Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 32
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Atlantic Petroleum, færeyska olíuleitarfélaginu í Kauphöllinni, hefur verið boðið að leggja fram kauptilboð í danska olíufélagið Denerco Oil samkvæmt frétt Jótlandspóstins. Denerco er í samstarfi við fimm olíu- og gasleitarfyrirtæki í danska, þýska, hollenska og breska hluta Norðursjávar auk þess sem það stundar olíuleit í Óman. Það velti 1,2 milljörðum danskra króna í fyrra og nam hagnaður fyrir skatta 400 millj- ónum danskra króna. Danska olíufyrirtækið er því miklu stærra en Atlantic sem er enn tekjulaust. Danske bank, LD, Monberg & Thorsen eru þrír stærstu hlut- hafarnir í Denerco með sam- anlagt 77 prósent hlutafjár en mikil hækkun olíuverðs ku vera ástæða þess að eigendur bjóða félagið til sölu. Hafa eigendur sett sig í samband við nokkur félög sem kunna að vera áhugasöm um að leggja fram tilboð. Í frétt Jótlandspóstsins kemur fram að Shell, Statoil og Norsk Hydro telji Denerco Oil vera of lítinn bita en bæði bresk og hollensk félög hafa verið nefnd sem mögulegir kaupendur ásamt Atlantic. - eþa OLÍUBORPALLUR Denerco er í samstarfi við fjölda olíu- og gasleitarfyrirtækja í Norðursjó. Nordicphotos/AFP Atlantic orðað við Denerco Oil Umsvif færeyska félagsins myndu margfaldast. Með kaupunum á Laurens Patisseries, einum stærsta fram- leiðanda eftirrétta í Bretlandi, bætist fjórða fyrirtækið við Bakkavararsamstæðuna eftir að félagið eignast Geest fyrir ári í einni stærstu yfirtöku Íslandssögunnar. Kaupverðið á Laurens er 17,6 milljarðar og verður það greitt að hluta með nýju hlutafé. Hin félögin eru Hitchen Foods í Bretlandi, sem framleið- ir ferskt niðurskorið grænmeti, 40 prósenta hlutur í kínverska salatfyrirtækinu Creative Food, en dótturfélag Bakkavarar og Glitnis stóð að þeim kaupum, og New Primebake, einn stærsti framleiðandi kældra brauðvara á Bretlandseyjum. Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar, hefur sagt að félagið vilji styrkja stöðu sína enn frekar á sviði tilbúinna mat- væla í Bretlandi en þessi hluti markaðarins vex mun hraða en matvælamarkaðurinn í heild. - eþa BAKKABRÆÐUR Í INNKAUPUM Frá því að Bakkavör tók yfir Geest hafa fjög- ur ný fyrirtæki bæst að hluta eða öllu leyti við samstæðuna. Geest engin endastöð F J Á R F E S T I N G A R B A K K A V A R A R F R Á G E E S T - Y F I R T Ö K U N N I Fyrirtæki Framleiðsla Kaupdagur Kaupverð* Hitchen Foods Ferskt niðurskorið grænmeti og salat 17.10.2005 4,7 Creative Foods (40%) Salöt fyrir veitingahúsakeðjur 24.3.2006 Trúnaðarmál Primebake Kældar brauðvörur 27.4.2006 Trúnaðarmál Laurens Patisseries Kældir eftirréttir 30.4.2006 17,6 * í milljörðum króna Óli Kristján Ármannsson skrifar Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir töluverðum samdrætti í innflutningi á næsta ári vegna áhrifa af gengi krónunnar og minnkandi umsvifa og eftirspurn í hagkerfinu. Þar verður ríkið af umtalsverðum tekjum. Á móti kemur að útflutningsgreinarnar njóta góðs af gengislækkun krónunnar, segir í nýrri þjóðhagsspá og gert ráð fyrir nokkurri verðmæta- aukningu í útflutningi þegar á þessu ári. Á næsta ári er er svo spáð umtalsverðri aukningu í útflutn- ingi, bæði í magni og verðmæti. „Þá munu stóriðju- framkvæmdir undanfarinna ára skila af sér ríflega helmingsmagnaukningu í álútflutningi. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greining- ardeild Glitnis banka, segir ljóst að töluvert af tekjuauka ríkissjóðs á síðasta ári sé til kominn af auknum innflutningi. „Ef skoðað er vörugjald af bifreiðum varð þar 60 prósenta aukning rétt eins og í innflutningi á bifreiðum. Þar er um að ræða nokk- uð stórar tölur og sjálfsast stærsti pósturinn sem tengist beinum innflutningi,“ segir hann og telur því ljóst að þegar hægist á í neyslu dragist saman tekjur ríkisins bæði af innflutninggjöldum og virðisaukaskatti. „Svo kemur á móti að gengisfall krón- unnar hjálpar útflutningnum þótt dragi úr innflutningi og þar koma náttúrlega skatttekjur líka.