Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 16
Á laugardagsmorgni, fyrir rúmri viku, vaknaði ég snemma og leit út um gluggann og leit þessa dýrðlegu stund í veðri og nátt- úru. Sólris, stillilogn, tært loft, spegilsléttur sjór. Ég upplifði sterkt þá tilfinningu að vera barn þessarar náttúru, barn aft- ur, og þakkaði fyrir að fá að vera til. Ennþá. Eftir því sem lífið lengist, því styttra finnst mér það verða. Í þessu kann að leynast þversögn en samt er þetta satt. Það er í rauninni ógnvekjandi, hvað hratt líður stund, sumarið búið áður en maður veit af og svo kemur haustið og jólin eftir nokkrar vikur og heilt ár liðið „eins og það hefði gerst í gær“. Þegar ég var yngri var tíminn miklu lengur að líða. Maður beið eftir því að verða fullorðinn, beið eftir morgundeginum, helginni eða afmælinu, og þessi bið ætlaði aldrei að taka enda og silaðist áfram eins og heil eilífð. Nú renna dagarnir og árin framhjá með ógnarhraða og samferðar- mennirnir hverfa af sjónarsvið- inu einn af öðrum og hvenær kemur röðin að mér? Eins gott að njóta lifsins, nota dagana, nýta hverja stund, ekki satt, og maður keppist við. En hvernig? Sú var einmitt tíðin að maður vann og vann og kepptist við á framabrautinni og tók fullan þátt í kapphlaupinu um lífsþægindin til að eiga eitthvað eftir þegar ellin færðist yfir og maður beið eftir efri árunum til að njóta þeirra, hætta harkinu, hætta öllu puðinu og setjast í helgan stein.Og svo rennur þetta tímabil upp á ævi manns, þessi svoköll- uðu efri ár og maður stendur eins og illa gerður hlutur og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Óttast tómarúmið. Hræðist að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Kann ekki að lifa lífinu. Þetta er flókin þraut og enn ein þversögnin. Það er því miður ekki til nein formúla fyrir því hvernig menn eigi að verja tíma sínum og njóta lífsnautnarinnar. Sumir fá útrás með því að vinna, aðrir hamast við að skemmta sér eða ferðast eða taka til i garðinum eða sitja bara fyrir framan sjón- varpið og bíða eftir næsta þætti. Lesa blöðin, kíkja í tölvuna (fyrir þá sem það kunna), láta sér leiðast, muna eftir afmælis- dögum í fjölskyldunni og svo er auðvitað þetta algengasta, að takast á við veikindi. Slæmur í baki, með of háan blóðþrýsting, verður að gæta mataræðis og til er fólk sem situr heima og telur peningana sína og er enn að spara til elliáranna, þó þau séu löngu komin. Og deyr svo frá öllu saman. Ég veit það ekki, það er vita- skuld undir hverjum og einum komið, hvað honum finnst lífs- nautn, það sem mér finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðin- legt en eftir því sem árin færast yfir, er mér í fyrsta lagi ljóst, hvað okkur er lítill tími skammt- aður. Í öðru lagi að muna eftir því að dagurinn í dag er dagur- inn sem þú lifir, augnablikið í lífi þínu sem aldrei kemur aftur. Verðmætin liggja ekki í stöðu- táknum, yfirlæti, veraldlegum auðæfum eða langri ferilskrá. Lífið gengur ekki út á að gera, heldur að vera. Vera til, gleðjast, njóta, vera ekki neitt nema þessi eini einstaklingur, barn náttúr- unnar, barnið sem í þér býr og lifir og hefur hlotnast sú gæfa að fæðast inn í þennan heim. Í ör- skamma stund. Þú kemur og þú ferð. Og til hvers þá að spilla þessari stuttu dvöl með því að ergja sig út í aðra, fyllast reiði eða hatri eða belgja sig út af vandlætingu vegna þess að manni finnst að einhver hefði átt að gera eitthvað öðru vísi en þú vildir. Svo ekki sé nú talað um hégómann í lífi okkar sem ekki kemur að miklum notum þegar þú ert lagstur láréttur í kirkju- garðinn. Þar liggur allt það fólk, sem gekk þessa sömu götu og við, gerði samskonar mistök, hafði samskonar væntingar og þeir sem á undan komu og á eftir fóru og áttaði sig ekki á því, frek- ar en við, að ævin er of stutt, til að gera annað og merkilegra en það eitt að vera til. Þegar sólin varpaði geislum sínum inn í svefnherbergiðg mitt þennan laugardagsmorgun fyrir rúmri viku, varð ég barn í annað sinn. Tvisvar verður gamall maður barn. Eins og lífið sjálft hefði staðið í stað. Það hefur allt breyst og þó hefur ekkert breyst. ■ Innanflokksátök vegna komandi prófkjara magnast dag frá degi. Þar sem mikið er undir, einkum hjá þeim sem ætla sér mesta vinningana, er ekki við öðru að búast en að átökin eigi eftir að harðna, versna og verða opinberari en nú er. Enn er svo komið að frambjóðendur sýna hver öðrum kurteisi á yfirborðinu en um leið og tryggt er að ekki heyr- ist til þeirra kveður við annan og beittari tón. Tón sem á eftir að fljóta yfir varnargarðana. Þess vegna verður ekki séð hvernig sárin geta gróið á stuttum tíma, svo að flokks- félagar sem hafa tekist svo harkalega á eigi eftir að vinna náið og traust saman fáum mánuðum eftir