Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 24
„Sambýlismaður minn býr með
yngri konu, hann verður ekki fer-
tugur fyrr en í nóvember,“ segir
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
með hlátur í röddu en hún heldur
upp á fertugsafmæli sitt í dag.
Hún segir það skrítna tilfinningu.
„Ég hef oft velt því fyrir mér
hvort maður þroskist meira úr
þessu eða hvort maður sé búinn
að ná því sem fylgir því að vera
fullorðinn,“ segir Vilborg kímin
og ætlar að láta sambýlismann
sinn vita á sunnudag hvort það
breyti miklu að komast yfir þenn-
an þröskuld. „Áður fyrr fannst
mér allir kjánar sem voru undir
þrítugu en kannski færi ég þau
landamæri upp um áratug,“ segir
Vilborg og skellihlær.
Vilborg er nýflutt til Skotlands
ásamt fjölskyldu sinni. Þar ætlar
hún að hefja framhaldsnám í
þjóðfræði en sambýlismaður
hennar fer í framhaldsnám í sál-
fræði. „Við erum í hjarta Edin-
borgar,“ segir hún og finnst borg-
in yndisleg. Vilborg hefur aldrei
búið erlendis áður og þarf því að
kynna sér margt nýtt.
Í tilefni dagsins ætlar Vilborg
með fjölskylduna út að borða á
fínu sjávarréttahúsi í gamla bæn-
um. „Annars verður þetta bara
dagur til að slaka á og hafa það
gott,“ segir Vilborg, sem finnst
voða gaman að halda upp á allt
mögulegt, ekki bara afmæli. „Ég
geri það reyndar oft með því að
gefa sjálfri mér eitthvað,“ segir
hún hlæjandi.
Einn minnisstæðasti afmælis-
dagur Vilborgar var fyrir fimm
árum. „Þá hélt ég upp á afmælið
mitt með því að fara til Græn-
lands,“ segir Vilborg, sem fannst
það aðalveislan að vera í guðs-
grænni náttúrunni og fara í
gönguferð á stilltum haustdegi og
skoða rústir norrænna manna.
Vilborg er einmitt að fara yfir
lokapróförk á næstu bók sinni,
sem gerist á miðöldum á Græn-
landi. Hún fjallar um inúíta á
Norður-Grænlandi og byggðun-
um sem þar fóru í eyði á fimmt-
ándu öld af ástæðum sem eru
ókunnar. „Ég hef mínar kenning-
ar um af hverju það var,“ greinir
Vilborg frá en hún kemur til Ís-
lands á bókmenntahátíð á næst-
unni til að lesa upp valda kafla úr
sögunni. ■
24 3. september 2005 LAUGARDAGUR
OLIVER CROMWELL (1599-1658)
lést þennan dag.
VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR RITHÖFUNDUR ER FERTUG:
Gefur sjálfri sér gjafir
„Sá sem hættir að verða betri hættir að
vera góður.“
Oliver Cromwell var enskur hershöfðingi og stjórnmálamaður. Hann
réði yfir Englandi, Skotlandi og Írlandi frá 1653 til dauðadags.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Jóhanna Svava Proppé lést á Landspít-
alanum þriðjudaginn 30. ágúst.
Björgvin Einar Guðmundsson, Faxa-
braut 27, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunar-
heimilinu Garðvangi miðvikudaginn 31.
ágúst.
Sigþór Hermannsson, Grænutungu 1,
Kópavogi, lést miðvikudaginn 31. ágúst.
Steinunn María Steindórsdóttir, píanó-
kennari, andaðist á líknardeild Landspít-
ala Landakoti miðvikudaginn 31. ágúst.
Þorsteinn Lúðvík Þorsteinsson, Haga-
túni 12, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrun-
ardeild Heilbrigðisstofnunar Suð-Austur-
lands miðvikudaginn 31. ágúst.
Jón Sævar Jóhannsson, Kleppsvegi 76,
Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 1.
september.
Friðmey Guðmundsdóttir frá Bíldsfelli,
Grafningi, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði að kvöldi fimmtudagsins 1.
september.
JAR‹ARFARIR
14.00 Dagbjört Sigurðardóttir frá Stígs-
húsi, Stokkseyri, verður jarðsungin
frá Stokkseyrarkirkju.
14.00 Matthildur Kristjánsdóttir, Sand-
holti 40, Ólafsvík, verður jarð-
sungin frá Ólafsvíkurkirkju.
14.00 Stefán G. Guðmundsson frá
Vopnafirði verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju.
Á þessum degi árið 1939 lýstu Bretar og Frakkar
yfir stríði á hendur Þjóðverjum en tveimur dögum
fyrr hafði þýski herinn ráðist inn í Pólland.
Eftir stríðsyfirlýsinguna grandaði þýskur kafbátur
breska farþegaskipinu Athenia, en skipstjóri kaf-
bátsins taldi vopn vera um borð í farþegaskipinu.
Rúmlega 1.100 farþegar voru um borð og létust
112 þeirra. Meðal hinna látnu voru 28 Bandaríkja-
menn, en Roosevelt Bandaríkjaforseti lét þó ekki
hvarfla að sér að lýsa yfir stríði vegna þess og
Bandaríkin voru hlutlaus í tvö ár í viðbót.
