Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 20
Ég þáði það með þökkum þegar
mér var boðið með í róður á línu-
bát sem gerir að mestu út á leigu-
kvóta frá Siglufirði. Það er mikils
virði að kynnast af eigin raun
þeirri hörðu vinnu sem sjómenn
leggja á sig til þess að draga björg
í þjóðarbúið. Sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn virðast tor-
tryggja störf sjómanna svo mjög
að flokkarnir hafa komið á víð-
tækasta og strangasta eftirlits-
kerfi sem nokkur stétt í landinu
þarf að búa við. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur blásið út sérstaka eft-
irlitsstofnun með störfum sjó-
manna, Fiskistofu, þar sem meg-
ináherslan er lögð á að duglegir
sjómenn svindli ekki. Miklu
minna fer fyrir skynsamlegum
áherslum á að tryggja aukin gæði
og bætta meðferð á afla. Ekki er
látið sitja við það eitt að nota ein-
göngu þær tæplega 700 milljónir
sem renna árlega til að fylgjast
með störfum sjómanna, heldur
eru einnig starfsmenn hafna og
Landhelgisgæslan á vaktinni til að
tryggja að duglegir sjómenn
standi ekki í einhverju svindli.
Auðvitað er þetta gífurlega
eftirlit algjör áfellisdómur yfir
vonlausu fiskveiðistjórnunarkerfi
sem hefur skilað helmingi minni
þorskafla á land en fyrir daga þess.
Er eitthvert vit í því að marg-
falt hærri upphæðir fari í eftirlit
með duglegum sjómönnum en
fara samanlagt í löggæslu með
fíkniefnum og rannsókn á stærstu
efnahagsbrotum þjóðarinnar?
Þó nokkrir sem stunda sjóinn
eru á leigukvóta og stærsti hluti
af aflaverðmætinu fer til ein-
hvers sem er skráður fyrir kvót-
anum og kemur hvergi nærri
veiðunum. Þetta er auðvitað
skammarlegt óréttlæti og undar-
legt að Íslendingar láti það við-
gangast að fjöldi manna séu leigu-
liðar einhverra einstaklinga sem
eru skráðir sem handhafar sam-
eignar þjóðarinnar.
Ég var að hugleiða þessa stöðu
sem sjávarútvegur landsmanna
er kominn í þegar ég heyrði í ein-
um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Guðlaugi Þór Þórðarsyni í útvarp-
inu. Hann var að ræða óljóst um
eitthvert glerþak á greiðslum úr
sameiginlegum sjóðum lands-
manna til þeirra sem verða þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að eignast
börn. Á Guðlaugi Þór var að heyra
að um eitthvert stórkostlegt rang-
læti væri að ræða þegar ekki væri
hægt að dæla endalaust af pening-
um úr sameiginlegum sjóðum
landsmanna. Ég veit að honum og
félögum hans í Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokknum þykir hins
vegar mjög réttlátt og sanngjarnt
að harðduglegir sjómenn þurfi að
leigja til sín rétt til að nýta sam-
eign Íslendinga háu verði og að
leigan renni óskert til einhverra
einstaklinga sem koma hvergi ná-
lægt vinnunni og eiga ekki meira
en hver annar af því sem þeir eru
að leigja frá sér.
Vont er þeirra ranglæti en
verra er þeirra réttlæti.
3. september 2005 LAUGARDAGUR
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
Bls. 22-23
Eva Sólan í opinskáuHelgarblaðsviðtali þarsem hún ræðir meðalannars dauða föðursíns, baráttu móður sinnar við krabbameinog aðgerðina sem bjargaði sjóninni.
Bls. 18-19
Sjónvarpsþulan sem fékk sjónina á ný
Eva Sólan
Ætlar ekki aðgefast upp
MÉR
VAR
SAGT AÐÉG YRÐI
BLIND
Arnþrúður Karlsdóttir l tti
Andlega veikir segja sögu sína
Geðsjúkdómur er ekki dauðadómurÞögnin rofin
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 199. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005
Helgarblað
Bls. 4
Stjörnurnar styrkjaBjörn vagnstjóra
Birgitta
HaukdalÁ æstan
aðdáanda
í Kólumbíu Bls. 53
Sirrý
býður
í mat
Bls. 36
Bls. 30-33
SEX
TÍSKUDROTTNINGAR
Ólíkar týpur
tjá sig um
tískuna
Bls. 26-27
Eva Sólan í opinskáu Helgar-
blaðsviðtali þar sem hún ræðir
meðal annars dauða föður síns,
baráttu móður hennar við
krabbamein og aðgerðina sem
bjargaði sjóninni.
Sjónvarpsþulan sem
fékk sjónina á ný
j l
j i
Sjónvarpsstjarnan Gísli
Marteinn Baldursson, sem
keppir að því að verða odd-
viti sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn Reykjavíkur og
jafnframt næsti borgar-
stjóri, hefur fengið byr í
seglin að undanförnu.
