Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 Laugardaginn 6. maí verður sér- stakur fornbíladagur hjá Frum- herja hf. í Reykjavík og á Akur- eyri. Þetta er þriðja árið í röð sem slíkur dagur er haldinn í Reykja- vík en í fyrsta skipti á Akureyri. Þá verða skoðaðir allir glæsileg- ustu fornbílar landsins í eigu félagsmanna í Fornbílaklúbbi Íslands og Fornbílaklúbbi Akur- eyrar. Á Hesthálsi í Reykjavík hefst skoðunin klukkan níu um morgun- inn og er búist við að allt að eitt hundrað bílar verði skoðaðir. Á Akureyri hefst skoðunin klukkan eitt og er reiknað með milli tuttugu og þrjátíu bílum til skoðunar. Að venju verður boðið upp á drykki og meðlæti, auk sýningar á ýmsum skemmtilegum munum sem tengj- ast þessum gömlu bílum. Rétt er að vekja athygli á því að félagar í Fornbílaklúbbunum ann- ars staðar á landinu munu njóta sömu kjara á skoðun bíla sinna á mánudeginum þar á eftir, eða fyrsta opnunardag stöðvar ef ekki er opið á mánudeginum. Fornbíla- dagur 2006 Frumherji opnar tvær skoðunarstöðvar sérstaklega fyrir fornbíla. Fornbílaeigendur fjölmenna í skoðun laugardaginn 6. maí FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mazda5 hlaut nýverið sex stjörnur af sex mögulegum í öryggisprófunum á vegum japanskra umferðaröryggisyfir- valda, J-Ncap. Hann er þar með fyrsti fjölnotabíllinn sem fær hæstu einkunn í öryggisprófunum bæði í Evrópu og Japan. Bíllinn hafði áður, síðasta haust, hlotið fimm stjörnur af fimm mögulegum í sambærilegum prófunum evrópsku umferðareftirlitsstofnunarinnar, Euro NCAP. Öryggiskerfi Mazda5 er hannað með það fyrir augum að taka á sig þau högg sem á bílinn geta komið og beina þeim fram hjá farþegum bílsins. Þannig er til dæmis sérstaklega styrktur undirvagninn hannaður til að dreifa höggi frá hlið eftir endilöngum bílnum og draga þar með úr áhrifum höggsins þar sem það kom á bílinn. Svipað gildir með högg framan á bílinn, en þar vinna loftpúðar, öryggis- belti og sérstök hönnun saman að því að auka öryggi bílstjóra og farþega. Þá er hemlunarvegalengd bílsins með þeim stystu sem mælst hafa hjá fjöl- notabílum. Mazda5 þurfti einungis 41,8 metra til að hemla úr 100 km hraða. Mazda5 öruggur FÆR HÆSTU EINKUNN Í ÖRYGGISPRÓF- UNUM Í JAPAN OG EVRÓPU. Mazda5 er ekki bara notadrjúgur heldur líka öruggur. Bandarískir kaupendur tvinnbíla og dísilbíla geta nýtt sér kaupin til að fá endurgreitt frá skattinum. George Bush Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn undanfarnar vikur til að tryggja löndum sínum hag- kvæmar eldsneytislausnir og minnka þannig áhyggjur þeirra af stríðrekstri hans í Mið-Austurlöndum. Síðasta útspil hans er skattaafsláttur fyrir þá sem kaupa tvinnbíla og nýjustu kynslóð dísilbíla. Þegar hver ákveðin tegund hefur selst í 60.000 eintökum fjarar skattaafslátturinn af henni út. Bush hefur fengið bágt fyrir þetta útspil, eins og önnur, á þeim forsendum að tillagan sé hliðhollari erlendum bílaframleiðendum vegna þess að litið sé á þá sem háþróaðri og vænlegri kosti en bandaríska keppinauta. Eldsneytisverð í Bandaríkjunum hefur sjaldan eða aldrei verið hærra. Bíleigendur í Kaliforníu eru sumir farnir að grípa til þess ráðs að verða viljandi bensín- lausir á leið til eða úr vinnu. Á þjóðvegunum eru sér- stakir aðstoðarmenn á ferðinni sem gefa nauðstöddum eitt gallon af bensíni, um 3,8 lítra, sem er fjármagnað með opinberum sjóði. Margir hinna bensínlausu viðurkenna fúslega að þeir hafi viljandi látið klárast úr tankinum því bensínið sé einfaldlega of dýrt, enda kostar lítrinn um 47 krónur í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar af fara um 20 prósent í skatta og opinber gjöld. Bush býður afslátt af skatti Bush reynir hvað hann getur að auðvelda Bandaríkjamönnum að velja aðrar leiðir en ofurdýrt bensín, en uppsker lítið annað en skömm í hattinn. MYND/AP Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.