Fyrstu viðbrögð Breta voru að dreifa bæklingum í
Þýskalandi með áróðri gegn nasistum. Þeir hófu
hins vegar að ráðast á þýsk skip 4. september.
Breska hernum var gefin sú skipun að hlífa
óbreyttum borgurum en þýski herinn bjó ekki við
slíkt taumhald.
Frakkar hófu sókn á vesturlandamærum Þýska-
lands tveimur vikum eftir að hafa lýst yfir stríði.
Það hamlaði för þeirra að bæði Lúxemborg og
Belgía höfðu lýst yfir hlutleysi og gátu Frakkar því
ekki farið yfir landamæri þeirra á leið til Þýska-
lands, heldur þurftu að feta sig eftir þröngri leið
sem var þakin jarðsprengjum Þjóðverja.
FARÞEGASKIPIÐ ATHENIA
ÞETTA GERÐIST > 3. SEPTEMBER 1939 MERKISATBURÐIR
1683 Tyrkir ráðast inn í Vínarborg.
1752 Bretar og Bandaríkjamenn taka
upp gregoríska dagatalið.
1919 Flogið er í fyrsta sinn á Íslandi í
Vatnsmýrinni í Reykjavík.
1924 Borgarastríð brýst út í Kína.
1948 Vladimír Gomulka er settur af
sem formaður Verkamannaflokks
Póllands.
1971 John Lennon flytur frá Englandi til
New York. Hann sneri aldrei aftur
heim.
1988 Brúin yfir ósa Ölfusár er formlega
tekin í notkun.
2000 Li Peng, forseti kínverska þjóð-
þingsins, kemur í þriggja daga op-
inbera heimsókn til Íslands.
Bretar og Frakkar l‡sa yfir strí›i
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is e›a
hringja í síma
550 5000.
Ástkær faðir okkar, tendgafaðir,afi og langafi,
Björgvin Einar Guðmundsson
Faxabraut 27, Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn 31. ágúst.
Jóhann Rúnar Björgvinsson Birna Jónsdóttir
Guðmundur Björgvinsson Ásdís Kristjánsdóttir
Magnús Ingi Björgvinsson H. Hjördís Guðjónsdóttir
Eygló Rut Björgvinsdóttir
Sigurður Björgvinsson Hildur Þóra Stefánsdóttir
Jóhanna Björgvinsdóttir Hannes L. Jóhannsson
Björgvin Arnar Björgvinsson Katrín M. Eiríksdóttir
Gréta Þóra Björgvinsdóttir
og fjölskyldur
www.steinsmidjan.is
FLUTT TIL EDINBORGAR Vilborg er nýflutt til Skotlands ásamt fjölskyldu sinni. Hún leggur nú lokahönd á skáldsögu áður en hún
stingur sér á kaf í framhaldsnám í þjóðfræði.
Fyrsti áfangi skólabyggingar hins
nýja Sjálandsskóla verður form-
lega tekinn í notkun í dag. Af því
tilefni verður opið hús í skólanum
frá klukkan hálf tvö til þrjú að lok-
inni stuttri athöfn klukkan eitt þar
sem nemendur skólans afhjúpa
listaverk sem þeir hafa unnið að.
Sjálandsskóli við Löngulínu í
Garðabæ er nýr grunnskóli sem
tók til starfa í haust. Hann er að
ýmsu leyti óhefðbundinn en við
hönnun hans var haft að leiðarljósi
að húsnæðið styddi við einstak-
lingsmiðað nám og kennslu, frekar
en nám í hefðbundnum bekkjar-
deildum. Til að mynda er tveimur
árgöngum kennt saman á svoköll-
uðu heimasvæði og bera einn til
tveir kennarar ábyrgð á hverjum
hópi. Helgi Grímsson skólastjóri
segir skólastarfið fara mjög vel af
stað. Hin nýja kennsluaðferð virð-
ist einnig reynast vel. „Það er
mikill vinskapur að myndast milli
yngstu og elstu nemendanna og
það skapast svona samfélag,“ segir
Helgi, sem finnst mikill og góður
menningarbragur á skólastarfinu.
Skólasetning var 24. ágúst en í
vetur munu um áttatíu nemendur
stunda nám við skólann í 1. til 6.
bekk. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
AFMÆLI
Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur og rithöfundur,
er 83 ára.
Úlfhildur Dagsdóttir bók-
menntafræðingur er 37
ára.
Rúnar Kristinsson knatt-
spyrnumaður er 36 ára.
Guðmundur Benedikts-
son knattspyrnumaður er
31 árs.
Úlfur Eldjárn tónlistarmað-
ur er 29 ára.
BRÚ‹HJÓN
Gefin voru saman hinn 6. ágúst árið
2005 í Kirkjuvogskirkju þau Dagfríður
Pétursdóttir og Vésteinn Guðmundsson,
af séra Hirti Hjartarsyni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/L
JÓ
SM
YN
D
AS
TO
FA
H
AF
N
AR
FI
RÐ
I
Opi› hús í Sjálandsskóla
SJÁLANDSSKÓLI Skólinn eins og hann mun líta út fullbyggður. Fyrsti áfanginn verður
formlega tekinn í notkun í dag.