Flokknum hans er spáð
meirihluta í borgarstjórn og
samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins vill meiri-
hluti borgarbúa að hann
verði næsti borgarstjóri.
Fjölmiðlar elta hann á rönd-
um og keppast við að fjalla
um hann. Í gær var hann í
forsíðuviðtali við Sirkus og
sama dag birtist heilsíðuút-
tekt á honum í Viðskiptablað-
inu. Fréttablaðið slæst í hóp-
inn og útnefnir Gísla Martein
„mann vikunnar“.
Gísli er alinn upp í Breið-
holtinu, sonur Baldurs Gísla-
sonar skólameistara og Elísa-
betar Jónu Sveinbjörnsdóttur.
Ekki voru stjórnmálaumræð-
ur á heimilinu hvetjandi fyrir
hann til að ganga í Sjálfstæðis-
flokkinn, því foreldrar hans
voru bæði vinstrisinnuð. En
Gísli Marteinn reyndist sjálf-
stæður í hugsun og fór sínar
eigin leiðir. Hann fór í Versl-
unarskólann, þar sem hann
varð hrókur alls fagnaðar í félags-
lífinu og gat sér orð fyrir ræðu-
mennsku. Hann kaus að læra
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands og kynntist þar Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni prófess-
or, sem haft hefur mikil áhrif á
hann. Eftir að hafa dvalist um
hríð við framhaldsnám í Þýska-
landi var hann ráðinn fréttamaður
á Sjónvarpinu og síðan hefur sú
stofnun verið vinnustaður hans.
Þekktastur er hann fyrir spjall-
þættina á laugardagskvöldum þar
sem hann hefur skapað sér ímynd
hins hláturmilda og hressa sjón-
varpsmanns.
Það er ekki nýtt, hvorki hér-
lendis né erlendis, að fjölmiðla-
stjörnur hasli sér völl í stjórnmál-
um. En það er ekki nóg að vera
frægur og frískur; þegar nær
dregur kosningum vilja menn vita
fyrir hvað frambjóðendur standa.
Sumum finnst það heldur óljóst
hvað Gísli Marteinn ætlar að hafa
á boðstólum nái hann oddvitasæti
sjálfstæðismanna. Hann kallar
sig frjálshyggjumann og talar
mikið um aðdáun sína á Davíð
Oddssyni. En það segir svo sem
ekki mikið þegar kemur að borg-
armálum. Ef menn halda að
Gísli Marteinn vilji koma á
víðtækri einkavæðingu í
borgarkerfinu getur Davíð
varla verið fyrirmyndin.
Andstæðingar Gísla Mart-
eins í vinstriflokkunum
munu leggja sig í líma við að
finna á honum snögga bletti
og líklega telja þeir vænlegt
til árangurs að tala um að
hann ætli að selja skólana í
borginni. Steinunn Valdís
borgarstjóri var komin í
þennan ham í sjónvarpinu í
vikunni en náði einhvern
veginn ekki að fylgja því
eftir.
Eitt stefnumál Gísla
Marteins er opinbert. Hann
vill flytja Reykjavíkurflug-
völl á brott og byggja í Vatns-
mýrinni. Í samtali við Sirkus í
gær vefst þetta gamla vand-
ræðamál allra stjórnmála-
flokkanna lítið fyrir honum:
„Ef við kæmust að þá mynd-
um við byrja á þessu daginn
eftir“.
En hvað um önnur mál sem
brenna á borgarbúum? Dag-
vistarmál, lóðamál, miðborg-
armál, umferðarmál? Um þau
hefur Gísli Marteinn verið fá-
orður en viðbúið að hann þurfi
að vera tilbúinn að segja skoð-
un sína afdráttarlaust nú þeg-
ar prófkjörsbaráttan í Sjálfstæð-
isflokknum er að hefjast.
Sumum finnst Gísli Marteinn
full ungur til að verða borgar-
stjóri. En það er kannski vegna
þessa að hann lítur út fyrir að
vera yngri en hann er. Gísli Mart-
einn er orðinn 33 ára og eins og
hann hefur sjálfur bent á voru
Bjarni Benediktsson og Davíð
Oddsson báðir yngri en hann
þegar þeir urðu borgarstjórar. Í
viðskiptalífinu þykir það ekki til-
tökumál að treysta ungum mönn-
um til ábyrgðarstarfa og sama
hlýtur að gilda um stjórnmálin.
MAÐUR VIKUNNAR
Hress en fáor›ur
um stefnumálin
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON
BORGARSTJÓRAEFNI
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
–
H
U
G
VE
R
K
A.
IS
Sjálfstæ›is- og framsóknarmenn
tortryggja sjómenn
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
LEIGUKVÓTI
Er eitthvert vit í flví a› marg-
falt hærri upphæ›ir fari í
eftirlit me› duglegum sjó-
mönnum en fara samanlagt í
löggæslu me› fíkniefnum og
rannsókn á stærstu efnahags-
brotum fljó›arinnar?