Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 57
36 3. september 2005 LAUGARDAGUR
F erðalagið um landið var eig-inlega alveg í stíl við trúð-inn og leiksýninguna,“ segir
Snorri en hann og Gunnar hafa í
sumar sýnt grínharmleikinn
Dauða og jarðarber í helstu pláss-
um landsins og stefna á fjórar
lokasýningar í Möguleikhúsinu
við Hlemm. „Við keyrðum á milli
staða á nóttunni í einhverju stór-
fenglegasta landslagi sem til er í
heiminum og sáum því ekki neitt.
Vitneskjan um fegurðina sem
faldist þarna í myrkinu var grát-
brosleg.“
Sýningin Dauði og jarðarber
fjallar um tvo sígaunabræður sem
hafa búið hjá ömmu sinni alla ævi.
Amman hefur reynt að bæla niður
listræna hæfileika bræðranna en
ævintýrið hefst þegar amman
deyr.
„Við vorum bara eins og
sígaunar, ferðuðumst um í Bónus-
bíl með allt í bílnum, alla leik-
myndina, stangir, ljós og hljóðút-
búnað og svo ömmu gömlu,“ en
amman í Dauða og jarðarberjum
er leikin af sérþjálfaðri gínu.
„Hún endaði í öreindum því hún
tók svo mikið pláss í bílnum. Til
að koma ömmu greyinu fyrir
þurftum við að slíta hana í sundur.
Nú er hún laus við báðar axlir og
mjaðmirnar eru farnar í sundur.“
Charlie Chaplin flottasti
trúðurinn
Aðspurðir um hvað það sé sem
heilli við trúðaformið segir
Snorri: „Ég verð að viðurkenna að
ég bar ekki mikla virðingu fyrir
trúðnum áður en ég fór á nám-
skeið hjá Ágústu Skúladóttur og
sá ekki fyrir mér að ég hefði
áhuga á þessu,“ en Snorri hefur
greinilega breytt um skoðun því
um miðjan september heldur
hann til Frakklands í níu mánaða
trúðanám í skóla Philippe Guillier.
„Ég sá upphaflega fyrir mér
trúð með rautt nef og hárkollu eða
McDonald’s-trúðinn sem bindur
saman blöðrur. Ég er ekki að fara
að læra neitt slíkt en til að fólk
fatti um hvernig leikstíl er verið
að ræða bendi ég oftast á Charlie
Chaplin. Hann er flottasti trúður
sem til er.“
„Það er alltaf eitthvað nýtt að
gerast hjá trúðnum og hver sýn-
ing er breytileg eftir áhorfend-
um,“ segir Gunnar. „Það er nóg að
einhver í salnum hlæi á fyndinn
hátt, þá er það orðið góður brand-
ari.“
„Í Dauða og jarðarberjum
erum við að vinna með dramatísk-
an trúð og segjum mjög sorglega
sögu á mjög fyndinn hátt,“ segir
Snorri. „Það er fyndið að sjá
hvernig trúður höndlar dramat-
ískar aðstæður því trúðurinn hef-
ur svo stuttan athyglisþráð. Hann
er opinn fyrir öllu utanaðkomandi
áreiti, til dæmis ef síminn hringir
í áhorfendasalnum tekur trúður-
inn eftir því og spilar á það.“
„Einlægnin í trúðnum er líka
svo skemmtileg,“ segir Gunnar
Björn. „Hjá trúðnum kemur allt
frá hjartanu. Ef það eru mistök
reynum við ekki að líta framhjá
þeim heldur viðurkennum við þau
og reynum að nota þau á góðan
hátt.“
Kastaði upp pönnuköku í miðri
sýningu
Nóg hefur verið um mistökin á
sýningarferðalagi þeirra sígauna-
bræðra og hafa þau mörg hver
valdið kátínu áhorfenda. „Bestu
brandararnir komu oftast þegar
einhver mistök urðu. Ef eitthvað
hrundi niður á sviðinu eða einhver
datt.“
Þegar drengirnir rifja upp mis-
heppnuð uppátæki kemur pönnu-
kökugerð fyrst upp í hugann.
