Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 22
[ ] Eyþór Guðnason breytti fjalla- jeppa sínum sjálfur. Flestir bíleigendur hafa einhvern- tíma tekið upp skiptilykil og skrúfjárn til að eiga lítið eitt við bif- reið sína. Sumir ráða meira að segja við flestar einfaldar viðgerðir sjálf- ir, og svo er það fólk eins og Eyþór Guðnason. 18. janúar fékk hann splunku- nýja Toyotu Tacoma bifreið úr skipi. Þremur og hálfum tímum síðar var hún komin inn í skúr þar sem Eyþór og tengdafaðir hans gerðu úr henni fullvaxinn fjallajeppa. „Hann var keyrður fjörutíu kíló- metra þegar hann var kominn inn á gólf,“ segir Eyþór. „Konan var ekki einu sinni búin að fá að taka í hann. Við vorum svo í einn eða einn og hálfan mánuð að breyta honum, unnum bara í þessu eftir klukkan níu á kvöldin. Konan fór svo á honum í kvennaferð ferðaklúbbsins 4x4, það var fyrsta ferðin á bílnum og hann kláraðist bara morguninn fyrir ferðina.“ Toyota Tacoma eru ekki algeng sjón á götum landsins enda tiltölu- lega stutt síðan sú fyrsta var flutt til landsins. „Þetta eru skemmtileg- ir bílar með skemmtilegar vélar og fullt af afli. Það minnir á gamla Willys-andann að keyra þá hvað kraftinn varðar, nema hvað Toyotan er hlaðin þægindum,“ segir Eyþór um bílinn sem er með 4 lítra V6 mótor sem telur heil 245 hestöfl og vegur fullbreyttur aðeins 2.140 kg. „Mönnum leiðist ekki á botngjöf,“ segir Eyþór. „Og eyðslan er ekki mikil, nema í fyrstu ferðinni reynd- ar. Þá var ég með allt í botni allan tímann til að rassskella ferðafélag- ana,“ bætir hann við á léttu nótun- um. Breytingin á Tacomunni fól meðal annars í sér að henni var lyft um 8 cm á yfirbyggingu. Færa þurfti boddífestingar að framan og klippa heil ósköp úr bílnum í kring- um framdekkin. Afturhásingin var færð aftur um 8,5 cm og til að byrja með var flatjárnsfjöðruninni skipt út fyrir gorma og svokallaðar four- link-stífur. Síðar var gormunum skipt út fyrir loftpúða. Í afturdrif- inu er rafmagnslæsing staðalbún- aður en Eyþór setti íslensku Algrips- læsinguna í framdrifið. Til að ráða við allra þyngstu færðina var líka settur milligír í bílinn. „Þetta er eina Tacoman sem er komin með milligír. Þeir sem hækkuðu sínar ekki á yfirbyggingu hafa ekki pláss fyrir hann,“ segir Eyþór sem ber bílnum góða söguna eftir breyt- ingu. Eyþór hefur átt jeppa síðan 1984 og deilir jeppa- og útivistaráhuganum með konu sinni. „Þetta er auðveld- ara af því að hún hefur svo mikinn áhuga líka, hún fer ein í nokkrar ferðir á ári. Handlagnir einstakling- ar eiga alveg að geta breytt bíl eins og við gerðum, en maður þarf að vita hvað maður er að gera, ég hef smíðað nokkra bíla á undan þess- um,“ segir Eyþór og bætir við að hann hafi ekki nákvæma tölu á klukkutímunum sem fór í breyting- una, „en þeir voru ansi margir.“ einareli@frettabladid.is Bíllinn tilbúinn morgun- inn fyrir fyrstu ferðina Á fullri ferð á Gæsavatnaleið um páskana. Skipta þurfti út bremsudiskum og -dælum til að koma 15 tommu felgum undir bílinn. Afturfjöðrunin í smíðum. Þetta eru svokallaðar fourlink-stífur. Hér er búið að færa festingar fyrir yfirbyggingu upp og aftur og klippa úr brettum að framan. Yfirbyggingin var hækkuð um 85 mm, vatnskassi síkkaður og festingar fyrir hann styrktar. Þarna er Eyþór búinn að eiga bílinn í þrjá og hálfan tíma, og strax byrjaður að rífa hann í sundur fyrir breytinguna. Eyþór undir stýri á bílnum sem hann og tengdafaðir hans breyttu á einum og hálfum mánuði. FRETTABLAÐIÐ/GVA Sjúkrakassi er nauðsyn í hvern bíl. Ef lukkan lofar þarftu aldrei á honum að halda en það er erfitt að fyrirgefa sjálfum sér á ögur- stundu ef maður er ekki nógu vel búinn. Kraftloftsíur í bílinn Finndu muninn....... Kíkið í heimsókn eða fylgist með á netversluninni. AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is ´ Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land! �������������������������������� ���������������������������������� ������������������ � ������������� ���������������������� ���������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.