Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 3. september 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 17 9 5 5 Gott hjá Árna Það var gott hjá Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að skrifa Campell umhverfisráðherra Ástralíu bréf og vekja máls á þeim dæmalausa tvískinnungs- hætti sem sú þjóð stundar varðandi nýt- ingu auðlinda. Ástralir drepa kengúrur og úlfalda, en eru svo uppi með derring vegna vísindaveiða okkar á sterkum sjáv- arspendýrastofni sem hrefnu. Einar K. Guðfinnsson á ekg.is Jónas og siðanefndin Í DV fjallar Jónas Kristjánsson ritstjóri um tvo nýja úrskurði siðanefndar Blaða- mannafélags Íslands gegn DV. Ritstjórinn segir í lok umfjöllunar sinnar: „DV mun fara eftir siðareglum sínum, þótt þær stangist í þessu atriði á við siðareglur Blaðamannafélagsins, sem er arfur frá vesælli tímum í blaðamennsku á Íslandi fyrir fjórum áratugum.“ Hvað ætli sami ritstjóri mundi segja, ef ráðherra ætlaði að fara að eigin reglum en ekki annarra, til dæmis lögum? Ætli Jónas mundi ekki öskra: Fasisti! Fasisti! Björn Bjarnason á bjorn.is Fléttulisti VG Vinstri grænir ætla að viðhafa svokallað- an fléttulista í prófkjöri sínu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. En fléttulisti er það fyrirbæri þegar skilyrt er að karl og kona skuli vera til skiptis í röðun á framboðslistanum. Árni Sigurðsson hefur beðið flokksmenn um að velja sig í annað sætið. Um leið hefur umræðan snúist um að kona verði að vera í fyrsta sætinu. Karlar hafa um leið verið dæmdir úr leik í umræðunni. En þetta þarf ekki að fara svo, fléttan er nefnilega skilyrt við efsta sætið en ekki það næst efsta. Segjum sem svo að Grímur Atlason sækist til að mynda eftir fyrsta sætinu og hafi sigur. En hann hefur farið hamförum í blaðaskrifum undanfarið svo ekki er fráleitt að hann bjóði sig fram. Þá verður að vera kona í öðru sæti. Ef svo fer er Árni Sigurðsson þar með dottinn niður í þriðja sæti í það minnsta. Eiríkur Bergmann Einarsson á eirikurbergmann.is Spænska veikin Ég hef á tilfinningunni að á fréttastofum dagblaðanna og ljósvakamiðlanna hangi uppi minnisblað, þar sem fram kemur að fréttamönnum beri - ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði - að flytja fréttir af því að íslenskir fuglar séu sömu skepnur og erlent fiðurfé, sem þýði að þeir geti fengið fuglaflensu. Í kjölfarið á að hringja í Harald Briem sem segir að óumflýjan- legt sé að inflúensu-faraldur muni breið- ast út um heiminn. Í lok fréttar skal svo sagt frá Spænsku veikinni sem drap sennilega u.þ.b. 50 milljónir á átján mánaða tímabili frá 1918. Þessi eilífðarsamanburður á mögulegum flensufaröldrum og Spænsku veikinni er orðinn svo fastur liður að margir eru farnir að líta á það sem náttúrulögmál að farsótt sem drepi 50 milljónir hljóti að ríða yfir heimsbyggðina - þetta sé bara spurning um tíma. Stefán Pálsson á kaninka.net/stefan/ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.