Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 34
4 3. september 2005 LAUGARDAGUR Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd Simi. 894 2737 www.ovs.is Portico er enn á hugmyndastiginu. Hyundai fyrir fjölskylduna Sex manna lúxusbíll er væntanlegur frá Hyundai. Stórar fjölskyldur hafa heldur betur fengið uppreist æru í bíla- bransanum á síðustu árum með endurkomu sexmanna bílanna svokölluðu. Hyundai ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í samkeppn- inni og hefur hafið kynningu á Portico sem er fjölskyldubíll með mikið notagildi. Markmið Hyundai er að láta notagildið ekki koma niður á þæg- indum eða aksturseiginleikum. Ýmsar nýjungar verða í Portico þar á meðal toppur úr gleri sem hefur innbyggðar rökkvunarstill- ingar. Bíllinn er enn á hugmynda- stiginu og verður kynntur sem slíkur á bílasýningu í Frankfurt í næsta mánuði. Styttist í Stálstýrið Undankeppni fyrir val á Bíl ársins 2005 að hefjast. Bandalag íslenskra bílablaða- manna (BÍBB) tilkynnir val á Bíl ársins 2005 við hátíðlega athöfn í október. Að bandalaginu standa blaðamenn sem hafa sérhæft sig í skrifum og umfjöllun um bíla. Þetta er annað árið í röð sem fé- lagið stendur fyrir vali á Bíl árs- ins en í fyrra hreppti Volvo S40 þennan eftirsótta titil en Bíll árs- ins hlýtur Stálstýrið. Verðlaunað verður fyrir fjóra flokka eins og í fyrra: smábíla, fjölskyldu- og lúxusbíla, jeppa og jepplinga og loks sportbíla. Veitt verður viðurkenning til þess bíls sem skarar fram úr í hverjum flokki auk þess sem einn bíll er valinn Bíll ársins. Stuðningsaðilar við valið á Bíl ársins eru Skeljungur, SP Fjár- mögnun og Tryggingamiðstöðin. Ford Motor í Bandaríkjunum segir upp fólki. Í fyrsta sinn í 30 ár þarf Ford Motor Co. að grípa til þess ráðs að segja upp stórum hluta starfs- manna sinna þar sem fyrirtækið tapaði um 907 milljónum dollara fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Kreppt hefur að hjá bíla- framleiðendur í Bandaríkjunum sem keppast nú við að skera niður hjá sér, en Ford mun fækka starfs- fólki á launaskrá um 2.750 þúsund fyrir árslok. Þar er um að ræða áætlun sem gerir ráð fyrir brott- rekstri 400 svokallaðra „white-coll- ar“ eða hvítflibba starfsmanna að því er segir í frétt Detroit News. Áætlunin um fækkun starfs- manna Ford samsvarar um 8% fækkun á heildarstörfum í fyrir- tækinu. Yfirmaður Ford, Jim Padilla, segist í tölvupósti til milli- stjórnenda fyrirtækisins vonast til að hægt verði að ná þessum markmiðum að mestu með því að ráða ekki í þau störf sem losna og með því að fólk hætti af eigin hvötum. Greint er frá þessu á vefnum billinn.is. Allir stöðumælar í miðbæ Akureyrar hafa verið teknir úr notkun. Í staðinn koma bif- reiðastæðaklukkur í hvern bíl. Nú þarf ekki lengur að greiða fyr- ir bílastæði í miðbæ Akureyrar. Þeir sem leggja í miðbænum þurfa hins vegar að hafa svokall- aða bifreiðastæðaklukku á mæla- borði bílsins sem sýnir klukkan hvað bílnum var lagt í stæðið. Heimiluð tímalengd í hverju bíla- stæði er misjöfn eftir svæðum, sums staðar má aðeins leggja í fimmtán mínútur en önnur stæði má ýmist nota í eina eða tvær klukkustundir. Þá er hægt að kaupa fastleigustæði sem kostar átján þúsund krónur á ári. Bifreiðastæðaklukkan er pappaspjald með hreyfanlegri klukkuskífu. Þegar lagt er í stæð- ið er klukkan stillt þannig að hún sýni klukkan hvað bílnum var lagt. Ekkert er greitt fyrir stæðið en fari menn yfir á tíma eiga þeir von á sekt upp á 1.500 krónur. Veittur er 500 króna afsláttur ef sektin er greidd innan tveggja daga. Á bakhlið klukkunnar er kort af miðbænum sem sýnir hvar klukkustæðin eru og hve lengi má leggja í hvert stæði. Klukkunum hefur verið dreift í öll hús í bænum en utanbæjar- fólk sem á leið til Akureyrar og vill geta lagt bílum sínum í mið- bænum getur nálgast klukkurnar á öllum bensínstöðvum. Bílar sem taka þátt í forvalinu fyrir Bíl ársins. SMÁBÍLAR OG MINNI MILLI- STÆRÐARBÍLAR: Ford Focus Citroen C4 Golf Plus Opel Zafira Skoda Octavia Mercedes B Kia Rio BMW 1 VW Fox Toyota Aygo Peugeot 1007 Suzuki Swift FJÖLSKYLDU- OG LÚXUSBÍLAR Ford Freestyle Mercedes Cadillac STX BMW 3 Hyundai Sonata Audi A4 Audi A6 VW Passat Lexus GS300 Alfa 159 JEPPAR OG JEPPLINGAR Kia Sportage Suzuki Grand Vitara Ford 150 Mercedes M Toyota Hilux Lexus RX400h Alfa 156 Crosswagon Nissan Pathfinder Nissan Murano Land Rover Discovery Range Rover Sport SPORTBÍLAR Ford Mustang Mercedes R Renault Mégane RS VW Golf GTI Taprekstur og mikill samdráttur Mikið tap var hjá Ford á þessu ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Bifreiðastæðaklukk- ur í stað stöðumæla Þegar lagt er í stæðið er klukkan stillt. Ekkert er greitt fyrir stæðið nema farið sé yfir leyfileg tímamörk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.