Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða opinberu heimsókn þurftiDanadrotning, Margrét Þórhildur, að fresta vegna slitgigtar? 2Hve mikið var tapið af rekstri SmyrilLine, sem rekur farþegaskipið Nor- rænu, fyrstu fjóra mánuði ársins? 3Hvaða liði stjórnar Guðjón Þórðar-son í þriðju deild enska boltans? Svörin eru á bls. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 3. september 2005 LAUGARDAGUR Rauði kross Íslands bendir áhugasömum á samtökin vestra: Fjölmargir vilja gefa fé til Bandaríkjanna KATRÍN Rauði kross Íslands hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja björg- unarstarf í Bandaríkjunum vegna hamfaranna sem fellibyl- urinn Katrín olli. Þórir Guðmundsson, sviðstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir að fólki sé beint inn á vefsíðu bandaríska Rauða krossins, www.redcross.org, þar sem það geti skráð sitt framlag: „Fólki er einnig velkomið að láta féð í hendur Rauða krossinum hér heima sem kemur því þá áleiðis.“ Þórir segir að ekki hafi verið óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið í Bandaríkjunum. Það sé í höndum hvers ríkis sem verði fyrir hörmungum sem þessum að ákveða hvort hjálpar sé þörf. Bandaríkin séu hins vegar með ríkari þjóðum heims og því ólíklegra að þau óski að- stoðar. Hjálparsamtökin séu þó reiðubúin til að veita hana verði þess óskað. Rauði kross Bandaríkjanna hefur fengið þúsundir sjálfboða- liða í lið með sér vegna afleið- inga fellibylsins sem lagði hluta af Louisiana-ríki í rúst. - gag Ríkisstjórnin: Vottar samú› HAMFARIR Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, samúðarskeyti vegna manntjóns- ins í kjölfar fellibylsins Katrínar. Aðstoð við björgunarstörf eða fjárframlög var ekki boðin, sam- kvæmt upplýsingum forsætis- ráðuneytisins, enda var ekki eftir því óskað. Forsætisráðherra ritaði í skeytinu að íslenska þjóðin væri harmi slegin vegna þess fjölda sem lét lífið og þess tjóns sem varð í þessum náttúruhamförum. Óskar forsætisráðherra íbúum Bandaríkjanna velfarnaðar í þeim verkefnum sem fram undan eru. - gag HAMFARIRNAR ÞJÓFNAÐUR Í NEYÐ Óprúttnir þjófar hafa ekki skirrst við að fara ránshendi um New Orleans. Neyðin rekur þó marga til að taka vörur úr búðum ófrjálsri hendi og var til dæmis þröng á þingi í apóteki í borginni. Maður nokkur sýndi fréttamönnum ör eftir skurðaðgerð og kvaðst verða að stela þvagleka- bindum. „Ég er kristinn, ég er með samviskubit.“ BORGARSTJÓRINN REIÐUR Emb- ættismenn á hamfarasvæðunum eru Almannavörnum Bandaríkj- anna gramir fyrir seinagang í hjálparstarfinu. Ray Nagin, borgar- stjóri í New Orleans, var ómyrkur í máli í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld þar sem hann blótaði stjórnvöldum og brast loks í grát. „Hunskist á fætur og reynið að gera eitthvað,“ hrópaði hann. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Þórir segir fjöl- marga hafa haft samband við Rauða kross Íslands. Fólkið vilji gefa fé til aðstoðar við björgunarstarfið í Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HAMFARIR Ástandið eftir hamfar- irnar er mjög slæmt að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns Íslands í Houston í Texas. Hann segir að um 30 til 40 Íslendingar búi í Houston en líklega um tíu í New Orleans og svæðunum þar í kring. „Mér er hvorki kunnugt um að Íslendingar hafi orðið innlyksa í New Orleans né að einhverjir séu á leið hingað,“ segir Ólafur Árni, en þúsundum fórnarlamba felli- bylsins hefur verið ekið til Hou- ston. Fréttablaðið reyndi án ár- angurs í gær að ná í Greg J. Beu- erman, ræðismann í New Orleans. Ólafur Árni segist heldur ekkert hafa heyrt í honum enda liggi allt símasamband niðri. - th Ræðismaðurinn í Houston: Ástandi› er mjög slæmt ÓLAFUR ÁRNI ÁSGEIRSSON Houston er í um 400 kílómetra fjarlægð frá New Orleans og segir Ólafur Árni íbúa Houston prísa sig sæla að hafa sloppið við fellibylinn. HAMFARIR Glundroði og grip- deildir hafa einkennt New Or- leans-borg síðustu daga. Lög- reglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stiga- menn fara um ruplandi og ræn- andi. Óveðrið á mánudaginn var að- eins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálpar- starfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome- íþróttaleikvanginum og í ráð- stefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðn- um hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. „Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk,“ sagði Tishia Walt- ers, ein hinna bágstöddu, í sam- tali við CNN. „Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðg- að og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn.“ Þrátt fyrir að yfir- völd hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst tals- maður Almannavarna Banda- ríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjöl- farið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagð- ur hafa lagt niður störf á svæð- inu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgar- innar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því „mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti.“ sveinng@frettabladid.is Helvíti á jör›u Ástandi› í New Orleans er skelfilegt. Ribbaldar rá›a flar ríkjum og hefur herli› veri› kvatt á vettvang til a› koma á lögum og reglu – me› hör›u. ALGER UPPLAUSN Hrikalegt ástand hefur verið í ráðstefnumiðstöð New Orleans þar sem þúsundir biðu eftir vatni, mat og öðrum nauðþurftum, þar á meðal margir sjúklingar. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.