Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,88 61,18 111,85 112,39 76,40 76,82 10,243 10,303 9,799 9,857 8,218 8,266 0,5554 0,5586 90,31 90,85 GENGI GJALDMIÐLA 02.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 106,3506 -0,5% 4 3. september 2005 LAUGARDAGUR Lyfjasending Glaxo í gæðaeftirliti fram yfir helgi: Bóluefni gegn lifrarbólgu B ófáanlegt LYFJAMÁL Bóluefni gegn lifrar- bólgu B er nú ófáanlegt hjá inn- flytjanda hér. Ný sending er kom- in til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar, forstjóra Glaxo á Íslandi. Hjörleifur segir að bóluefnið hafi fyrst klárast hjá fyrirtækinu í júlí. Það hafi ekki varað lengi, því fljótlega hafi komið ný send- ing. Á þriðjudaginn var hafi bólu- efnið svo klárast aftur. Það þurfi að fara í gegnum sérstakt gæða- eftirlit áður en því er dreift og það standi einmitt yfir nú. Vonir standa til að sala hefjist á bóluefn- inu í næstu viku. Hjörleifur bætir við að yfir- leitt sé hægt að sjá þörfina á þessu bóluefni nokkuð fyrir. Það sé tiltölulega vandmeðfarið og geymist illa. Því sé ekki hægt að liggja með miklar birgðir í einu. Nú í ágúst hafi einn aðili allt í einu keypt mörg hundruð skammta. Bóluefni gegn lifrarbólgu B er einkum notað til bólusetningar starfsfólks á heilbrigðisstofnun- um, að sögn Hjörleifs. Einnig er það notað af lögreglu og á öðrum vettvangi þar sem hætta er á að fólk lendi í návígi við smitað blóð eða líkamsvökva. - jss Ney›arástand ríkir í leikskólum borgarinnar Um hundra› starfsmenn vantar í leikskóla Reykjavíkurborgar en engar tölur eru til um fjölda barna á bi›lista eftir plássi. Borgarstjóri heitir auknu fjár- framlagi svo leysa megi starfsmannavandann. LEIKSKÓLAR Engar tölur eru til um það hjá menntasviði Reykjavíkur- borgar hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi í leikskólum borgarinnar vegna starfsmanna- eklu. Að sögn Gerðar G. Óskars- dóttur, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, vantar enn um 100 starfsmenn í leikskólana og hafa leikskólastjórar í átján leikskólum tilkynnt að þeir neyð- ist hugsanlega til að grípa til að- gerða vegna skorts á starfsfólki ef starfsmannamál leysast ekki á næstunni. „Leikskólastjórar segjast neyðast til að stytta dvalartíma barna og stytta skóladaginn,“ segir Gerður. Þá hafa myndast biðlistar vegna manneklu því sumir leikskólar geta ekki tekið inn ný börn sem sótt hafa um vist. Alls eru 132 börn á biðlista í þeim 18 leikskólum sem ástandið er verst í. Leikskólinn Geisla- baugur í Grafarholti er þar á meðal. Þar eru 34 börn á biðlista og enn á eftir að ráða í sex stöður af 24, að sögn leikskólastjórans, Ingibjargar Eyfells. Guðrún María Harðardóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, hélt fund með foreldrum og starfs- mönnum leikskólans í fyrradag og var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viðstödd. Á Granda- borg vantar í þrjár til fjórar stöð- ur en leikskólinn er samt sem áður fullsetinn því búið var að taka öll ný börn inn áður en starfsfólk hætti fyrirvaralaust. „Við ákváðum á fundinum að skerða vistunartíma á hvert barn um eina klukkustund,“ segir Guðrún María. „Það eru mildustu aðgerðirnar sem við gátum gripið til,“ segir hún og bendir á að aðrir leikskólar hafi jafnvel þurft að loka deildum til skiptis heilu dagana. Steinunn Valdís tilkynnti þar jafnframt að kjarasamningar starfsmanna á leikskólum og frí- stundaheimilum yrðu endurskoð- aðir fyrr en ætlað var og að borg- in geri ráð fyrir auknum kostnaði sem nemi 20 til 50 milljónum vegna aukins álags á starfsfólk vegna manneklu. