Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 24

Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 24
[ ] Listakonan Inga Ragnarsdóttir er að ljúka námi við leiðsögu- mannaskólann og er nýkomin úr fjórðu ferð sinni til Kína, þeirri þriðju sem fararstjóri. „Kínaferðirnar eru fyrst og fremst menningarferðir,“ segir Inga sem starfar á vegum utanlandsdeildar Ferðaþjónustu bænda. „Við kynn- umst landinu og þjóðinni og upplifum kínversku hámenninguna sem er einstök því hún hefur lifað af umrót aldanna.“ Inga kveðst hafa fengið pólitískan áhuga á Kína í menntaskóla og athyglin hafi beinst aftur að landinu þegar hún fór að læra keramik. „Kína er vagga ker- amiksins. Kínverjar voru mörgum öldum á undan Evrópubúum í leir- vinnslu,“ upplýsir hún og segir það að skoða leirherinn í Xi‘an einn af hápunktum Kínaferðanna. „Leirher- inn er frá því 220 árum fyrir Krist en fannst ekki fyrr en 1974 og er meðal merkustu fornleifafunda í heiminum.“ Inga hefur búið í Þýskalandi frá því hún lauk námi við listaakademí- una í München 1987 og á þar mann og börn. Hún hefur alltaf komið heim á sumrin og reyndar oft á vet- urna líka til að sinna ýmsum verk- efnum og kenna við Myndlista- og handíðaskólann. En hvað kom til að hún dreif sig í leiðsögumannaskól- ann? „Það er nokkur aðdragandi að því. Ég hef haft gaman af ferðalög- um frá því ég var lítil og var að ferð- ast með foreldrum mínum. Síðar fór ég sjálf að kynnast öðrum löndum og læra tungumál. Ég hef líka kennt og það starf er svolítið skylt leið- sögumennsku. Á sumrin fékk ég fólk hingað í heimsókn bæði frá Noregi og Þýskalandi og sýndi því landið mitt og í framhaldi af því fékk ég tækifæri til að fara með þýska ferðamenn um landið. Þannig þróaðist þetta. Mig langaði alltaf í leiðsöguskólann en hafði ekki tæki- færi til þess fyrr en í haust að ég lét verða af því.“ Inga segir mikið að læra í skólan- um enda verði leiðsögumenn að vita nánast allt! Námið skiptist í almenna leiðsögn, gönguleiðsögn og afþrey- ingarleiðsögn og hún valdi göngu- leiðsögn. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Við erum búin að taka kúrsa í jöklaferðum og vetrar- ferðum, læra að velja vöð og spá í veðrið ásamt mörgu öðru,“ segir Inga og bætir við að lokum: „Ferða- mennskan verður að vera virkilegt áhugamál hjá fólki til að leiðsögu- mannsnám og starf nái til þess, því það er krefjandi. Leiðsögumaður þarf að vera mikið að heiman, hafa gaman af því að umgangast fólk og helst að geta leyst úr öllum vanda.“ gun@frettabladid.is Með óbilandi áhuga á ferðum Inga í Kína með hópi Íslendinga og kín- verskum fararstjóra í apríl 2006. Leirherinn er frá því 220 fyrir Krist. Her- mennirnir eru um 6000 og hver og einn með sitt svipmót. Á siglingu um Yanzefljótið. Inga kveðst hafa gaman af því að ganga og hlakkar til að gera meira af því. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Oddný Sturludóttir er nýkomin frá New York og er að skipu- leggja ferð til Frakklands næsta sumar. „Ég er nýkomin heim úr ákaflega mikilli draumaferð,“ segir Oddný en hún var í New York í eina viku um páskana. Snorri Sturluson, bróð- ir Oddnýjar, hefur búið í New York í nokkur ár og hana hefur lengi langað í heimsókn til hans. „Ég hefði nú sennilega farið þó að hann hefði ekki verið þar því New York er ein af þessum borgum sem allir verða að heimsækja einhvern tím- ann,“ segir hún. Oddný segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með New York. „Ég komst að því mér til mikillar skemmtunar að það sem gerir borg að borg er ekkert endilega háu húsin og stóru göturnar heldur fólk- ið og það var það sem ég var lang- hrifnust af.“ Í sumar ætlar Oddný síðan að fara í ferðalag til Frakklands. „Í Frakklandi ætla ég að vera við ströndina með alla fjölskylduna og barnsfaðir minn og fjölskylda hans sem býr í Þýskalandi ætlar að vera þar með okkur.“ Oddný hefur oft farið til Frakk- lands og mikið verið í París. „Ég fór til dæmis í útskriftarferð til Parísar og þá hittum við Gérard Lemarquis, frönskukennara í MH, sem lóðsaði okkur um alla borgina og sýndi okkur staði sem finnast ekki í túr- istabókum og það var einn alskemmtilegasti skoðunartúr sem ég hef á ævi minni farið í,“ segir hún. Oddný segir að henni finnist París ofsalega falleg borg en hún viðurkennir þó að hún sé hrifnari af New York. „París er svolítið eins og gömul frænka á meðan New York er eins og skemmtileg vinkona.“ Fólkið er það sem gerir borg að borg Oddný Sturludóttir hreifst mjög af New York þegar hún var þar á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hvert ertu að fara? 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Búðu til tékklista áður en þú heldur af stað í ferðalag. Með þeim hætti gleymirðu engu sem máli skiptir. 25.-28.5. Öræfajökull og Skaftafell Brottför kl. 08:30. Bókun stendur yfir. Gengið á Öræfajökul og hæsti tindur landsins sigraður ef veður og aðstæður leyfa. Skemmtileg og ögrandi jökulganga í stórbrotnu landslagi. Nágrenni Skaftafells kannað en þar eru margir þekktir staðir sem gaman er að skoða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.