Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 46

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 46
6 Stefán Pétur Sólveigarson er nýút- skrifaður í þrívíðri hönnun af hönn- unar- og arkitektúrdeild Listahá- skóla Íslands, en lokaverkefni hans er útivistartjald sem er sérstætt fyrir þær sakir að það er án allra fylgi- hluta og því fislétt. Stefán segir hugmyndina að tjaldinu hafa sprottið upp úr leikjum með hringi, en sé hringjum snúið nógu hratt myndi þeir svokallaðan sameindarhring. Þannig hafi þetta byrjað og sé í raun eðlilegt fram- hald af áhuga hans á því að skapa furðulega hluti, en námið hafi gefið honum gott frelsi til þess. „Með tjaldinu vildi ég skapa eitt- hvað nytsamlegt, eitthvað sem jafn- vel mætti framleiða ef út í það væri farið,“ segir Stefán. „Ég ákvað því að gera rannsókn á einföldum tjöld- um, áþekkum tjaldinu mínu, að því leytinu til að þau rétta sjálf úr sér. Athugun mín leiddi í ljós að öllum tjöldum sem ég skoðaði fylgdu aukahlutir í einhverri mynd, svo sem poki utan um tjaldið eða dúkur til að verja það fyrir rigningu. Ég ákvað því að hanna tjald sem væri laust við allan fylgibúnað.“ Nú mætti ætla að tjald af þessu tagi myndi ekki henta vel í íslenskri veðráttu þar sem rok og rigning ræður gjarnan ríkjum, en Stefán segir lögun tjaldsins koma í veg fyrir að það fjúki þar sem það er lægra að aftan en framan og brjóti því vindinn mjög vel, auk þess sem það er fest niður með stögum. Samt sem áður sé alltaf erfitt að tjalda í roki og þar sé tjaldið engin undan- tekning. Tjaldið er tilvalið fyrir einstakl- inga og pör, en ekki er mikið pláss fyrir bakpoka innan í því enda segir Stefán að það sé ekki hugsað fyrir bakpokaferðalög. Þar er þó ekki öll sagan sögð því tjaldið er líka gætt þeirri nýjung að saman- brotið má nota það sem eins konar regnjakka eða herðaslá, þannig að það býr yfir margs konar nota- gildi. Því er bara að bíða og sjá hvort tjald án fylgihluta verði nýjasta æðið sem grípur um sig á meðal Íslendinga. Tjald án fylgihluta Stefán Pétur Sólveigarson hefur fundið upp sniðuga lausn fyrir þá sem vilja ferðast án mikils búnaðar. Tjaldið er fislétt eins og hér sést þar sem hönnuðurinn Stefán Pétur Sólveigarsson tjaldar með einföldum handtökum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tjaldið má líka nota sem hálfgerðan regnjakka. Rétt er að taka fram að tjaldið á myndunum er þó frumgerð og því ekki fullþróað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bjarkey Björnsdóttir er ein þeirra nema sem útskrifast nú úr Iðnskól- anum í Hafnarfirði en hún er fyrsti kvennemandinn sem lýkur þar námi í rennismíði af málmiðnadeild. Því mætti segja að þar með sé ákveðið blað brotið í sögu skólans. En hvað réði því að Bjarkey valdi sér náms- grein sem hingað til hefur verið þéttsetin af karlmönnum? „Ætli það hafi ekki verið forvitni sem rak mig áfram inn á þessa braut til að byrja með“, svarar Bjarkey. „Eins og svo margir aðrir hafði ég ekki hugmynd um út á hvað námið gekk. Ég hafði reyndar áhuga á að vinna með málma og ákvað því að fara í grunndeild málma. Í framhaldi af því ákvað ég að prófa rennibekk og uppgötvaði strax hversu vel hann átti við mig.“ „Námið reyndist síðan vera marg- þætt og skemmtilegt, þar sem við lærum sitt lítið af hverju. Við lærum t.a.m. um rafmagn og vélar og hvernig nota á rennibekk ásamt bóklegu námi. Námstíminn skiptist í tvö ár í grunndeild, eitt ár í sér- deild, samning hjá meistara og loks sveinspróf. Ekki er krafist að nem- endur skili sérstöku lokaverkefni heldur er horft til frammistöðu í námi.“ Aðspurð segir Bjarkey að renni- smíði opni nemendum margar dyr bæði að öðru námi sem og atvinnulífinu. Sjálf er hún komin með vinnu á renniverkstæðinu hjá Marel og getur þess að kennarar deildarinnar séu iðnir við að fylgja nemendum úr garði. „Þeir hafa lagt sig fram við að hjálpa nemendum að finna atvinnu við sitt hæfi og bent fyrirtækjum sem til þeirra hafa leitað á duglega nemendur.“ Hún hvetur því fólk á öllum aldri að kynna sér námið, bæði karla og konur. Kona í karlaveldi Enn eitt karlavígið fellur. Fyrsti kvennemandinn útskrif- ast í rennismíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Bjarkey Björnsdóttir uppgötvaði að hún hafði áhuga fyrir rennismíði þegar hún hóf nám í málmiðnum við Iðnskólann í Reykjavík. Hér sést hún að störfum við rennibekkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lögun tjaldsins verður til þess að það brýtur betur af sér vind. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.