Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 31
HERBIE Bíllinn sem varð kvik- myndastjarna. BLS 6 [ FÓTBOLTAFERÐIRHópferðir á leiki í ensku knattspyrnunni. BLS 6 ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 3. september, 246. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.16 13.27 20.36 AKUREYRI 5.55 13.12 20.26 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Gunnar Egilsson, eigandi Icecool á Selfossi, er að leggja lokahönd á sér- útbúinn torfærubíl sem hann treystir til að komast á Suðurpólinn á met- tíma. Gunnar segir breska aðila hafa haft samband við hann í apríl síðastliðnum og beðið hann að breyta fjögurra hjóla Ford Econoline í sex hjóla bíl þannig að hann henti til ferðar á Suður- skautið. „Þeim hafði verið bent á okkur á Icecool- verkstæðinu,“ útskýrir hann. Sjálfur á hann bíl af þessari gerð sem hann breytti 1999 og hefur not- að heilmikið á fjöllum með góðum árangri. „Ég bara klónaði hann. Þessi nýi er þó með stærri olíutanki, sem tekur 550 lítra. Samt dugar hann ekki, við verðum með meiri olíu með okkur. Svo setti ég frostþolnari slöngur í hann og olíufýringu. Við tókum skiptinguna í gegn og settum milligír og millikassa,“ lýsir hann en skyldi ekki hafa verið erfitt að útvega allt efnið? „Það tók sinn tíma og þetta var mikil vinna,“ svarar hann. Gunnar er skipstjóri að mennt, búsettur á Selfossi, giftur og fjögurra barna faðir. Hann hefur ferðast mikið um hálendi landsins og jöklarnir eru í uppáhaldi. Síðasta vetur fór hann um tíu jökla á fimm dögum og gekk vel. Nú er hann að leggja af stað í pólferðina. „Ég fer með bílinn á Norrænu til Englands. Svo fer hann með skipi til Buenos Aires í Argent- ínu og þaðan keyrum við þrír saman, ég og tveir Bretar, um 3.000 kílómetra leið niður Suður-Ameríku. Síðan bætast aðrir þrír Bret- ar í hópinn og við ætlum að vera komnir á Suður- skautslandið í lok nóv- ember. Ég reikna með að verða 72 tíma að keyra frá strönd á pólinn og miða þá við fimmtán kílómetra meðalhraða. Það hefur aldrei verið gert en mun vekja at- hygli ef það lukkast,“ segir hann vongóður. Gunnar tekur ýmsa varahluti með en treystir samt bílnum vel, enda þekkir hann næstum hvert stykki. „Bíllinn var allur tek- inn í gegn. Í raun stóð bara undirvagninn og vélin eftir þegar við byrjuðum að byggja hann upp. Þetta er mikil smíði og mikil sér- þekking sem við búum yfir hér á Íslandi. Út- lendingar komast ekki með tærnar þar sem við höfum hælana.“ gun@frettabladid.is Stefnir á heimsmet á torfærutrölli Bílaframleiðendur leggja til mikið fé og bílaflota til að hjálpa fórnarlömbum fellibyls- ins Katrínar, sem olli miklu tjóni og skildi marga eftir heim- ilslausa og bíllausa. GM hefur boðið fram fjárframlög, bifreiðar og ókeypis þjónustu úti á vegunum, Ford og Daimler Chrysler aðstoða fólk við greiðslur á bílalán- um, Nissan hefur boðið fram bifreiðar og Honda rafgeyma. Bílaiðnaðurinn í Ameríku hefur með þessu lagst á eitt um að létta á hjá fórnarlömbunum. Kúbuferðir hafa notið mikilla vinsælda hjá Heimsferðum og nú hefur ferðaskrifstofan bætt við aukaflugi. Heimsferðir fóru fyrr á þessu ári að bjóða viku- legt flug til Kúbu og hefur það notið mikilla vinsælda. Íslend- ingar hafa löngum verið hrifnir af Kúbu og þá sérstaklega vegna þess að hún hefur hald- ist óbreytt í fjöldamörg ár. Margir telja það tímaspursmál hvenær Fidel Castro fellur frá og Kúbu verður kippt inn í nútímann. Mótorhjól hafa aldrei verið vin- sælli en nú og virðist áhuginn fara vaxandi. Samkvæmt sam- antekt tímaritsins Bílar og Sport stefnir í nýtt met í bæði mótor- hjólainnflutningi og tökum mótorhjólaprófa. Um miðjan ágúst voru næstum 1.400 mót- orhjól komin til landsins frá áramótum en fyrir í landinu voru rétt um 3.000 hjól um áramót. LIGGUR Í LOFTINU [ BÍLAR - FERÐIR ] KRÍLIN Gestgjafinn er sá sem gefur öllum gestunum gjafirnar í afmælinu sínu! SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Gunnar treystir bílnum vel enda þekkir hann næstum hvert einasta stykki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G IL L B JA R N AS O N Ford Econoline Framleiðsluland: Bandaríkin Árgerð: 2003 Vél: 7,3 l power stroke turbo diesel Hestöfl: 300+ Dekk: 6x44“ Trexus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.