Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 8

Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 8
8 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR BRETLAND Þótt kosningarnar sem fram fara í Bretlandi á morgun, fimmtudag, séu ekki þingkosning- ar, þá telja stjórnmálaskýrendur að úrslit þeirra geti ráðið miklu, bæði um setu Tony Blair forsætis- ráðherra í stólnum, sem og um pólitíska framtíð tveggja ráðherra í bresku ríkisstjórninni. Fylgi við Verkamannaflokkinn minnkar stöðugt og hafa hneyksl- ismál John Prescott aðstoðarfor- sætisráðherra og Charles Clarke innanríkisráðherra ekki bætt þar um. Nýlegar skoðanakannanir sýndu að Íhaldsflokkurinn væri kominn allt að níu prósentum fram úr Verkamannaflokknum, sem jók á ótta Verkamannaflokksmanna um að þeir gætu misst tökin á 15 sveitarstjórnum þar sem flokkur þeirra er nú í meirihluta. Fylgi landsmanna við Blair hefur hrapað undanfarið og er nú svo komið að 66 prósent Breta finnst hann hafa staðið sig illa í embætti, samkvæmt könnun sem Sunday Times birti um helgina. Hljóti Verkamannaflokkurinn fá atkvæði í kosningunum á morgun, gæti það orðið til þess að Blair setji dagsetningu á afsögn sína. Hann hefur lýst því yfir að hann muni stíga úr stólnum fyrir þing- kosningarnar árið 2009, en hingað til ekki gefið nánari dagsetningu þar á. Hneykslismál flokksins hafa heltekið breska fjölmiðla undan- farna daga. Í síðustu viku viður- kenndi Prescott að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með rit- ara sínum um tveggja ára skeið, og um helgina sögðu fleiri konur frá kynferðissamböndum sínum við ráðherrann. Slúðurfréttablöð Breta hafa smjattað mjög á þessu máli og finnst koma vel á vondan, því þegar ráðherra í ríkisstjórn íhaldsmanna varð uppvís að fram- hjáhaldi og sagði af sér í kjölfarið, var Prescott einn harðasti gagn- rýnandi hans. Nú fara fjölmargir fram á afsögn Prescotts, og er ráð- herrann fyrrverandi þar einna fremstur í flokki. Málið sem snýr að innanríkis- ráðherranum er heldur alvarlegra eðlis. Í síðustu viku kom fram að 1.023 glæpamönnum af erlendu bergi brotnu hefði verið sleppt úr haldi í Bretlandi á árunum 1999 til 2006, án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi og hafa minnst fimm þeirra framið frekari glæpi í Bretlandi síðan þeim var sleppt. Þegar ljóst varð að Clarke hefði verið kunnugt um málið í þrjár vikur áður en hann sagði Blair frá því, jókst til muna þrýstingur á hann að segja af sér. Í gær fór leiðtogi Íhaldsflokksins, David Cameron, fram á frekari upplýsingar um málið. „Við höfum ekki fengið tæmandi upplýsingar um hverjir (glæpamennirnir) eru, hvar þeir eru og hvað hefur komið fyrir þá,“ sagði Cameron í samtali við BBC. Haft hefur verið eftir leiðtoga frjálslyndra demókrata, Menzies Campbell, að málið hafi endanlega fyrirgert framtíð Clarke í emb- ættinu. smk@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ 1 Bandarísk yfirvöld þora ekki að sleppa föngum sem þau hafa haldið í illræmdum fangabúðum til síns heima. Hvar eru fangabúðirnar? 2 35 voru myrtir í átökum í héraði í Indlandi þar sem múslimar eru í meirihluta og berjast fyrir sjálfstæði. Hvað heitir héraðið? 3 Íslenskir eigendur Stoke City vilja nú selja sinn hlut í knattspyrnufélag- inu breska. Hver er stjórnarformaður Stoke City? SVÖR Á BLS. 38 Kjósendur snúa frá Verkamannaflokki Miklar hræringar eru þessa dagana hjá breskum stjórnvöldum, en þar fara sveitarstjórnarkosningar fram á morgun. Virðist Tony Blair forsætisráðherra ganga trauðlega að lagfæra álit almennings á Verkamannaflokknum. TONY BLAIR FOR- SÆTISRÁÐHERRA Blair reynir nú af fremsta megni að flikka upp á ímynd Verkamannaflokks- ins fyrir sveitar- stjórnarkosningarn- ar sem fram fara í Bretlandi á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JOHN PRESCOTT CHARLES CLARKE DÓMSMÁL Fertug kona er ákærð fyrir að falsa undirskrift manns á skuldaviðurkenningar í níu skipti fyrir milljónir króna. Hún neitaði sök í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Konan er ákærð fyrir að hafa falsað undirskrift mannsins á skuldabréf að upphæð 550 þúsund og notað í aprílmánuði 1996 í Landsbanka Íslands. Einnig er hún ákærð fyrir að hafa í þrígang framvísað skuldaábyrgðayfirlýs- ingu með falsaðri undirskrift hans vegna yfirdráttarheimildar á