vígin. Enn ber mest á átökum meðal Gísla Marteins Baldursson- ar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Þeir hafa opinberlega bent á málstað hins, sjálfum sér til framdráttar. Þeir eiga eftir að vera áfram saman í flokki og ef þeir og þeirra nán- ustu stuðningsmenn eiga eftir að segja opinberlega allt það sem enn er hvíslað um verða átökin svo hörð að við sem stöndum utan eigum erfitt með að sjá að um heilt grói. Samt er Steinunn Valdís Óskarsdóttir meistari óheppi- legra orða, eða kannski hreinræktaðs klaufaskapar. Það var kostulegt þegar hún sagði Stefán Jón Hafstein hafa lengið gengið með borgarstjórann í maganum. Þó það nú væri, skárra væri það ef sá sem vann fínan sigur í síðasta próf- kjöri Samfylkingarinnar ætlaði sér ekki áfram að leiða flokkinn í borginni og þá um leið að ætla sér sigur í kosning- um og þá um leið að verða næsti borgarstjóri. Það er ekki eins og glæstir sigrar Steinunnar Valdísar hafi fært henni vegtylluna. Hana fékk Steinunn Valdís með sérstökum hætti, þótti minnst skaðleg fyrir Framsóknarflokk og Vinstri græna. Að halda að metnaður annarra sé annarlegur er fádæma dómgreindarbrestur. Framsóknarflokkurinn á eftir að ganga í gegnum harða tíma. Alfreð Þorsteinsson ætlar að verja sína stöðu um leið og það er engin launung að innan flokks eru hópar sem geta ekki með nokkru móti sæst á að hann verði áfram í forystu. Þar á bæ er leitað frambjóðenda til að fara gegn Alfreð í prófkjöri. Björn Ingi Hrafnsson og Jónína Bjartmarz eru oftast nefnd. Framsóknarflokkurinn mun ekki sleppa við bræðravíg. Vinstri grænir virðast ætla að sigla lygnan sjó, nema Björk Vilhelmsdóttir sækist eftir endurkjöri. Hvað um það, flestir flokkarnir eiga eftir að fara í innan- flokksátök og bræðravíg. Það er þekkt að mörg þeirra sára sem þannig verða til gróa seint og þegar þau ná að gróa eitt- hvað gróa þau oft illa. Eftir verða sár. ■ 3. september 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Komandi kosningar í Reykjavík eru þegar farnar að ógna vináttu og samvinnu innan stjórnmálaflokkanna. Bræ›ravíg FRÁ DEGI TIL DAGS fia› er flekkt a› mörg fleirra sára sem flannig ver›a til gróa seint og flegar flau ná a› gróa eitthva› gróa flau oft illa. Eftir ver›a sár. UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI ELLERT B. SCHRAM fia› er flví mi›ur ekki til nein formúla fyrir flví hvernig menn eigi a› verja tíma sínum og njóta lífsnautnarinnar. Sumir fá útrás me› flví a› vinna, a›rir hamast vi› a› skemmta sér e›a fer›ast e›a taka til i gar›inum e›a sitja bara fyrir framan sjónvarpi› og bí›a eftir næsta flætti. Tvisvar ver›ur gamall ma›ur barn Orðahnippingar Það er ekki beint rífandi stemning inn- an R-listans eftir að flokkarnir ákváðu að bjóða fram undir eigin nafni í næstu kosningum. Össur Skarphéðins- son fullyrðir á heimasíðu sinni á netinu að Halldór Ásgrímsson hafi hafnað bæði Stefáni Jóni Hafstein og Degi Eggertssyni í stól borgarstjóra þegar Þórólfur Árnason hætti á sínum tíma. Þess vegna hafi Steinunn Valdís orðið fyrir valinu. Þessu neitar aðstoðarmað- ur Halldórs, Björn Ingi Hrafnsson, harð- lega í pistli á heimasíðu sinni og hefur þung orð um Össur. Svikabrigsl Þessar orðahnippingar urðu til þess að Stefán Pálsson í flokki Vinstri grænna setti svohljóðandi athugasemd inn á síðu Össurar í gær: „Halda Framsóknarmenn og Samfylk- ingarmenn virkilega að gagnkvæm svikabrigsl gömlu R-listaflokkanna komi til með að gagnast öðrum en íhaldinu? Það er barnalegt að halda að Reykvík- ingar muni eftir níu mánuði kjósa eftir því hver bar mesta eða minnsta ábyrgð á endalokunum. Svona karp milli for- ystumanna er engum til gagns nema Vilhjálmi Þórmundi“. Og Árni Þór Sig- urðsson, leiðtogi VG í Reykjavík, bætir um betur á sömu síðu: „Tek undir með Stefáni Pálssyni. Þar að auki veit Össur greinilega ekkert hvað hann er að tala um, hann skrumskæl- ir atburðarásina sem hann er að fjalla um og dregur allt of víðtækar ályktanir“. Lék sér í Brussel Björn Ingi blandaði sér þá í umræðurn- ar að nýju: „Í síðustu viku var það Stef- án Jón, nú er það Dagur og alltaf er stemmningin að kenna öðrum um. Er ekki augljóst að samstaða náðist um Steinunni Valdísi en ekki aðra? Tókst þú þátt í viðræðum milli flokkanna, Össur minn? Eða er ekki heilmikið til í því sem Árni Þór segir hér fyrir ofan?“ Karl Sveinsson kemur þá Össuri til hjálpar: „Félagi Össur! Láttu ekki menn sem Árna Þór sem tala um „ skrumskælingu“, hafa áhrif á þitt mikla langlundargeð. - Gleymdu ekki að hann lét skattborgara okkar góðu höfuðborgar, greiða 10 milljónir - segi og skrifa - tíu milljónir - fyrir sig, eiginkonuna & krakkana til að leika sér úti í Brussel - já, í hálft ár!“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.