Fréttablaðið - 03.09.2005, Blaðsíða 76
S m á r a l i n d
ISIS í Smáralind b‡›ur upp á ókeypis skartrá›gjöf.
Elín María Björnsdóttir sölustjóri ISIS Pilgrim tekur á móti
vi›skiptavinum 10. og 11. september, tímapantanir
bóka›ar á fljónustubor›i Smáralindar á 1. hæ›.
SKARTRÁ‹GJÖF
LAGERSALA
TRÖNUHRAUNI 10
HAFNAFIRÐI
FÖST - LAUGD 11-18
OG SUNNUD 13-18
ALLIR SKÓR 500
VIDEOMYNDIR 200
BARNAVIDEO 300
GEISLADISKAR 300
TÖLVUVÖRUR - LEIKFÖNG
OG MARGT FLEIRA
SJÓN ER SÖGU RIKARI
UPPL. 869 8171
Fyrir þann fjölda Íslendinga sem
fór í Egilshöll í sumar til að berja
gömlu eitís-popparana í Duran
Duran augum ætti þessi fyrsta
plata dúettsins MoR að vera kær-
komin upprifjun á tónlist sveit-
arinnar.
MoR, sem samanstendur af
söngkonunni Margréti Eir og
bassaleikaranum Róberti Þór-
hallssyni, var stofnuð fyrir
tveimur árum og hefur síðan þá
komið víða fram. Lög Duran
Duran hafa ávallt skipað stóran
sess á efnisskránni og því var
ákveðið, meðal annars í tilefni
tónleikanna í sumar, að gera
plötu eingöngu með þeirra útgáf-
um af Duran-lögum.
Margrét Eir og Róbert taka á
plötunni átta Duran-lög í róleg-
um útgáfum, þar sem bæði rödd
Margrétar og þægilegur bassa-
leikur Róberts fá vel að njóta sín.
Lögin þola líka alveg þessa ber-
strípun og standa vel ein og sér
án allra aukahljóðfæra. Eftir-
minnilegustu lögin voru Hungry
Like the Wolf í léttri djassútgáfu,
Notorious þar sem bassaleikur-
inn var bráðskemmtilegur og hin
hugljúfu Ordinary World og
Come Undone.
MoR Duran er vönduð plata
þar sem vinsæl lög Duran Duran
fá nýtt líf í frábærri meðhöndlun
þeirra Margrétar Eirar og
Róberts.
Freyr Bjarnason
D‡rindis Duran
MOR:
MOR DURAN
NIÐURSTAÐA: MoR Duran er vönduð plata þar
sem vinsæl lög Duran Duran fá nýtt líf í frá-
bærri meðhöndlun Margrétar Eirar og Róberts.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN