Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 61
109Selja-hverfið er einbýlishúsahverfi Breiðholtsins. Vissulega eru fjölbýlishús inni á milli, en hvar annars staðar í Breið- holtinu yrðu íbúarnir æfir yfir hug- myndum um að tengja hverfið betur við Smáralindina? Eða að reisa fjöl- býlishús? Í 109 eru einnig Bakkarnir, undarleg blanda stórra blokka og virðulegra raðhúsa. Stærsti íbúahóp- urinn er óákveðinn, tæp 39 prósent. Rúmt 31 prósent styður Sjálfstæðis- flokk og tæp þrettán prósent Sam- fylkingu. Jafnmargir, eða rúmt pró- sent, segjast styðja Framsóknarflokk eða Vinstri græna, en enginn gefur sig fram sem styður Frjálslynda. Ein- hver óánægja virðist vera í þessu hverfi, því hvergi eru þeir fleiri sem segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu (11,3%). Tæp fjögur prósent neita að svara. 40 3. september 2005 LAUGARDAGUR Drjúg mið óákveðinna Eins og fram hefur komi› í sko›anakönnunum sem Fréttabla›i› hefur birt í vikunni hafa rúmlega 34 prósent Reykvíkinga ekki gert upp hug sinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Svanborg Sigmarsdóttir leit flví yfir tölurnar til a› sko›a í hva›a hverfi stjórnmálamenn ættu helst a› stefna til a› sveigja óákve›na til li›s vi› sig. Í þeim skoðanakönnunum semFréttablaðið hefur birt í vik-unni kemur í ljós að stjórn- málaskoðanir Reykvíkinga geta verið mismunandi eftir hverfum borgarinnar. Flestir virðast til að mynda óákveðnir sem búa í póstnúmeri 107, tæplega helmingur íbúanna. Tæplega helmingur íbúa póst- númers 108 segist hins vegar myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef boðað yrði til kosninga nú. Hlutur óákveðinna eftir hverf- um er misjafn og ekki þótti úr vegi að skoða á hvaða mið stjórnmálaflokkarnir ættu helst að sækja til að veiða þá sem ekki hafa enn gert upp hug sinn. Þessir útreikningar eru þó meira til gamans gerðir en að sýna stöðu mála í hverfum, þar sem fáir einstaklingar eru á bak við þær tölur sem hér birtast. Tölur um fylgi miðast við alla svarendur, en ekki bara þá sem tóku afstöðu. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?“ 101Hérna halda„miðbæjarrott- urnar“ sig. Fólk sem hefur það orð á sér að fara helst aldrei út fyrir miðbæinn og stundum er sagt um þessa einstaklinga að þeir telji sig vera komna upp í sveit þegar þeir nálgast Kringluna. Ekkert er fullyrt um það hér hvað sé rétt í því máli. Stuðningur við Frjálslynda flokkinn (2,6%), Samfylkinguna (22,1%) eða Vinstrihreyfinguna – grænt framboð (11,7%) er hvergi meiri en meðal íbúa í póstnúmeri 101. Í engu póstnúmeri er stuðningurinn minni við Sjálfstæðis- flokkinn (23,4%), en flokkurinn hefur þar samt mest fylgi stjórnmálaflokkanna. Tæp 34 prósent segjast óákveðin og tæp fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa, skila auðu eða neita að svara. Allir flokkar ættu því að hlúa að íbúum í 101, því atkvæðin gætu fallið á hvaða veg sem er. 103Lítið hverfi við Kringluna,þar sem fáir búa. Því tóku mjög fáir frá þessu hverfi þátt í könnuninni. Kringlusvæðið vill oft gleymast í umræðunni og sumir telja jafnvel að þarna sé ekkert nema verslanir, skólar og skrifstofur. Þó að það selji alltaf að kynna sig í versl- unarmiðstöðinni sjálfri má ekki gleyma íbúunum. Flestir úr hverfinu segjast myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn (30,8%) en næststærsti hópurinn er óákveðinn (23,1%). Enginn úr þessu hverfi játaði á sig að vilja kjósa Framsóknarflokk eða Frjálslynda flokkinn og þyrftu þeir tveir hópar því verulega að bretta upp ermarnar í 103. Rúm fimmtán prósent segjast myndu kjósa Sam- fylkingu og tæp átta prósent Vinstri græna. Rúm 23 prósent segjast hins vegar ekki ætla að kjósa, skila auðu eða neita að svara. Sjálfstæðisflokk- urinn virðist hafa nokkuð forskot á aðra flokka í þessu hverfi. 