“ Jón Bjarki sagði þó erfitt að vega þær tölur saman. Bílar vega nokkuð þungt í tekjum rík- issjóðs, en af bifreiðagjöldum er ætlað að ríkið hafi tekjur upp á um 19,5 milljarða fyrir árið 2005. Árið áður námu þær tekjur 12 millj- örðum og 8,6 milljörðum króna árið 2003. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að í útreikningum þjóðhagsspár ráðuneytisins sé gert ráð fyrir áhrifum af viðsnúningi í utanríkisvið- skiptum, en áréttar að allar spár um tekjur ríkisins séu breytingum háðar enda verði ekki sam- þykkt á Alþingi fjárlög fyrir næsta ár fyrr en í haust. Í nýgerðri þjóðhagsáætlun ráðu- neytisins er hins vegar gert ráð fyrir að á þessu ári verði rúmlega 26 milljarða króna afgangur á ríkissjóði, en snúist svo í tæp- lega 12 milljarða króna halla á næsta ári. Þar kemur þó til meira en tekjutap vegna minni innflutning, þv´þá er líka gert ráð fyrir áhrifum tveggja prósenta lækkunn- ar á tekjuskatti og útgjöldum vegna framkvæmda sem áður hefur verið frestað til að slá á þenslu. JÓN BJARKI BENTSSON NÝIR BÍLAR Á HAFNARBAKKANUM Í REYKJAVÍK Gengisþróun krónunnar gerir að verkum að stórdregur úr innflutningi á næsta ári. Ríkið verður því af tekjum um leið og viðskiptahalli minnkar. Markaðurinn/GVA Tekjurnar minnka með minni halla Efnahagsspár gera ráð fyrir að á næsta ári dragi hratt úr innflutningi vara á borð við bíla og heimilstækja. Um leið verður ríkið af tekjum í formi innflutningsgjalda. Breskir fjölmiðlar full- yrtu í gær að Baugur undirbúi nú yfirtökutil- boð í bresku verslun- arkeðjuna House of Fraser. Telja þeir er að Baugur muni gera tilboð sem hljóði upp á 309 milljónir punda á næstu dögum. Hlutabréf í House of Fraser, sem skráð er í kauphöll- ina í London, hækkuðu mikið í gær eftir að fyrirtækið tilkynnti um viðræður sem hugsanlega gætu leitt til yfirtöku keðjunnar. Gengi bréfanna í gær fór hæst í 130 pens á hlut en stóð í 127,25 pensum eða 8,25 prósenta hækkun á hlut um tvöleytið í gær. Í apríl keypti Baugur 9,48 prósenta hlut í House of Fraser sem á og rekur 61 verslun í Bretlandi og á Írlandi. Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, hafði lítið að segja um málið. „Þetta er áhugavert fyrirtæki sem býr yfir mjög góðu vörumerki. Það er það sem við höfðum að leiðarljósi við kaupin á hlut okkar í síðastliðnum mán- uði. En um síðustu sögusagnirn- ar á markaðnum vil ég ekkert segja.“ - hhs Baugur orðaður við HoF Mikinn vöruskiptahalla á fyrsta fjórðungi ársins má að verulegu leyti skýra með auknum innflutn- ingi á fjárfestingar- og rekstr- arvörum og samdrætti í öllum helstu flokkum útflutningsvara. Í Morgunkorni Glitnis banka segir líklegt að samdrátturinn sé tíma- bundinn. Er vitnað til sundur- liðunar Hagstofunnar á inn- og útflutningi en þar kemur fram að innflutningur hafi aukist um 22 prósent frá sama tíma í fyrra. Á sama tíma dróst útflutningur hins vegar saman um 5 prósent. Verðþróun á erlendum mörkuð- um varð til þess að verðmæti útflutnings jókst um tæplega 4 prósent en verðmæti innflutnings um 29 prósent, að því er fram kemur í Morgunkorninu. Þá segir að verðþróun á alþjóðamörkuðum hafi verið hag- stæð undanfarin misseri, jafnt á áli sem sjávarafurðum, og allar líkur eru á að halli á vöruskiptum minnki verulega þegar líða tekur á árið, sér í lagi ef hægir á inn- flutningi neysluvara. Á næsta ári muni svo enn draga úr vöruskipta- hallanum þegar álver og virkjun á Austurlandi verði fullbúin auk þess sem líkur séu á að hægi á fjárfestingum í húsnæði. - jab Minni halli í haust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.