Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 26
[ ] Erum að taka upp nýja sendingu af Carters ungbarnafatnaði • Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 • www.modurast.is Tanja Dóra Benjamínsdóttir og Tinna Dröfn Benjamínsdótt- ir eru sex ára tvíburasystur. Þær eru að klára fyrsta bekk í Melaskóla núna í vor. Tanja og Tinna eru saman í bekk og þær segjast læra ýmislegt í skólan- um. „Við lærum að gera stafi og þannig,“ segir Tanja. „Svo lærum við um hnöttinn og mínus og plús,“ bætir Tinna við. Systurnar segjast þurfa að læra tölvert heima. „Við þurfum að lesa og svo þurfum við að skrifa í skrift- arbók og svo þurfum við að teikna mynd þegar við erum búnar að skrifa,“ segir Tanja. „Þegar maður er búinn með tuttugu bækur þá fer maður á bókasafnið og fær að velja sér nýjar bækur,“ segir Tinna. „Nei þegar maður er búinn með hundrað bækur,“ leiðréttir Tanja hana og segist vera komin upp í bók númer fimmtíu. Stelpurnar fara með skólabíl í skólann á morgnana. „Við sitjum alltaf við hliðina á bestu vinkonu okkar, Glafki,“ segir Tinna. „Þegar skólinn er búinn förum við í selið og svo kemur mamma og sækir okkur,“ segir Tanja. Stundum fara stelpurnar líka í kirkju eftir skóla. „Þar lærum við um sögur af Jesú og svo eigum við að teikna myndir í bók,“ segir Tanja. „Svo fara stelpurnar stund- um í leiki og stundum fara strák- arnir í leiki og svo er kirkjan bara búin,“ segir Tinna. Tvíburasysturnar eru mjög meðvitaðar um að ekki hafi allir það jafn gott og þær og um daginn héldu þær tombólu til að safna pen- ingum fyrir fátæk börn. „Við söfn- uðum peningum fyrir að gefa dótið. Maður þarf að borga tíu krónur til að fá miða og það stendur númer á miðanum og svo tekur maður dótið sem sama númer stendur á,“ segir Tanja. „Við settum dótið sem við vorum hættar að nota á tombóluna og létum borga tíu krónur, en við fengum tvo fimmkalla frá Elísa- betu því það er það sama og tíu,“ segir Tinna. „Við ætlum svo að gefa fátæku börnunum peningana til að geta keypt eitthvað,“ segir Tanja. „Við eigum líka systur sem á heima á Indlandi og er mjög fátæk og við erum alltaf að gefa henni pening og fullt af fötum og helling af mat svo hún geti fengið sér eitthvað að borða,“ segir Tinna. „Við vorum sko að gera tombólu til að senda henni pening af því að hún á enga foreldra,“ segir Tanja. Tanja og Tinna ætla báðar að verða kennarar þegar þær verða stórar. „Ég mundi vilja kenna krökkum í öðrum bekk,“ segir Tinna. „Mér finnst sko ekki gaman að kennararnir mega bara fara upp stigann í Melaskóla og borða uppi en ekki við, og svo var amma henn- ar Elsu að gefa þeim mat og þá fékk Elsa að fara upp og það er svindl því við fáum aldrei að fara,“ segir Tanja og er mikið niðri fyrir og Tinna bætir því við að þær ætli að verða kennarar í Melaskóla svo að þær fái líka að fara upp stigann og borða uppi. Sumarið er að nálgast og stelp- urnar hlakka til þess að fara í sum- arfrí. „Kannski förum við til Vest- mannaeyja,“ segir Tinna. „Svo þegar sumarfríið er búið þá förum við í annan bekk og það verður gaman,“ segir Tanja og Tinna tekur undir það. emilia@frettabladid.is Safna peningum handa fátækum börnum Tinna og Tanja eru mjög ánægðar í Melaskóla og ætla að verða kennarar þar í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ryksuguhljóð róar ungabörn. Hávaðinn minnir þau á lætin í móðurkviði. af glæsilegum sumarfatnaði og útifatnaði Fatnaður fyrir 0 – 16 ára Ný lína fyrir krakka yfir kjörþyngd frá 8-16 ára Hlíðarsmára 12 • Sími: 555-6688 Full búð RÓBERT BANGSI ...og unglingarnir 15% afsláttur af öllum barnafatnaði frá Noppies um helgina, komdu og gerðu góð kaup á krúttlegustu barnafötunum Full búð af flottum og vönduðum meðgöngufatnaði Verið hjartanlega velkominn! www.tvolif.is Opið 11-18 alla virka daga og 11-16 á laugardögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.