104Laugardalurinn er nokkuð stórthverfi, þar sem bæði má finna Laugarásinn og Vogana. Í eina tíð var talað um Laugarásinn sem snobbhæð Reykjavíkur, hvað sem það nú er. Í Vog- unum aftur á móti ólust upp sumir af núlifandi menningarvitum sem hallast frekar til vinstri í stjórnmálum eins og Einar Már, Einar Kára, Friðrik Þór, Bubbi Morthens og bróðir hans Tolli. Enda kemur í ljós að skoðanir íbúa 104 eru frekar skiptar. Tæp 26 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn, rúmt 21 prósent leggst á sveif með Samfylkingu, en tæp 32 prósent eru óákveðin. Aðrir flokkar eru minni spámenn í hverfinu. Tæp átta prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, enginn lýsti sig stuðningsmann Frjálslyndra og eitt og hálft prósent sagði vinstri græna vera sína menn. Rúm tólf prósent ætla að kjósa eitthvað annað, ætla ekki að kjósa eða neita að svara. Margir eru óákveðnir, en líkur eru á að flestir velji á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 107KR-hverfið; Vesturbærinn að Seltjarnarnesi.Þarna býr háskólaliðið í bland við blokk- irnar úti á Granda. Vinsæl hús við Ægisíðuna og Sörlaskjólið og ekki hefur verið óvinsælla að flytja í skeljasandshús á Melunum með grónum garði. Hér ættu allir að koma sér upp kosningamiðstöð og varla kæmi það að sök að gera tilraun á næsta aðalfundi til að taka yfir stjórn KR. 46 prósent svarenda í þessu hverfi hafa ekki ákveðið sig hvaða flokk þeir vilja kjósa og eru engir íbúar hverfis í Reykjavík jafn óákveðnir og KR-ingar. Sjálfstæðismenn hafa mestan stuðing einstakra flokka (26%), og eins og í öllum öðrum hverfum er Samfylking í öðru sæti. Þau eru þó fá hverfin þar sem jafn fáir gefa sig út fyrir að styðja Samfylkingu (14%). Tvö prósent styðja Frjálslynda, sem og Framsókn- arflokk, en helmingi fleiri hafa hjörtu sem slá í takt við vinstri græna. Sex prósent kjósa ekki eða skila auðu. 108Fossvogurinn er traustur og að því ervirðist blár. Tæp 45 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en rétt tæp tólf prósent eru fylgjandi Samfylkingu. Framsókn og Frjálslyndir fá eitt prósent hvor. Eina ljósglætan í myrkrinu fyrir aðra flokka en Sjálfstæðis- flokk er að það eru rúm 31 prósent enn óákveðin og rúm sjö prósent ætla ekki að kjósa eða neita að gefa upp hvað yrði kosið. Fyrir þá flokka sem vilja spila taktískt og hafa ekki úr miklu að spila yrði betra að einbeita sér að öðrum hverfum og spara kraft- ana. 112Grafarvogurinn hefur haftþað orð á sér að vera skjól sjálfstæðismanna í borg sem stjórn- að hefur verið af Reykjavíkurlistan- um í ellefu ár. Rúmt 31 prósent íbú- anna stendur enn undir því nafni og segist styðja Sjálfstæðisflokkinn. Tæp 17 prósent styðja Samfylkingu, rúm þrjú prósent styðja Vinstri græna og tæp þrjú prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Ekki nema tæpt prósent sér framtíðina í Framsókn. Ellefu prósent kjósa ekki eða neita að svara. Flokkarnir vilja þó líklega helst finna þessi rúmu 33 prósent sem eru enn óákveðin. Sagan segir að það hafi ekki bara sjálfstæðismenn flutt í hverfið síðustu árin. 105Norðurmýrin, Holt ogHlíðarnar, sker meðal annars miðbæinn frá Kringlunni. Fáir eru jafn óákveðnir og íbúar þessa póstnúmers. Rúm 37 pró- sent eru enn í pottinum, 42 pró- sent með þeim sem neita að svara. Stuðningur við Sjálfstæðis- flokk er í minna fallinu í þessu póstnúmeri, sé miðað við önnur hverfi, en rúm 24 prósent segjast myndu kjósa þann flokk. Tæp 20 prósent styðja Samfylkingu og rúm níu prósent Vinstri græna. Engin stuðningsmaður Frjáls- lyndra gaf sig fram í Norðurmýr- inni en rúm tvö prósent vilja Framsókn til valda. Á þessi mið er gott að sækja, hvort sem er með því að dreifa bækling- um á Hlemmi eða hitta rétta fólkið í galakvöldverð í Kringlunni. Danskennsla Dansdeild ÍR, Skógarseli 12, 109 R. Barnadansar,gömludansarnir, tískudansar og samkvæmisdansar. Börn, unglingar og fullorðnir, Byrjendur + framhald. Dansráð Íslands Skoðið heimasíðu okkar www.ir-dans.com Símar 662-6900/ 587-7080 FR A A M SÓ K N A R FL O K K U R SJ Á LF ST Æ Ð IS FL O K K U R 30,4% 2,8% FR JÁ LS LY N D IR 16,9% 1,3% SA M FY LK IN G „HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF BORGARSTJÓRNARKOSNINGA NÚ?“ Flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins Flestir óákveðnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.