Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 42
2
„Ég gæti étið þig“, er yfirskrift loka-
verkefnis Oddnýjar Magneu Arn-
björnsdóttur, nema í þrívíðri hönnun
úr Listaháskóla Íslands. Með heitinu
er verið að vísa í gamalt orðatiltæki
sem hefur táknræna merkingu og
er viðhaft þegar einhver þykir nógu
góður til að vera ætilegur. Oddný
hefur hins vegar kosið að gera
orðatiltækinu bókstafleg skil með
verkefni sínu sem samanstendur af
súkkulaðimolum sem líta út eins og
líkamshlutar á borð við tennur, varir
og ungbarnatær.
Oddný segir áhuga hennar á
mannslíkamanum, einkum húðinni,
hafa verið kveikjuna að hugmynd-
inni. „Ég fór að skoða bækur sem
sýndu skreytilist frá því í gamla
daga, þá einkum ígreypta hluti,
og fannst vera ákveðin samsvörun
á milli þeirra og mannslíkamans
með öllum sínum mynstrum. Auk
þess fannst mér áhugavert að nota í
verkefnið eitthvert form í algjörlega
óbreyttri mynd. Með það að leiðar-
ljósi fór ég að taka afsteypur af lík-
amshlutum og þegar upp var staðið
fannst mér tilvalið að nota þær sem
súkkulaðimót.“
Segja mætti að niðurstaðan sé ögr-
andi eftirréttur, því þarna á sér stað
hugmyndafræðilegur samsláttur
vinsællrar markaðsvöru tengdri
nautunum og einnar helstu bann-
helgi Vesturlanda, nefnilega mann-
áts. Enda er ekki reynt að fela lík-
indin og súkkulaðimolarnir hafðir
eins líkir fyrirmyndinni og unnt er.
Neysla molanna ætti því að vekja
blendnar tilfinningar hjá neytend-
um.
Ekki er nóg með að Oddný hafi gert
mótin sjálf heldur bjó hún einnig til
súkkulaðið úr þar til gerðum hrá-
efnum og hannaði umbúðirnar utan
um það. „Ég vildi vinna verkefnið
þannig að ég gæti gert þetta sjálf frá
a til ö svo ég hefði í lokin vöru til-
búna í dreifingu til endursöluaðila.
Þannig vildi ég geta komið fullbú-
inni vöru frá mér, þótt ég útiloki alls
ekki samstarf við sælgætisframleið-
endur sé gagnkvæmur áhugi fyrir
hendi. En það er eitthvað sem á bara
eftir að koma í ljós og væri gaman
að skoða,“ segir hún að lokum.
Ég gæti étið þig
Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir tekur afsteypur af líkamshlutum og notar sem
súkkulaðimót
Hérna sést Oddný Magnea með súkkulaðimolana sem hún bjó til sjálf með sérhönnuðum mótum og hannaði umbúðir utan um.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Afsteypur eru teknar af raunverulegum líkamshlutum og þær notaðar sem súkkulaðimót. Hér má t.d. sjá ungbarnatær sem eru aðeins
ein þeirra neysluvara sem Oddný hefur búið til. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á þessari mynd sjást varir í nokkrum
litbrigðum.
Iðan fræðslusetur verður opnað í
dag að Hallveigarstíg 1. Þetta er
samstarfsverkefni fræðslumiðstöðva
fjögurra iðngreina, þ.e. málm-
iðnaðarins, byggingariðnaðarins,
hótel- og veitingaiðnaðarins og
prenttæknistofnunar. Hildur Elín
Vignir, nýskipaður framkvæmda-
stjóri Iðunnar, segir að með þess-
ari sameiningu sé vonast til að ná
ákveðinni hagræðingu í rekstri og
auknum slagkrafti varðandi fram-
þróun í iðnmenntun í heild sinni.
Hildur hefur um árabil verið viðriðin
starfsþróunar- og endurmenntunar-
markaðinn hérlendis. Hún hefur
nýlokið starfi sem forstöðumaður
þjálfunarlausna hjá IMG, en hefur
einnig starfað sem fræðslustjóri,
fyrst hjá Eimskipafélaginu og síðan
Íslandsbanka. Hildur er bæði mennt-
aður kennari og starfs- og náms-
ráðgjafi og starfaði í grunnskólum
Reykjavíkur áður en hún fór til
starfa hjá Eimskipafélaginu.
„Í gegnum starf mitt hjá IMG vann
ég töluvert með fræðslumiðstöðvum
iðnaðarins og vissi af þessari sam-
einingu sem til stóð og þeim mark-
miðum sem henni er ætlað að ná. Ég
hef mikla trú á því að sameiningin
muni skila iðnaðinum miklu þegar
til lengri tíma er litið og fannst því
einstakt tækifæri fólgið í því að fá
að taka þátt í þessu nýja starfi, auk
þess sem þetta er ákveðin áskorun
fyrir mig.“
Fyrsta verkefni nýráðins fram-
kvæmdastjóra verður að kortleggja
þá starfsemi sem farið hefur fram í
mismunandi fræðslustofnunum síð-
ustu ár og skoða hvar sameiginleg
tækifæri liggja. Starfsemin verður
skipulögð með þetta fyrir augum og
reynt að nýta það sem gefið hefur
góða raun. „Það besta hjá einum
verður innleitt hjá öðrum, en allt
miðar þetta að því að byggja upp
góða stofnun,“ segir Hildur.
Eins og fyrr sagði eru fræðslumið-
stöðvar fjögurra iðngreina að sam-
einast í Iðunni, en Hildur segist
vonast til að fleiri iðngreinar sjái
hag sinn í því að starfa undir þess-
ari regnhlíf í framtíðinni. „Hlutverk
fræðslusetursins er m.a. fólgið í því
að vinna að endur- og símenntun
iðnaðarmanna, vera ráðgefandi fyrir
fyrirtæki og starfsmenn í iðnaðin-
um varðandi uppbyggingu mennta-
stefna og á víðari grundvelli. Síðast
en ekki síst að vera ráðgefandi fag-
aðili gagnvart iðnaðilum og leiðandi
afl í stefnumótun á námi meistara-
nema,“ segir Hildur. Að mati hennar
bendir þetta allt saman til að aðrar
iðngreinar eigi fullt erindi í samstarf
með Iðunni.
Framþróun í iðn-
menntun í heild sinni
Fjögur fræðslusetur hafa sameinað starfsemi sína í fræðslu-
setrinu Iðunni, að Hallveigarstíg 1, sem verður opnað í dag.
Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri fyrir framan Iðuna, nýtt fræðslusetur fjögurra iðngreina,
sem verður opnað á Hallveigarstíg 1 í dag. FRETTABLAÐIÐ/GVA
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