Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 57
MARKAÐURINN Hvað er G 10? Þetta er bandalag níu ríkja á vettvangi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) sem sameinast hafa um samnings- markmið hvað varðar frí- verslun með landbúnaðarmál. Löndin eru auk Íslands: Ísrael, Japan, Kórea, Liecthenstein, Máritíus, Noregur, Sviss og Tævan. Hver eru markmið G 10? Löndin hafa sett sér það markmið að leiða til lykta yfirstandandi samningalotu innan WTO, sem jafnan er kennd við Doha. Löndin hafa það sem yfirlýst markmið að þróa land- búnaðarstefnu sem tekur mið af mismunandi sögu- legum bakgrunni landanna auk félagslegu og hag- rænu umhverfi. Á íslensku þýðir það verndaður land- búnaður í nafni byggðastefnu, atvinnuverndar og umhverfissjónar- miða. Hver eru helstu áhrif verndartolla á landbúnaðarvörur og styrkja til grein- arinnar? Verndartollar og kvótar leiða til þess að verð á landbúnaðar- vörum helst hátt en einnig til þess að verð á annarri matvöru (staðkvæmdarvörum, þeim vörum sem neytendur bera saman við landbúnaðarvörur) er hærra en ella. Hægt er að líta á styrki til bænda bæði sem niðurgreiðslu til neytenda eða sem styrk til framleiðenda. Er hægt að afnema vernd á land- búnað án þess að rústa greinina? Já það væri hægt að gera bændur jafnsetta með því að hækka einfaldlega beina styrki til þeirra. Mikilvægt er að rugla ekki saman beinum styrkjum og óbeinum styrkjum sem felast í innflutningsvernd- inni. Hægt væri að afnema einhliða öll höft á innflutning landbúnaðarvara en aðstoða bændur við aðlögun í einhvern tíma þannig að tekjugrunnur þeirra myndi skerðast minna en ella. Hvaða áhrif hefði afnám tolla á fátækari ríki heims? Afnám tolla á Íslandi hefði lítil sem engin bein áhrif. Afnám tolla og tækni- legra hindrana í heiminum hefði hins vegar gríð- armikil áhrif. Ef marka má nýlegar rann- sóknir má áætla að stærsti hluti þess velferð- arábata sem verður til við afnám tolla og styrkjakerfis myndi renna til Vesturlanda en um 40% af velferðará- batanum myndu hins vegar falla þróunarríkjum í skaut. Ekki þarf að fjölyrða um það, að sé ábatinn reiknaður sem hlutfall af landsframleiðslu vænkast hagur þróunarlanda margfalt á við hag Vesturlanda. Á Ísland að vera í G 10? Nei! G-10 er bandalag aftur- haldsömustu þjóða WTO hvað varðar landbúnaðarmál og það er Íslendingum til minnkunnar að tilheyra hópnum. Eðlilegast væri að Íslendingar veittu þróunarlöndunum tækifæri til raunhæfrar sjálfbærrar sjálfs- hjálpar með því að hvetja til fríverslunar. Ísland skipar sér í flokk með nokkrum löndum innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar sem kölluð eru G 10 löndin. Lönd sem aðhyllast tollavernd til að verja eigin landbúnaðarframleiðslu. Nýlega kom út skýrsla hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar, prófessors við HÍ, Halldórs Benjamíns Þorbergssonar og Rósu Bjarkar Sveinsdóttur sem unnin var fyrir RSE, rannsókn- armiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Þar er hvatt til þess að Ísland yfirgefi þennan hóp sem samanstendur af þjóðum sem skipa sér í flokk þeirra sem lengst vilja ganga til þess að vernda eigin landbúnaðar- framleiðslu. Ekki vantar að hagsmunahópar í landbúnaði standa vörð um greinina. Sjálfur skilgreindi hópurinn stöðu sína og afstöðu á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar með þessum orðum: Að tryggja viðunandi sveigjanleika í reglum hins fjölþjóðlega viðskiptakerfis svo landbúnaður aðildarríkjanna, sem meðal annars býr við mjög ólík framleiðsluskilyrði, geti farsællega aðlagast þeim breytingum í frjálsræðisátt sem um kann að semjast í yfirstandandi samningalotu. Hagfræðingarnir líta málið öðrum augum. „Það er löngu ljóst að landbúnaður er óverulegt hags- munamál fyrir Íslendinga og í raun óskiljanlegt að Ísland skuli vera í hópi þeirra ríkja sem reka harð- asta vernarstefnuna í landbúnaðarmálum í heimin- um,“ segja hagfræðingarnir og benda á að þjóðin sé að meginstefnu fylgjandi frjálsum og haftalausum viðskiptum. Þeir segja engin hagfræðileg rök fyrir viðskipta- hindrunum. Þvert á móti njóti þær þjóðir sem opna hagkerfi sín mikils ábata af því og þeir sem felli niður viðskiptahindranir njóti þess síst minna en þeir sem dyrnar eru opnaðar fyrir. „Rannsóknir á helstu gangráðum hagvaxtar í heiminum gefa til kynna að þau lönd sem aukið hafa veg fríverslunar hafi búið við hæst langtíma hagvaxtarstig,“ segir í skýrslu þremenninganna. Rökin eru einfaldlega þau að með frjálsum viðskiptum geti sérhver þjóð boðið til sölu vörur sem hún framleiðir á hagkvæmari hátt en aðrar þjóðir og fengið í staðinn vörur sem kostnaðarsam- ara er að framleiða fyrir hana, en einhverja aðra. Niðurstaðan er sú að allir hagnast á fyrirkomulag- inu. Þeirri röksemd er gjarnan haldið á lofti að þróunarlönd séu illa í stakk búin til að taka þátt í alþjóðaviðskiptum. Þessu hafna hagfræðingarnir og benda á að með frjálsum viðskiptum myndu frum- kvöðlar fátækari landa finna leiðir til að framleiða vörur á hagkvæmari máta en nú er gert, án þróunaraðstoðar. Þróunaraðstoð má sín lítils að mati skýrsluhöf- unda samanborið við ábatann af hindrunarlausum alþjóðaviðskiptum. Niðurstaða þeirra af yfirferð yfir afstöðu Íslendinga til verndar eigin landbúnaðar er sú að við eigum að láta af henni og hætta samstarfinu við G10 þjóðirnar. Hagsmunir okkar liggi engan veginn í þeirri stefnu sem nú sé ástunduð í land- búnaðarmálum. Rökin fyrir núverandi kerfi þjóni því hvorki okkar eigin hagsmunum, né heldur hagsmunum fátækari ríkja heims. Með afnámi viðskiptahindr- ana myndum við því slá tvær flugur í einu höggi. Efla eigin hag og stuðla að því að hjálpa fátækustu ríkjum veraldarinnar til sjálfshjálpar. Það getur varla talist svo afleitt, eða hvað? - hh M Á L I Ð E R G 10 T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Tryggva fiórs Herbertssonar hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Varinn landbúnaður í G 10 Ísland úr bandalagi afturhaldsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.