tékkareikningi hennar, fyrst fyrir 200 þúsund krónum og aftur tveimur árum síðar. Þá var yfir- drátturinn hálf milljón og enn ári síðar var yfirdrátturinn orðinn 800 þúsund krónur. Árið 1998 framvísaði konan víxli að upphæð 270 þúsund í Sparisjóði Kópavogs og er sögð hafa falsað undirskrift mannsins þar. Hún er einnig ákærð fyrir að framvísa tveimur víxlum, öðrum að upphæð 640 þúsund en hinum upp á 650 þúsund krónur, með falsaðri undirskrift mannsins. Konan er enn fremur ákærð fyrir að hafa árið 2000 notað skuldabréf hjá Fjárvangi sem nam tveimur milljónum vitandi að undirskriftin væri fölsuð. Síðast í lok janúar á síðasta ári framvísaði hún skuldaábyrðaryfirlýsingu vegna yfirdráttarheimildar sinn- ar, að fjárhæð 300 þúsund. - gag Fertug kona hefur verið ákærð fyrir milljóna króna skjalafals: Sögð hafa falsað undirskrift TEKIÐ ÚT Á YFIRDRÁTTINN Kona er ákærð fyrir að falsa undirskriftir manns margoft. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lík sýnd almenningi Fimm menn, þar af tveir útlendingar, voru hengdir í Kúveit í gær, fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasmygl. Yfirvöld í Kúveit ákváðu árið 2002 að sýna lík glæpamanna sem teknir hafa verið af lífi í refsingarskyni, í tilraun til að draga úr glæpum. KÚVEIT DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir líkams- árás fyrir utan skemmtistað á Sel- fossi um miðjan janúar á þessu ári. Manninum er gefið að sök að hafa kýlt sextán ára dreng í andlit- ið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði öðrum megin og hlaut sprungu í kjálka hinum megin. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Suðurlands. Maður- inn neitaði sakargiftum fyrir dómi. - sdg Ákærður fyrir líkamsárás: Kjálkabraut 16 ára dreng SVEITARSTJÓRNARMÁL Afkoma Sel- tjarnarnesbæjar hefur ekki áður verið jafn góð og á síðasta ári sam- kvæmt nýsamþykktum ársreikn- ingi bæjarsjóðs. Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja námu rúmum tveimur milljörðum króna og var rekstrar- niðurstaða aðalsjóðs jákvæð um 326 milljónir króna sem er tölu- vert hærra en á árið á undan. Næst þessi árangur á sama tíma og skattgreiðendur hafa notið góðrar fjárhagsstöðu með lækkun opin- berra gjalda. - aöe Ársreikningur Seltjarnarness: Afkoman aldrei betri SELTJARNARNES Fjárhagsleg afkoma bæjarfé- lagsins hefur aldrei verið betri. BORGARMÁL „Framsetning sjálf- stæðismanna skrumskælir trausta fjárhagsstöðu borgarinnar og er í hróplegu ósamræmi við þau fjár- freku kosningaloforð sem flokk- urinn hefur gefið nú fyrir kosn- ingar,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vegna ásakana oddvita Sjálfstæðis- flokksins að ársreikningur borg- arinnar endurspegli slaka rekstr- arniðurstöðu. Samkvæmt útreikningum sem sjálfstæðismenn hafa gert kemur fram að rekstur borgarsjóðs fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld er neikvæður meðan önnur sveitarfélög á suð- vesturhorninu sýna jákvæða afkomu. Bendir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, á að hreinar skuldir borgarinnar lækkuðu ekki um 1,5 milljarða króna eins og haldið er fram í ársreikningi held- ur hækkuðu um tvo milljarða króna að teknu til- liti til skuldbind- inga sem alfarið er sleppt í útgefn- um efnahags- reikningi. Þessu vísar borgarstjóri á bug og ásakar sjálf- stæðismenn um sömu kúnstir við útreikninga sína. „Sérvaldar niðurstöður þeirra breyta ekki að skuldir borgarinn- ar lækkuðu árið 2005.“ - aöe Sjálfstæðismenn segja fjármálastjórn borgarinnar afleita í ljósi góðæris: Skrumskæla niðurstöðurnar STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON SVISS, AP Svissneska skíðakonan Corinne Rey-Bellet og bróðir henn- ar, Alain, voru skotin til bana á sunnudag á heimili foreldra þeirra í Les Crosets í Sviss. Móðir þeirra var lögð inn á spítala, alvarlega slösuð eftir árásina. Banamaður- inn hafði flúið staðinn er lögregla kom á vettvang en rannsókn hófst þegar í stað. Erfiðlega gekk að ná tali af eig- inmanni Bellets en talsmaður lög- reglu sagði yfirvöld hafa mikinn áhuga á að finna hann. Tveggja ára gömlum syni hjónanna er haldið á öruggum stað. Rey-Bellet var silf- urverðlaunahafi í bruni á heims- meistaramótinu árið 2003. Harmleikur í Sviss: Skíðadrottning skotin til bana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.