Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 27
Katrín Dagmar Jónsdóttir og Elínborg Lorens eru þátt- takendur í Mentorverkefninu Vináttu. Fréttablaðið hefur fylgst með þeim í vetur en nú er verkefninu lokið hjá þeim. Mentorverkefninu lauk formlega með grillveislu í Húsdýragarðin- um fyrir alla mentora og börn sem hafa tekið þátt í því í vetur. „Veðr- ið var reyndar alveg brjálað og það var haglél með höglum á stærð við borðtennisbolta,“ segir Kallý. Grillveislan var því haldin inni í tjaldi og þar fór skipulögð dagskrá fram. „Sagan af Hans klaufa var lesin og konan sem las hana þurfti að stoppa því að það heyrðist ekk- ert í henni fyrir haglélinu,“ segir Ella og hlær. Kallý segir að þrátt fyrir veðrið hafi veislan samt heppnast vel „Allir skemmtu sér bara mjög vel og fengu pylsur og Svala og fylgdust með skemmtiat- riðinum.“ Kallý og Ella hafa hist einu sinni í viku í allan vetur og gert margt skemmtilegt saman. Þær hafa farið á skauta, í keilu og á snjóþotu í Ártúnsbrekkunni. Fyrir jólin bökuðu þær piparkökur saman og svo hafa þær farið í bíó og á Idol í smáralind. Stundum hafa þær líka bara notið þess að vera saman heima í rólegheitun- um. „Mér finnst þessar stundir sem við höfum bara verið heima hjá mér í tölvunni og að spjalla eftirminnilegastar,“ segir Kallý og Ella tekur undir það. Kallý og Ella hafa náð mjög vel saman í vetur og eru orðnar góðar vinkonur. „Mér finnst dálítið leið- inlegt að þetta sé búið en við ætlum samt að hittast áfram,“ segir Ella. Ella er að fara að flytja upp á Akranes í sumar en ætlar að koma í bæinn að hitta Kallý þegar tími gefst til. „Kallý ætlar líka stund- um að koma til mín,“ segir hún. „Við fórum saman upp á Akranes um daginn og heimsóttum afa og ömmu Ellu sem búa þar og ég fékk að sjá húsið sem hún flytur í og skólann,“ bætir Kallý við. Stelp- urnar eru mjög ánægðar með Mentorverkefnið Vináttu. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Ella og Kallý tekur undir það. „Langflestir mentorarnir fá ein- ingar fyrir að taka þátt í verkefn- inu og þetta er ekki þessi hefð- bundni áfangi þar sem maður fer í próf heldur er þetta áfangi þar sem maður er bara að leika sér og kynn- ast nýjum einstaklingi sem er alveg ómetanlegt,“ segir Kallý. Kallý og Ella mæla hiklaust með Mentorverkefninu Vináttu- fyrir alla en næsta haust fer verk- efnið aftur í gang með nýjum mentorum og börnum. emilia@frettabladid.is [ ] VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. 3. vikna hraðnámskeið 13. júní Akureyri 3. vikna hraðnámkeið 17. maí Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti Ætla að hittast áfram Stelpurnar bökuðu piparkökur saman fyrir jólin heima hjá Kallý. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kallý og Ella fóru í keilu í vetur og stóðu sig mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kallý og Ella hafa náð mjög vel saman í vetur og eru orðnar góðar vinkonur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Stelpurnar skemmtu sér vel í grillveislu Mentorverkefnisins Vináttu í Húsdýragarð- inum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kallý og Ella hittust í síðasta skiptið á Pizza Hut og fengu sér að borða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Netfang: alliance@af.is Veffang: www.af.is Ferðalangar frá 66˚ norður Alliance française í Reykjavík skipuleggur dvöl í Frakklandi 16. - 27. júní fyrir 20 manna hóp. 20% afsláttur fyrir alla þá sem innrita sig og greiða fyrir 9. maí 2006. Samevrópsk rannsókn á lesblindu og námi í erlendum tungumálum var gerð vorið 2004 en niðurstöður hennar liggja nú fyrir. Þrjú lönd tóku þátt í rannsókninni en það voru Austurríki, Danmörk og Ísland. Alls svöruðu 148 enskukennarar í 72 skólum könnuninni í löndunum þremur. Spurningarnar fjölluðu um viðhorf og stefnu skólanna gagn- vart lesblindum nemendum, hvað væri gert til að auðvelda þeim nám í erlendum tungumálum og viðhorf tungumálakennara til nemenda sem eru lesblindir. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti skólanna viðurkennir að erfitt sé fyrir lesblinda nemendur að læra erlend tungumál. Þá töldu flestir þátttakend- anna að það væri mikilvægt fyrir les- blinda að læra erlent tungumál og þeir ættu að gera það í almennum bekk. Þó að enskukennararnir sem tóku þátt í rannsókninni viðurkenni flestir veita þurfi lesblindum nemendum sérstaka aðstoð virðast fáir bjóða upp á hana. Það eru fáir kennarar sem nota aukatíma eða sérverkefni og enn færri passa upp á að nem- endur með lesblindu hafi aðgang að sérhönnuðum lausnum. Margir veita nemendunum þó aðstoð með því að veita þeim aðgang að hljóðbókum. Samkvæmt niðurstöðunum virðast tungumálakennarar ekki vita hvers vegna lesblindir nemendur eiga erfitt með að læra nýtt tungumál eða hvaða málfarslegu þætti þeir eigi að leggja áherslu á. Þykja þessar niðurstöður sýna fram á að tungumálakennarar hafi hvorki nægan tíma né kunnáttu til að veita lesblindum nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa. Hægt er að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar frekar á vef Kennaraháskólans, www.khi.is. Lítið um lausnir Kennarar hafa hvorki tíma né kunnáttu til að veita lesblindum nemendum sér- hæfða aðstoð við tungumálanám. Heilinn brennir glúkósa til að fá orku. Borðaðu nóg af ávöxtum og hafðu súkkulaði með þér í prófin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.