér. Hátterni fugla virðist ganga fyrir þessari næmni eða tilfinningu,“ segir Guðmundur Páll. Maðurinn þarf að ganga betur um náttúruna Í bókinni er gegnumgangandi stef að maðurinn eigi að umgangast náttúruna og fuglana á betri hátt en hann gerir. „Það hefur verið fylgst betur með fuglum en mörgum öðrum lífverum jarðar og vitað að þeim fer fækkandi um allan heim og hefur verið ástand síðustu alda. Helstu ástæðurnar eru eyðilegg- ing búsvæða fugla en þar er ör- yggi, skjól og fæða. Ofnýting svo sem veiðar hafa líka leikið teg- undir grátt, til dæmis geirfuglinn. Okkur Íslendingum þykir afar vænt um fugla en samt höfum við tekið þátt í búsvæðaeyðingunni í blindni með framræslu votlendis, vegagerð, hamslausri skógrækt, ofnýtingu náttúru og stórvirkjun- um. Allar þessar misráðnu ákvarðanir hafa verið teknar á Al- þingi en það ætti að vera skilyrði fyrir setu manna á þingi að þing- menn skilji stafróf náttúrunnar og sé annt um hana, ekki síst fugla. Það dugar skammt að ætla sér að vernda eða friða einhvern fugl en spilla síðan búsvæði hans. Einn þingmaður bar fram frum- varp um að friða allar endur á Ís- landi en sá hinn sami hafði árum saman lagt sig í líma að vernda hagsmuni kísilverksmiðju sem gekk þvert á hagsmuni andfugl- anna á Mývatni, en vatnið er heimsþekkt uppeldisstöð andar- unga. Í þessu sem öðru eru það verkin sem tala en ekki yfirlýs- ingar hvort menn þykjast vera umhverfissinnar eða ekki,“ segir Guðmundur Páll. „Það þrengir enn að fuglum vegna hamagangs mannsins og löngu tímabært að við snúum dæminu við og vöndum verkin okkar og byrjum á Alþingi. Við getum gert miklu betur en verkin sanna, við kunnum það og höfum efni á því, og það sem er ekki minna um vert er að það mun skila sér til landsins okkar. Fuglar eru ómetanleg auðlind þó ekki sé til annars en að horfa á þá og njóta þeirra. Við eigum að vanda til samskipta okkar við náttúruna því maðurinn getur ekki hjarað á jörðinni nema vistkerfi hennar séu heilbrigð, svo einfalt er það, og fuglar eru vísbending og mæli- kvarði á heilbrigði náttúrunnar. Maðurinn þarf á Móður Jörð að halda en hún getur lifað án hans og mun gera það sjái hann sér ekki um hönd. Eins og segir í gömlu spakmæli frá Kasmír þá höfum við ekki erft jörðina heldur höfum hana að láni frá komandi kynslóðum. Það eru ávallt kyn- slóðirnar sem á eftir okkur koma sem þetta snýst allt saman um,“ segir Guðmundur Páll. Ástríki álftarinnar og gæsarinnar „Það er ákaflega misjafnt hversu trygglyndir fuglar eru, sennilega eru fáir fuglar eins trygglyndir og álftin og gæsin sem taka sér lang- an tíma í að velja sér maka. Trygglyndið hefur ekkert með siðferði að gera enda er siðferði uppfinning mannsins og er óþarft í villtri náttúrunni, heldur er trygglyndi ákveðið fyrirkomulag sem hentar einni tegund en ekki annarri. Falli maki frá hjá þessum trygglyndu fuglum getur það tek- ið eftirlifandi maka langan tíma að bæta skaðann, líkt og sorgin hafi sest að. Við vitum lítið um sorg fugla en sennilega eru það tónar og taktar makanna sem tek- ur langan tíma að stilla saman. Vissulega er vandað til makavals hjá þessum tegundum og það er óneitanlega heillandi,“ segir Guð- mundur Páll. „Ef fylgst er vel með álftinni kemur maður auga á hversu mik- ið ástríki er í lífi hennar og allt í kringum hana. Hún ver ungana sína af einurð og ræðst á þær hættur sem að steðja og reynir að bægja þeim frá og fyrir kemur að hún fórni sér. Ungahópurinn er samstilltur, alltaf virðist gaman hjá þeim og saman fara ungar og foreldrar á vetrarstöðvarnar. Fjölskyldan fylgist að allan vetur- inn og fer oftast saman heim að vori. Þetta eru fyrirmyndarfjöl- skyldur þar sem ást og umhyggja er í fyrirrúmi.“ Þjórsárver eru lykilsvæði heiðagæsarinnar Í bók Guðmundar Páls er nokkur umfjöllun um Þjórsárver og segir hann þau lykilsvæði heiðagæsar. Hann segir að færð hafi verið gild rök fyrir því að án Þjórsárvera kynni heiðagæsastofninn að fjara út. Guðmundur Páll segir að slík rök ein og sér vera nægileg til að vernda svo mikilvægt búsvæði einnar fuglategundar því náttúr- an eigi líka að njóta vafans, en Þjórsárver búa yfir miklu meiri auðæfum í dýralífi, gróðri og vatnafari. Samt virðist það ekki duga til. „Ég skil ekki ásókn Landsvirkj- unar og íslenskra yfirvalda í Þjórsárver. Verin eru á heims- minjaskrá yfir mikilvægustu vot- lendissvæði jarðar, Ramsar- skránni, og við eigum að sjá sóma okkar í því að láta svo merkilegt svæði í friði, sýna Þjórsárverum metnaðarfulla virðingu og leyfa náttúrunni þar að yrkja sín stef í friði í stað þeirrar andlegu lömun- ar að hugsa fyrst og síðast um raf- magn og fjarlæga álgróðavon og hafa síðan náttúruvíg á samvisk- unni þegar við deyjum? Er ekki komið nóg af þeim?“ Með því að vernda Þjórsárver, segir Guðmundur Páll, leggjum við örlítið af mörkum til þess að vernda manninn, fuglinn á öræf- um en líka fiskinn í sjónum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G PÓ Í n‡rri og glæsilegri bók Fuglar í náttúru Íslands fjallar náttúrufræ›ingurinn Gu›mundur Páll Ólafsson um fjölbreytt fuglalíf Íslands og flá ógn sem fuglum landsins stafar af manninum og náttúrunni. Gu›mundur segir hér Inga F. Vilhjálmssyni frá hátterni fugla, ást sinni á fleim og hugmyndum sínum um náttúruvernd. Það dugar skammt að ætla sér að vernda eða friða einhvern fugl en spilla síðan búsvæði hans.“ ,, GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON „Maðurinn þarf á jörðinni að halda en jörðin þarf ekki á manninum að halda. Við höfum ekki erft jörðina heldur höfum við hana í láni frá komandi kynslóðum, það eru kynslóðirnar sem á eftir okkur koma sem þetta snýst allt saman um.“ ATT ÚT Í KRÍUGER „Dóttursonur minn Rökkvi Steinn var til í að fara út í kríuvarpið í Flatey en ég setti á hann hjálm svo kríurnar meiddu hann ekki því þær geta verið aðgangsharðar. Minn maður stóð sig eins og hetja þótt hann væri dálítið óttasleginn.“ „EILÍFÐARSTARFIГ Í bók Guðmundar eru margar myndir sem sýna tilfinninga- og til- hugalíf fuglanna. Hér má sjá óðinshana sinna „eilífðarstarfinu“ eins og hann kallar það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.