Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 22
Umsjón: nánar á visir.is Lífeyrissjóðirnir og Robert Mugabe Innan stjórnar Skandia, sem Burðarás á stóran hlut í, eru menn allt annað en kátir með tengsl suður- afríska tryggingafélagsins Old Mutual við ógnar- stjórn einræðisherrans Roberts Mugabe í Sim- babve. Stjórnarmenn hafa spurt sig hvort Old Mutual, sem á stóran hlut í stærsta dagblaði Simbabve, sem Mugabe handstýrir, sé heppilegur eigandi að Skandia. Meðal stærstu eigenda Skandia eru sænskir lífeyrissjóðir og eru menn allt annað en kátir við þá tilhugsun að sænskir peningar verði notaðir til að fjárfesta í áróðursvél Mugabes. Hluthafar í Skandia munu meðal annars fá bréf í Old Mutual í staðinn. Það væri saga til næsta bæjar ef íslensku lífeyrissjóðirnir, sem eru meðal eigenda í Burðar- ási, ættu með óbeinum hætti hluti í dagblaðinu hans Mugabe. Ónákvæmar tilkynningar Þeir sem fylgjast með tilkynningum útgefenda til Kauphallar Íslands hafa tekið eftir því undanfarna daga að oft þarf að leiðrétta fréttir sem þegar hafa birst í fréttakerfi kauphallarinnar. Var þetta áber- andi í kringum tilkynningar Atorku Group í fyrradag og endurtekið í gær þar sem rangt var farið með staðreyndir og hlutfallstölur. Stundum er pínlegt að verða vitni að þessum mistökum – svo augljós eru þau – og greinilegt að nákvæm vinnubrögð víkja fyrir einhverju öðru. Þótt Kauphöllin birti þessar fréttir er það á ábyrgð forsvarsmanna félaganna að þær séu réttar. Tilkynningar til Kauphallarinnar þjóna þeim tilgangi að upplýsa þá sem fylgjast með markaðnum um tiltekin viðskipti. Á það að tryggja jafnræði meðal fjárfesta. Mistök af því tagi sem forsvarsmenn Atorku hafa gerst sekir um mega ekki verða viðtekin venja. Menn verða að vanda sig. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.640 Fjöldi viðskipta: 407 Velta: 7.528 milljónir -0,22% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Fiskeldi Eyjafjarðar tapaði 125 milljón- um króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var tapið um 88 milljón- ir króna á sama tíma í fyrra. Fjárfestingarfélagið Selsvör, sem er meðal annars í eigu Árna Haukssonar og Gunnars Smára Egilssonar, hefur keypt tæplega tveggja prósenta hlut í Og Voda- fone. Landsbankinn spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir um 0,5 til 0,75 punkta í lok september. Bankinn gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn láti ekki þar við sitja og hækki vextina frekar á árinu. Um 34 milljarða halli var á vöruskipt- um við útlönd á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðla- banka Íslands. Innflutningur á vöru var rúmum þrjátíu prósentum meiri en á sama tíma í fyrra en útflutningur tæpum tólf prósentum meiri. 22 3. september 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,30 -1,00% ... Bakkavör 43,60 -0,70%... Burðarás 17,90 -0,60% ... FL Group 15,20 -0,70% ... Flaga 4,03 +3,30% ... HB Grandi 9,00 +0,00% ... Íslandsbanki 15,20 0,70% ... Jarðboranir 20,70 +1,00% ... KB banki 596,00 -0,50% ... Kögun 56,10 -0,70% ... Landsbankinn 22,60 +0,40% ... Marel 62,80 +0,00% ... SÍF 4,83 +0,00% ...Straumur 13,25 -0,40% ... Össur 88,00 +0,00% Flaga +3,33% Tryggingamiðst. +2,17% Jarðboranir +0,98% Icelandic Group -1,86% Atlantic Petroleum -1,33% Actavis -0,96% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: 370 milljar›a yfirtökutil- bo› í Skandia. Bur›arás hefur hagnast yfir flrjá milljar›a á fjárfesting- unni. „Okkur líst vel á tilboðið og ætlum að taka því. Það er í nokk- uð góðu samræmi við það sem við reiknuðum með,“ segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Suður-afríska fjármálafyrirtækið Old Mutual hefur lagt fram form- legt yfirtökutilboð í Skandia þar sem Burðarás á um 4,6 prósenta hlut. „Í heildina litið kemur þessi fjárfesting mjög vel út fyrir okkur,“ bætir Friðrik við. Heild- arfjárfesting Burðaráss í Skandia nemur nú um sautján milljörðum króna en hagnaður af fjárfesting- unni er um þrír milljarðar. Miðað við tilboð Old Mutual verður hlutabréfaeign Burðaráss um tíu milljarðar í suður-afríska félag- inu. Old Mutual býður 43,6 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Skandia, þar af um 40 prósent í peningum en restin verður greidd með nýju hlutafé. Markaðsvirði Skandia, sem er níunda stærsta fjármála- fyrirtæki Norðurlanda, er um 370 milljarðar króna miðað við tilboð- ið. Hluthafar sænska fyrirtækis- ins munu eignast