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur vantar enn um 100 starfs- menn á frístundaheimili borgar- innar. sda@frettabladid.is Íslenska fyrir útlendinga: Kenna 700 útlendingum MENNTUN Mímir-Símenntun tekur að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni. Samningur þess efnis var undir- ritaður í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg 1 klukkan hálf tvö í gær. Mímir nýtur þó krafta nokkura kennara úr Námsflokkunum sem áfram munu kenna útlendingunum. Í samningnum felst einnig að Reykjavíkurborg stofni starfshóp skipaðan fólki með þekkingu og reynslu og hefur hópurinn það verk með höndum að þróa kennsluhætti í íslensku fyrir útlendinga. - jse Innbrot í tölvuverslun: firír fengu skilor› DÓMSMÁL Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fang- elsi. Dómarnir voru allir skilorðs- bundnir í þrjú ár. Sá sem þyngstan dóminn hlaut er jafnframt elstur í hópnum, en hann var auk innbrotsins ákærður fyrir vörslu kannabisefna og am- fetamíns. Þá hafði hann í tvígang verið gripinn fyrir að aka bíl próf- laus. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. - óká Kosningar á Srí Lanka: Fri›ur er forgangsatri›i SRÍ LANKA, AP Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra Sri Lanka, er talinn manna líklegastur til að fara með sig- ur af hólmi í forsetakosn- ingum sem haldnar verða í landinu síð- ar á þessu ári. H a n n sagði í sam- tali við AP- fréttastofuna að ef hann næði kjöri yrði efst á forgangslista hans að koma á varanlegum friði á milli stríðandi fylkinga Tamíla og Singala. Rajapakse er flokksbróðir Chandrika Kumaratunga, nú- verandi forseta landsins, en hún má ekki gefa áfram kost á sér vegna kosningalaga landsins. GAMAL MUBARAK Gamal stýrir kosninga- baráttu föður síns og er sagður eftirmaður hans. Sonur Mubarak: Fetar í spor fö›ur síns EGYPTALAND, AP Gamal Mubarak, sonur Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, sést iðulega við hlið föður síns í kosningabaráttunni sem stendur yfir í landinu. Gamal, sem er yngsti sonur forsetans, er 41 árs og er sagður sjálfskipaður eftirmaður föður síns. Það hve áberandi hann hefur verið í kosningabaráttu föður síns er talið til marks um að forsetinn sé að undirbúa jarðveginn fyrir hann sem arftaka sinn. Hann stýrir kosningabaráttu föður síns en vinnur einnig að um- bótum innan flokks síns. ÓK Á HÚS Fólksbíll eyðilagðist þegar honum var ekið af Reykja- víkurvegi í Hafnarfirði á hús á horni Skúlaskeiðs. Að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði slapp ökumaður bílsins ómeiddur, en hann er grunaður um ölvun við akstur. BÍLVELTA Í GRAFARHOLTI Bifreið skemmdist mikið í veltu við Jóns- geisla við Reynivatnsveg í Graf- arholti á tólfta tímanum á fimmtudagskvöld. Að sögn lög- reglu í Reykjavík voru tveir menn í bílnum og sluppu þeir lítið meiddir. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLAN Lögreglumenn eru meðal þeirra starfshópa sem fá bólusetningu við lifrarbólgu B. MAHINDA RAJAPAKSE Hann er talinn manna líklegastur til að fara með sigur af hólmi í forsetakosningum á Srí Lanka. GUÐRÚN MARÍA HARÐARDÓTTIR LEIKSKÓLASTJÓRI Guðrún hélt fund með foreldrum í Grandaborg þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lofaði auknu fjárframlagi frá borginni til að leysa starfsmannavanda leikskólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.