Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 21

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Fanney Kristjánsdóttir lærir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á námskeiðum hjá Upledger-stofnuninni á Íslandi. Ástæðan fyrir því að Fanney fór að læra höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð var sú að mamma hennar sendi hana á kynning- arnámskeið síðasta haust. „Ég féll strax fyrir þessu og vissi að þetta væri eitthvað sem ég vildi læra betur,“ segir Fanney. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er kennd á námskeiðum hjá Upledger-stofnun- inni á Íslandi. „Námskeiðin eru haldin reglu- lega en það verða alltaf að líða svona þrír mánuðir á milli þeirra námskeiða sem tekin eru til þess að nemendurnir nái að melta allt sem búið er að kenna þeim og æfa sig . Námið er lágmark fimmtán mánuðir en við ráðum því svolítið hvað við tökum mikið og hvort við klárum öll námskeiðin,“ segir Fanney. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er notuð við ýmsum kvillum sem hrjá fólk. „Meðferðin er mikið notuð við bakverkjum, mígreni, krónískum bólgum, meiðslum sem taka sig upp aftur og aftur og nánast hverju sem er,“ segir Fanney. Fanney segir að meðferðin felist í þrýst- ingi á ákveðna staði líkamans. „Ég snerti þann sem ég hef til meðferðar með fimm gramma þrýstingi á hina ýmsu staði á líkam- anum og í vissum stellingum. Með snerting- unni býð ég líkamanum í raun og veru að lækna sig sjálfur.“ Fanney stefnir á að ljúka öllum námskeið- unum sem boðið er upp á hjá Upledger-stofn- uninni. „Þegar ég hef lokið náminu get ég til dæmis opnað eigin stofu þar sem ég fæ fólk til meðferðar en svo kemur það líka fyrir að fólk sem hefur lært þetta fari að starfa inni á sjúkrahúsum.“ emilia@frettabladid.is Áhrifarík meðferð við ýmsum kvillum Fanney Kristjánsdóttir lærir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐAGÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 3. maí, 123. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.53 13.25 21.58 Akureyri 4.25 13.09 21.56 UNICEF, Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi , kynnir stuðning fjölda íslenskra fyrirtækja og einstaklinga við stórt styrktarverkefni Barnahjálp- arinnar í Nígeríu á opnum fundi sem haldinn verður á morgun, fimmtudaginn 4. maí klukkan 10.30, í nýju húsnæði Lýsis hf. að Fiskislóð 5. Mímir - símenntun býður upp á vornámskeið í japönsku þar sem farið verður í grundvallaratriði í japanskri málfræði og orðaforða. Námskeiðið hefst 10. maí og líkur 7. júní en kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19.00 til 20.30. Norræna verður í þurrkví dagana 13. til 19. maí vegna viðhalds og verður því engin ferð farin frá Íslandi þá viku. Næsta ferð Norrænu frá Seyðisfirði verður farin 24. maí. Bifreiðauppboð Vöku eru oftast haldin fyrsta laugardag hvers mánaðar en stundum færast þau til. Ekkert uppboð verður haldið á laugardaginn næsta en þess í stað verður uppboðið haldið 20. maí næstkomandi. ALLT HITT BÖRN FERÐIR NÁM BÍLAR TILBÚINN MORGUNINN FYRIR FYRSTU FERÐINA Eyþór Guðnason breytti glænýjum Toyota Tacoma fjallajeppa sínum sjálfur. BÍLAR 2 SAFNA PENINGUM HANDA FÁTÆKUM BÖRNUM Tanja Dóra Benjamínsdóttir og Tinna Dröfn Benjamínsdóttir eru sex ára tvíburasystur. Þær eru að klára fyrsta bekk í Melaskóla núna í vor. BÖRN 6 Opið mán-fös frá 10-18 og lau. 10-16 Litrík sumarföt og skór Laugaveg 53 • S: 552 3737
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.