um 26 prósent í Old Mutual-samstæðunni. Tilboð- ið er háð því að stjórn Skandia fallist á það í síðasta lagi 23. sept- ember næstkomandi. Telja verður mjög líklegt að aðrir stórir hluthafar í Skandia fallist á yfirtökuna, þar á meðal Cevian Capital og sænsku líf- eyrissjóðirnir AP1 og AP2. „Með sameiningu þessara tveggja fyrirtækja verður til sterk samsteypa sem hefur mikil tækifæri til stækkunar en jafn- framt minnkar áhættan í rekstrin- um,“ segir í tilkynningu frá Jim Sutcliffe, forstjóra Old Mutual. Stjórnendur Old Mutual áætla að með yfirtökunni verði hægt að hagræða í starfsemi beggja félaga og skera niður kostnað um átta milljarða króna á ári. Old Mutual skilgreinir sig sem fjármálafyrirtæki er sinnir trygg- ingastarfsemi, eignastýringu og einkabankaþjónustu. Helstu starfssvæði Old Mutual eru í Suð- ur-Afríku, Bretlandi og Banda- ríkjunum auk Namibíu og Simbabve. Fyrirtækið mun í framhaldinu skrá bréf sín í kaup- höllinni í Stokkhólmi til viðbótar við London, Jóhannesarborg og fleiri staði. eggert@frettabladid.is Burðarás tekur tilboði Old Mutual KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Atorka kaupir meira í NWF Fjárfestingarfélagið Atorka Group hefur bætt við hlutabréfum í breska iðnaðarfélaginu NWF Group. Hlutur Atorku er orðinn tólf prósent, sam- kvæmt tilkynningu til bresku kaup- hallarinnar. NWF Group er byggt upp á fjórum einingum: Flutningastarfsemi, fóður- framleiðslu fyrir landbúnað, einkum nautgriparækt, olíudreifingu og smá- sölu með garðvörur. Markaðsvirði þess er um fimm milljarðar. - eþa FRAMLEIÐA FÓÐUR FYRIR KÝR Atorka hefur keypt stærri hlut í NWF Group, sem framleiðir fóður fyrir land- búnaðinn. Greiningardeildir ósammála um áhrif er- lendrar útgáfu skulda- bréfa í krónum á st‡ri- vexti. Greiningardeild Landsbank- ans telur að útgáfa skulda- bréfa erlendis í íslenskum krónum verði til þess að Seðla- bankinn hækki stýrivexti sína meira en ella. Greining Ís- landsbanka er þessu ósam- mála og telur bankann munu hækka vexti minna en annars hefði orðið. Erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum hefur styrkt gengi krónunnar að undanförnu og ekki sést fyrir endann á þeirri þróun. Íslands- banki telur að Seðlabankinn muni horfa til þess að áhrif vaxtamunar milli innlendra og erlendra skammtímavaxta á krónuna sé meiri en reikna hafi mátt með, Bankinn hækki því líklega stýrivexti minna en ella. Greiningardeild Lands- bankans telur að sú skoðun að bankinn taki tillit til gengis krónunnar sé vaxandi á mark- aði og það grafi undan trú- verðugleika peningastefnunn- ar. Landsbankinn telur því að bankinn noti tækifærið til að taka af öll tvímæli og hækki stýrivexti meira en ella hefði verið og spáir því að hækkun- in verði á bilinu 0,5 til 0,75 prósent. Peningamál koma út 29. september og þá er búist við vaxtaákvörðun bankans. - hh RISATILBOÐ Í SKANDIA Old Mutual hefur gert formlegt yfirtökutilboð í Skandia þar sem Burðarás er meðal stærstu hluthafa. Burðarás hagnast vel á fjárfestingunni. Kaupa í gasleitarfélagi Burðarás hefur eignast um tíu prósenta hlut í kanadíska orkufyrirtækinu Artumas Group, sem var nýverið skráð á norska hlutabréfamarkaðinn. Artumas sérhæfir sig í gasleit og rannsóknum í Tansaníu í samvinnu við þarlend stjórn- völd og leitar að fleiri tækifærum í Afríku. Hlutur Burðaráss er um hálfs milljarðs virði en félagið seldi í vikunni hlut sinn í olíuleitarfélaginu Exploration Re- sources með góðum hagnaði. - eþa VEÐJA Á GASIÐ Burðarás á orðið tíu prósent í kanadíska gasleitarfélaginu Artumas Group. Hagna›ur eykst um helming HAMPIÐJAN HAGNAST Hampiðjan jók hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins um helming þrátt fyrir hátt gengi krónunnar og minni sölu á veiðarfærum. Hampiðjan, sem rekur starfsemi í ellefu löndum, hagnaðist um 168 milljónir króna á fyrri hluta árs, þar af um 42 milljónir á öðrum árs- fjórðungi. Hagnaður samstæðunnar er um 48 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Tekjur samstæðunnar námu um 2.100 milljónum króna og hækkuðu um 3,5 prósent milli ára. Hampiðjan á um 10 prósenta eignarhlut í HB Granda og var hlut- deildarhagnaður félagsins um 64 milljónir króna. Stjórnendur Hampiðjunnar segja að sala veiðarfæra hafi dregist saman vegna minni kolmunna- og karfaveiða. Einnig geri sterk króna innlendri veiðarfæragerð erfitt fyrir. - eþa Ólíkar st‡rivaxtaspár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.