Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 34
4 3. september 2005 LAUGARDAGUR
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd
Simi. 894 2737 www.ovs.is
Portico er enn á hugmyndastiginu.
Hyundai fyrir
fjölskylduna
Sex manna lúxusbíll er
væntanlegur frá Hyundai.
Stórar fjölskyldur hafa heldur
betur fengið uppreist æru í bíla-
bransanum á síðustu árum með
endurkomu sexmanna bílanna
svokölluðu. Hyundai ætlar ekki að
láta sitt eftir liggja í samkeppn-
inni og hefur hafið kynningu á
Portico sem er fjölskyldubíll með
mikið notagildi.
Markmið Hyundai er að láta
notagildið ekki koma niður á þæg-
indum eða aksturseiginleikum.
Ýmsar nýjungar verða í Portico
þar á meðal toppur úr gleri sem
hefur innbyggðar rökkvunarstill-
ingar. Bíllinn er enn á hugmynda-
stiginu og verður kynntur sem
slíkur á bílasýningu í Frankfurt í
næsta mánuði.
Styttist í Stálstýrið
Undankeppni fyrir val á Bíl
ársins 2005 að hefjast.
Bandalag íslenskra bílablaða-
manna (BÍBB) tilkynnir val á Bíl
ársins 2005 við hátíðlega athöfn í
október. Að bandalaginu standa
blaðamenn sem hafa sérhæft sig í
skrifum og umfjöllun um bíla.
Þetta er annað árið í röð sem fé-
lagið stendur fyrir vali á Bíl árs-
ins en í fyrra hreppti Volvo S40
þennan eftirsótta titil en Bíll árs-
ins hlýtur Stálstýrið.
Verðlaunað verður fyrir fjóra
flokka eins og í fyrra: smábíla,
fjölskyldu- og lúxusbíla, jeppa og
jepplinga og loks sportbíla. Veitt
verður viðurkenning til þess bíls
sem skarar fram úr í hverjum
flokki auk þess sem einn bíll er
valinn Bíll ársins.
Stuðningsaðilar við valið á Bíl
ársins eru Skeljungur, SP Fjár-
mögnun og Tryggingamiðstöðin.
Ford Motor í Bandaríkjunum
segir upp fólki.
Í fyrsta sinn í 30 ár þarf Ford
Motor Co. að grípa til þess ráðs að
segja upp stórum hluta starfs-
manna sinna þar sem fyrirtækið
tapaði um 907 milljónum dollara
fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi
þessa árs. Kreppt hefur að hjá bíla-
framleiðendur í Bandaríkjunum
sem keppast nú við að skera niður
hjá sér, en Ford mun fækka starfs-
fólki á launaskrá um 2.750 þúsund
fyrir árslok. Þar er um að ræða
áætlun sem gerir ráð fyrir brott-
rekstri 400 svokallaðra „white-coll-
ar“ eða hvítflibba starfsmanna að
því er segir í frétt Detroit News.
Áætlunin um fækkun starfs-
manna Ford samsvarar um 8%
fækkun á heildarstörfum í fyrir-
tækinu. Yfirmaður Ford, Jim
Padilla, segist í tölvupósti til milli-
stjórnenda fyrirtækisins vonast
til að hægt verði að ná þessum
markmiðum að mestu með því að
ráða ekki í þau störf sem losna og
með því að fólk hætti af eigin
hvötum. Greint er frá þessu á
vefnum billinn.is.
Allir stöðumælar í miðbæ
Akureyrar hafa verið teknir
úr notkun. Í staðinn koma bif-
reiðastæðaklukkur í hvern
bíl.
Nú þarf ekki lengur að greiða fyr-
ir bílastæði í miðbæ Akureyrar.
Þeir sem leggja í miðbænum
þurfa hins vegar að hafa svokall-
aða bifreiðastæðaklukku á mæla-
borði bílsins sem sýnir klukkan
hvað bílnum var lagt í stæðið.
Heimiluð tímalengd í hverju bíla-
stæði er misjöfn eftir svæðum,
sums staðar má aðeins leggja í
fimmtán mínútur en önnur stæði
má ýmist nota í eina eða tvær
klukkustundir. Þá er hægt að
kaupa fastleigustæði sem kostar
átján þúsund krónur á ári.
Bifreiðastæðaklukkan er
pappaspjald með hreyfanlegri
klukkuskífu. Þegar lagt er í stæð-
ið er klukkan stillt þannig að hún
sýni klukkan hvað bílnum var
lagt. Ekkert er greitt fyrir stæðið
en fari menn yfir á tíma eiga þeir
von á sekt upp á 1.500 krónur.
Veittur er 500 króna afsláttur ef
sektin er greidd innan tveggja
daga. Á bakhlið klukkunnar er
kort af miðbænum sem sýnir
hvar klukkustæðin eru og hve
lengi má leggja í hvert stæði.
Klukkunum hefur verið dreift
í öll hús í bænum en utanbæjar-
fólk sem á leið til Akureyrar og
vill geta lagt bílum sínum í mið-
bænum getur nálgast klukkurnar
á öllum bensínstöðvum.
Bílar sem taka þátt í forvalinu fyrir Bíl ársins.
SMÁBÍLAR OG MINNI MILLI-
STÆRÐARBÍLAR:
Ford Focus
Citroen C4
Golf Plus
Opel Zafira
Skoda Octavia
Mercedes B
Kia Rio
BMW 1
VW Fox
Toyota Aygo
Peugeot 1007
Suzuki Swift
FJÖLSKYLDU- OG LÚXUSBÍLAR
Ford Freestyle
Mercedes
Cadillac STX
BMW 3
Hyundai Sonata
Audi A4
Audi A6
VW Passat
Lexus GS300
Alfa 159
JEPPAR OG JEPPLINGAR
Kia Sportage
Suzuki Grand Vitara
Ford 150
Mercedes M
Toyota Hilux
Lexus RX400h
Alfa 156 Crosswagon
Nissan Pathfinder
Nissan Murano
Land Rover Discovery
Range Rover Sport
SPORTBÍLAR
Ford Mustang
Mercedes R
Renault Mégane RS
VW Golf GTI
Taprekstur og mikill samdráttur
Mikið tap var hjá Ford á þessu ári.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Bifreiðastæðaklukk-
ur í stað stöðumæla
Þegar lagt er í stæðið er klukkan stillt.
Ekkert er greitt fyrir stæðið nema farið sé
yfir leyfileg tímamörk.