Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 HÆGAR SUÐLÆGAR EÐA BREYTI- LEGAR ÁTTIR Í DAG Bjartviðri austanlands en lítilsháttar væta vestan til. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 3. september 2005 - 237. tölublað – 5. árgangur Stór landsleikjalaugardagur Íslenska körfuboltalandsliðið og íslenska knattspyrnulandsliðið verða bæði í eldlínunni í dag. Körfuboltalandsliðið mætir Dönum klukkan 14 í Keflavík í baráttunni um að komast í hóp A-þjóða og knattspyrnulandsliðið fær eitt besta landslið Evrópu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þegar Króatar spila við okkar menn klukkan 18.05. Hress en hver er stefnan? Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti Reykvíkinga sjá Gísla Mart- ein Baldursson í stól borgarstjóra eftir næstu kosningar. Gísli er maður vik- unnar í blaðinu í dag. Fram kemur, sem raun- ar allir vita, að hann er hress og kátur, en ýms- um þykir hann þurfa að tala skýrar um stefnu- mál sín í stjórnmálum. MAÐUR VIKUNNAR 20 GUNNAR EGILSSON Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● ferðir ▲ Stefnir á heimsmet á torfærutrölli Ísland til sölu í Dúbaí DRAUMAVERÖLD FURSTANS ▲ SÍÐUR 26-27 HEITASTI LÚXUSFERÐAMANNASTAÐURINN ÍÞRÓTTIR 44 Hátíska og lúxus Helga Björnsson starfaði sem aðal- hönnuður tískukóngsins Louis Féraud í París. Nú er hún far- in að hugsa heim og langar að vinna meira á Íslandi þar sem orkan sé hrein og sköpunarkraftur- inn í hámarki. TÍSKA 42 VEÐRIÐ Í DAG Vill s‡na Íslendingum Cyklades-eyjarnar EGILL HELGASON FÓLK 58 ENGAR VATNSRENNIBRAUTIR HÖRMUNGARÁSTAND Stundum er sagt að náttúruhamfarir fari ekki í manngreinarálit en hörmungarnar í New Orleans og á nálægum svæðum afsanna hins vegar þá kenningu. Aðeins þeir ríku og sterku höfðu tök á að forða sér undan fellibylnum Katrínu. Flestir þeirra sem nú ganga í gegnum ótrúlegar raunir í New Orleans eiga aftur á móti sameiginlegt að vera veikir, aldraðir eða fátækir. M YN D /A P EFNAHAGSMÁL Erlend útgáfa skulda- bréfa í íslenskum krónum getur valdið verðbólguskoti þegar draga fer úr spennu í hagkerfinu. Skuldabréfin hafa styrkt krón- una að undanförnu og hagfræðing- ar greiningardeilda bankanna eru sammála um að krónan muni styrkjast og erlend skuldabréfa- útgáfa í íslenskum krónum muni halda áfram. Alls hafa verið keyptar krónur fyrir átján milljarða vegna skulda- bréfanna og búist er við því að fleiri slíkar útgáfur séu í farvatn- inu. Til samanburðar er áætlað inn- streymi gjaldeyris vegna stóriðju- framkvæmda 35 milljarðar í ár. Munur á vöxtum á Íslandi og í Evr- ópu er sjö prósent, sem gerir bréf- in freistandi fyrir erlenda fjár- festa, þrátt fyrir gengisáhættu. Bréfin eru til tveggja ára, en kaupendur bréfanna hafa mögu- leika á því að losa sig við áhættu af þeim fyrr með afleiðusamningum. Það þýðir að ef fjárfestarnir telja krónuna ætla að veikjast munu þeir hverfa á braut. Það getur svo leitt til þess að gengi krónunnar falli hratt og verðbólguskot komi í kjöl- farið. „Þetta er einn möguleikinn,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Hann segir einnig hugsanlegt að erlendir fjárfestar séu komnir til að vera á þessum markaði og að gengi krónunnar geti orðið hærra í framtíðinni en fyrr var gert ráð fyrir. Það þýði svo að samkeppnis- og útflutningsgreinar eigi erfiðara uppdráttar. - hh Erlend útgáfa skuldabréfa í krónum eykur hættu á verðbólgu: Skuldabréf keypt fyrir átján milljar›a Nýtt frumvarp í þingbyrjun: RÚV breytt í hlutafélag RÍKISÚTVARPIÐ Hætt er við að breyta Ríkisútvarpinu í sameign- arfélag eins og ráðgert var í frum- varpi menntamálaráðherra á síð- asta þingi. