Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 8

Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 8
1Hvaða opinberu heimsókn þurftiDanadrotning, Margrét Þórhildur, að fresta vegna slitgigtar? 2Hve mikið var tapið af rekstri SmyrilLine, sem rekur farþegaskipið Nor- rænu, fyrstu fjóra mánuði ársins? 3Hvaða liði stjórnar Guðjón Þórðar-son í þriðju deild enska boltans? Svörin eru á bls. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 3. september 2005 LAUGARDAGUR Rauði kross Íslands bendir áhugasömum á samtökin vestra: Fjölmargir vilja gefa fé til Bandaríkjanna KATRÍN Rauði kross Íslands hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja björg- unarstarf í Bandaríkjunum vegna hamfaranna sem fellibyl- urinn Katrín olli. Þórir Guðmundsson, sviðstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir að fólki sé beint inn á vefsíðu bandaríska Rauða krossins, www.redcross.org, þar sem það geti skráð sitt framlag: „Fólki er einnig velkomið að láta féð í hendur Rauða krossinum hér heima sem kemur því þá áleiðis.“ Þórir segir að ekki hafi verið óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið í Bandaríkjunum. Það sé í höndum hvers ríkis sem verði fyrir hörmungum sem þessum að ákveða hvort hjálpar sé þörf. Bandaríkin séu hins vegar með ríkari þjóðum heims og því ólíklegra að þau óski að- stoðar. Hjálparsamtökin séu þó reiðubúin til að veita hana verði þess óskað. Rauði kross Bandaríkjanna hefur fengið þúsundir sjálfboða- liða í lið með sér vegna afleið- inga fellibylsins sem lagði hluta af Louisiana-ríki í rúst. - gag Ríkisstjórnin: Vottar samú› HAMFARIR Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, samúðarskeyti vegna manntjóns- ins í kjölfar fellibylsins Katrínar. Aðstoð við björgunarstörf eða fjárframlög var ekki boðin, sam- kvæmt upplýsingum forsætis- ráðuneytisins, enda var ekki eftir því óskað. Forsætisráðherra ritaði í skeytinu að íslenska þjóðin væri harmi slegin vegna þess fjölda sem lét lífið og þess tjóns sem varð í þessum náttúruhamförum. Óskar forsætisráðherra íbúum Bandaríkjanna velfarnaðar í þeim verkefnum sem fram undan eru. - gag HAMFARIRNAR ÞJÓFNAÐUR Í NEYÐ Óprúttnir þjófar hafa ekki skirrst við að fara ránshendi um New Orleans. Neyðin rekur þó marga til að taka vörur úr búðum ófrjálsri hendi og var til dæmis þröng á þingi í apóteki í borginni. Maður nokkur sýndi fréttamönnum ör eftir skurðaðgerð og kvaðst verða að stela þvagleka- bindum. „Ég er kristinn, ég er með samviskubit.“ BORGARSTJÓRINN REIÐUR Emb- ættismenn á hamfarasvæðunum eru Almannavörnum Bandaríkj- anna gramir fyrir seinagang í hjálparstarfinu. Ray Nagin, borgar- stjóri í New Orleans, var ómyrkur í máli í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld þar sem hann blótaði stjórnvöldum og brast loks í grát. „Hunskist á fætur og reynið að gera eitthvað,“ hrópaði hann. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Þórir segir fjöl- marga hafa haft samband við Rauða kross Íslands. Fólkið vilji gefa fé til aðstoðar við björgunarstarfið í Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HAMFARIR Ástandið eftir hamfar- irnar er mjög slæmt að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns Íslands í Houston í Texas. Hann segir að um 30 til 40 Íslendingar búi í Houston en líklega um tíu í New Orleans og svæðunum þar í kring. „Mér er hvorki kunnugt um að Íslendingar hafi orðið innlyksa í New Orleans né að einhverjir séu á leið hingað,“ segir Ólafur Árni, en þúsundum fórnarlamba felli- bylsins hefur verið ekið til Hou- ston. Fréttablaðið reyndi án ár- angurs í gær að ná í Greg J. Beu- erman, ræðismann í New Orleans. Ólafur Árni segist heldur ekkert hafa heyrt í honum enda liggi allt símasamband niðri. - th Ræðismaðurinn í Houston: Ástandi› er mjög slæmt ÓLAFUR ÁRNI ÁSGEIRSSON Houston er í um 400 kílómetra fjarlægð frá New Orleans og segir Ólafur Árni íbúa Houston prísa sig sæla að hafa sloppið við fellibylinn. HAMFARIR Glundroði og grip- deildir hafa einkennt New Or- leans-borg síðustu daga. Lög- reglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stiga- menn fara um ruplandi og ræn- andi. Óveðrið á mánudaginn var að- eins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálpar- starfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome- íþróttaleikvanginum og í ráð- stefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðn- um hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. „Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk,“ sagði Tishia Walt- ers, ein hinna bágstöddu, í sam- tali við CNN. „Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðg- að og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn.“ Þrátt fyrir að yfir- völd hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst tals- maður Almannavarna Banda- ríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjöl- farið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagð- ur hafa lagt niður störf á svæð- inu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgar- innar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því „mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti.“ sveinng@frettabladid.is Helvíti á jör›u Ástandi› í New Orleans er skelfilegt. Ribbaldar rá›a flar ríkjum og hefur herli› veri› kvatt á vettvang til a› koma á lögum og reglu – me› hör›u. ALGER UPPLAUSN Hrikalegt ástand hefur verið í ráðstefnumiðstöð New Orleans þar sem þúsundir biðu eftir vatni, mat og öðrum nauðþurftum, þar á meðal margir sjúklingar. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.