„Snorri þarf alltaf að baka pönnu-
köku fyrir sýningar og áður en við
lögðum af stað í landshornaflakk-
ið keyptum við þessa fínu teflon-
pönnu,“ segir Gunnar Björn. „Það
er hins vegar sorglegt að segja
það að eftir 24 sýningar hefur
Snorra enn ekki tekist að ná völd-
um á pönnukökutækninni og það
tekur hann allt upp í klukkutíma
að baka eina pönnuköku. Á Egils-
stöðum fékk hann þá frábæru
hugmynd að kaupa burrito-böku
til að nota í staðinn fyrir pönnu-
kökur en í einu atriði í sýningunni
þarf hann að gleypa pönnuköku
með jarðarberjum og rjóma í
heilu lagi. Í miðju atriði kom svo í
ljós að nýja bakan var ekki alveg
jafnmjúk og góð og nýbökuð
pönnukaka svo hún stóð eitthvað í
Snorra og endaði með því að hann
þurfti að hlaupa út af sviðinu til
að kasta henni upp,“ segir Gunnar
og það er greinilegt að strákunum
finnst atriðið ennþá fyndið í minn-
ingunni. „Ég stóð eftir einn á svið-
inu og sá rassinn á Snorra bak við
tjaldið þar sem hann hallaði sér
slefandi fram af sviðinu. Svo kom
hann til baka með rjóma úti um
allt andlit. Þó atriðið hafi líklega
aldrei verið jafnfyndið ákváðum
við að halda okkur við pönnuköku-
baksturinn í framtíðinni.“
„Einhvern tíma skoppaði líka
hausinn af ömmunni inn á svið,“
segir Snorri og þeir félagarnir
skella upp úr. „Það gerðist í rosa-
lega dramatísku atriði þar sem
amman er látin og borin út af
sviðinu. Yfirleitt er ömmunni
skutlað baksviðs en í þetta sinn
losnaði hausinn frá og skoppaði
inn á sviðið. Þá sprakk salurinn úr
hlátri og við áttum í miklum vand-
ræðum með okkur.“
Skilja eftir sig sviðna jörð
Sýningu Snorra og Gunnars
Björns var vel tekið í sumar og
hafa þeir fengið lofsamlega dóma
frá leikhúsgagnrýnendum og
áhorfendum. „Við frumsýndum í
Gúttó í Hafnarfirði en síðan höf-
um við keyrt rúmlega þrjú þús-
und kílómetra og sýnt 24 sýningar
um allt land. Við vorum að koma á
marga staði í fyrsta sinn á ævinni
og hluti af skemmtuninni var að
koma í nýtt húsnæði og breyta því
í leikhús.“
Drengirnir segja að sérstak-
lega hafi verið gaman að skemmta
á Sólheimum í Grímsnesi og að
koma á Bakkafjörð. „Á Bakkafirði
fengum við 35 áhorfendur um mitt
sumar á stað þar sem íbúafjöldi er
130. Það er ágætis prósentutala og
við gerum kröfur á Reykvíkinga á
að ná sams konar hlutföllum í
mætingu,“ segir Gunnar Björn. „Í
anda trúðanna auglýstum við okk-
ur samdægurs á hverjum stað,
dreifðum bréfum í hvert hús á
litlu stöðunum, sýndum verkið og
skildum svo eftir okkur sviðna
jörð,“ segir Snorri að lokum en bú-
ast má við að í framtíðinni verði
meiri trúðalæti í þeim félögum því
í samstarfi við Ágústu Skúladóttur
hafa þeir stofnað trúðaleikfélagið
Félag flóna.
Hringtúr Félags flóna endar í
þetta sinn með fjórum lokasýn-
ingum á Dauða og jarðarberjum í
Möguleikhúsinu við Hlemm. Sú
fyrsta verður annað kvöld
klukkan 21.00 en einnig verður
verkið sýnt á sama tíma 7., 9. og
10. september.
Stærstu mistökin fyndnust
fieir Snorri Engilbertsson og Gunnar Björn Gu›mundsson hafa í sumar
flakka› um landi› á gömlum tékkneskum Skoda me› heilt leikhús í farteskinu.
fieir hafa slegi› í gegn á landsbygg›inni me› Dau›a og jar›arber, frumsamda
trú›aspunas‡ningu í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. fióra Karítas hitti drengina,
sem eru nú komnir aftur á mölina.
Safnplatan Working Class Hero –
The Definitive Lennon kemur út
3. október en 9. október næstkom-
andi hefði Lennon orðið 65 ára.
Auk útgáfu safnplötunnar
verður sýnd heimildarmynd um
Lennon á bresku sjónvarpsstöð-
inni BBC. Einnig verður efnt til
endurútgáfu á tveimur plötum
Lennon; Walls and Bridges og
Some Time In New York City.
Alls er 38 lög að finna á safn-
plötunni, sem verður
tvöföld. Þar verða öll
helstu smáskífulög
Lennon og önnur
þekkt lög. Hafa þau öll
verið endurhljóð-
blönduð til að ná fram
sem bestum gæðum. Á
meðal þeirra eru (Just
Like) Starting Over,
Imagine, Jealous Guy,
Stand By Me, Woman
og Give Peace a
Chance. Plötufyrir-
tækið Parlophone og
Yoko Ono, ekkja John
Lennon, standa að út-
gáfunni.
„Margir hafa spurt
mig hvort þetta ár sé
ekki sérstakt fyrir
mig vegna 65 ára af-
mælis John og vegna
þess að 25 ár eru liðin
frá þessum hræðilega
degi. Það líður ekki
dagur án þess að ég
hugsi um John,“ sagði
Yoko. „Það er líka athyglisvert að
hugsa um John sem 65 ára mann
og hvað hann væri að gera núna
ef hann væri á lífi. Ég er handviss
um að hann væri mjög reiður yfir
því sem er að gerast í heiminum í
dag. Ofbeldi, aukinn yfirgangur
stórfyrirtækja og lygar. Hann
vildi að heimurinn yrði fallegur
staður fyrir okkur öll. Svo virðist
sem það sé ennþá langur vegur í
það.“
N‡ safnplata frá Lennon
FÉLAG FLÓNA Fjórar lokasýningar á
Dauða og jarðarberjum verða í Möguleik-
húsinu við Hlemm á næstu dögum.
SNORRI OG GUNNAR BJÖRN Hafa átt skrautlegt sumar í trúðalegum sígaunastíl.
JOHN LENNON Bítillinn fyrrverandi hefði orðið 65 ára á
þessu ári hefði hann ekki verið myrtur fyrir aldarfjórðungi.