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafi ekki skilað loka- skýrslu vegna kæru sem stofnun- inni barst vegna ríkisstyrkja RÚV. Hins vegar segi í áliti, sem íslenskum stjórnvöldum hafi verið sent, að sameignarfélag brjóti í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Sameignar- félag um Ríkisútvarpið flokkist undir ríkisstyrki í ljósi þess að ríkið beri ótakmarkaða ábyrgð. Stjórnarflokkarnir taka mið af þessu áliti ESA og búa sig undir að leggja fram frumvarp í þing- byrjum þar sem gert er ráð fyrir að Ríkisútvarpinu verði breytt í einkahlutafélag. - jh Um flutning flugvallar: Álftanes ekki uppi á bor›inu SVEITARSTJÓRNARMÁL Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álfta- nesi, undrast ummæli Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflug- vallar út á Álftanes. „Mér finnst þetta óskaplega skrítin vinnubrögð, að demba sér út í ein- hverja vinnu sem ég hélt að væri ekki uppi á borðinu. Þessi hugmynd hefur ekki fengið neina formlega umfjöllun hér,“ segir Guðmundur og bendir á að fyrir 35 árum hafi því verið lýst yfir að hugmynd um flugvöll á Álftanesi væri úti af borðinu. Hann bendir á að á Álfta- nesi sé oft vestanvindur með öldu- gangi og líklega þyrfti að loka flug- velli þar nokkra daga á ári vegna sjógangs. Á mánudagskvöld verður hald- inn opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags Álftaness. - ss HAMFARIR Íslenskrar konu er sakn- að í Mississippi. Utanríkisráðu- neytið var beðið um að grennslast fyrir um afdrif tveggja Íslend- inga sem fjölskyldur hér heima söknuðu eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Annar þeirra, karlmaður, kom í leitirnar heill á húfi síðdegis í gær. Pétur Ásgeirsson hjá utanrík- isráðuneytinu, sem sér um aðstoð við Íslendinga erlendis, segir fólkið ekki tengjast. Hvort tveggja hafi búið um tíma í Bandaríkjunum og bæði í Miss- issippi. Óljóst sé hvort eitthvað hafi hent konuna þrátt fyrir að ættingjarnir hafi engar spurnir af henni haft. Konunnar hefur verið leitað frá fyrsta degi og segir Pétur að svo verði þar til hún finnist. Ís- lenska sendiráðið í Washington hafi biðlað til bandarískra stjórn- valda um upplýsingar en einnig hafi einn ræðismanna Íslendinga þar ytra hringt í Íslendinga til að athuga hvort einhver hafi heyrt í konunni en svo hafi ekki verið. Um tíu þúsund hafa látist í Louisiana, samkvæmt bandaríska öldungardeildarþingmanninum David Vitter. Hann segir að þús- undir flýji til nágrannaríkja. Fyrstu hjálpargögnin bárust í gær með herbílalestum og vopn- uðum hermönnum til borgarinnar New Orleans, fjórum dögum eftir að fellibylurinn fór yfir svæðið. Fólk hefur verið vatns- og matar- laust og ríkir glundroði í borg- inni. Glæpaklíkur fara um ræn- andi og ruplandi og er talin hætta á að smitsjúkdómar brjótist út. Bandarísk stjórnvöld eru harð- lega gagnrýnd fyrir seinagang við björgunarstörfin. Í Wash- ington Post var vitnað í yfirmann björgunaraðgerðanna í New Orleans, Terry Ebbert, sem segir að þær séu þjóðarskömm. „Við förum létt með að senda gríðarlegt magn hjálpargagna til fórnarlamba flóðbylgju í suður- hluta Asíu, en okkur tekst ekki að flytja fólk á brott frá New Orleans,“ segir Ebbert. Talið er að fimmtíu þúsund manns séu enn strandaglópar í borginni en átta- tíu prósent hennar eru undir vatni. Alþjóðabjörgunarsveit Slysa- varnafélagsins Landsbjargar er reiðubúin að fara á hamfarasvæð- in og hefur utanríkisráðuneytið komið erindi þessa efnis til yfir- valda í Bandaríkjunum. Beðið er svars. Sjá síður 8, 10 og 12 GUÐMUNDUR GUNNARSSON ▲ Íslenskrar konu er sakna› í Mississippi Tali› er a› allt a› tíu flúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Íslensk stjórnvöld grennslast fyrir um íslenska konu sem sakna› er. Alfljó›abjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar er rei›ubúin a› fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.