Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 51
11
Oddur Pétursson stundar nám í
húsasmíði við Iðnskólann í Reykja-
vík. Faðir Odds er húsasmiður og
segir hann áhugann fyrir náminu
hafa kviknað þegar hann vann hjá
föður sínum á sumrin. Hann hafi
prófað nám í öðru en fljótlega upp-
götvað að áhuginn var fremur fyrir
húsasmíði. Reynslan kemur Oddi til
góða því hann sleppur þar af leið-
andi við eins árs grunnnám og nær
að klára námið á þremur önnum
með þéttsetinni töflu.
Í vetur hefur Oddur lært að smíða
verkfæraskáp, skúffu og stól svo
dæmi séu nefnd, en það er gert
svo nemendur fái tilfinningu fyrir
verkfærunum, segir Oddur. Svo
spilar kunnátta á vélar og í teikn-
ingu stórt hlutverk, bætir hann við.
Næsta verkefni verður að byggja
bústað, með klæðningum, glugg-
um og öðru sem fellur undir svið
húsasmíði, þannig að af nógu er að
taka. Þetta sýnir einfaldlega hversu
fjölbreytilegt og skemmtilegt námið
er að mati Odds.
Að skólanámi loknu tekur við tæp-
lega fimmtán mánaða reynslutími
sem Oddur þarf að vinna, en yfir-
leitt er það um 18 mánaða langt.
„Svo er það sveinsprófið“, segir
hann. „Eftir það taka við tvö ár í
vinnu áður en meistaranám hefst.“
Samkvæmt Oddi þurfa menn að
hafa meistaranámið að baki til að
vera með einkarekið fyrirtæki, en í
því eru meðal annars kenndir kúrsar
þar sem áhersla er lögð á bókfærslu
og rekstur. Oddur segir að nemendur
verði sjálfir að finna sér meistara,
en hann er svo heppinn að geta leit-
að til föðurhúsa í því tilviki.
Hvað framtíðinni viðvíkur segist
Oddur ekki hafa áhuga á að starfa
við uppslátt með hamar og nagla
og telur að hann muni líklega snúa
sér að sérsmíði á gluggum og hurð-
um. Það eigi hug hans allan eins og
staðan sé nú og hann telur að fátt
muni breyta því.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Oddur Pétursson nemi í húsasmíði fetar í fótspor föður síns.
Oddur Pétursson hafði öðlast góða reynslu í smíði hjá föður sínum áður en hann hóf nám
í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Af þeirri ástæðu lýkur hann náminu á styttri tíma
en venja gerir ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■
Iðnskólinn í Reykjavík:
KLÆÐSKURÐUR OG KJÓLASAUM-
UR. Klæðskerar og kjólameistarar
eru víða að störfum. Þeir vinna á
hönnunardeildum við sniðagerð
og tæknilega hönnun, við bún-
ingasaum í leikhúsum og fyrir
kvikmyndir. Einnig starfa þeir sem
sjálfstæðir atvinnurekendur. Nem-
endur af fataiðnabraut Iðnskólans
í Reykjavík hafa hlotið viðurkenn-
ingar fyrir hönnun og sauma bæði
hér heima og erlendis.
ALMENNT NÁM. Almennar
bóklegar greinar eru hluti af námi á
öllum brautum Iðnskólans í Reykja-
vík. Allt almenna námið er mats-
hæft á milli áfangaskóla. Einnig er
hægt að stunda nám í almennum
greinum einvörðungu í eina til fjór-
ar annir. Það getur hentað nemend-
um sem ekki hafa gert upp við sig
hvað þeir vilja læra.
Á almenna sviðinu er í boði
viðbótarnám til stúdentsprófs af
starfsnámsbrautum í samræmi við
auglýsingu nr. 371/2001 frá mennta-
málaráðuneytinu. Nemendum er
ráðlagt að skipuleggja viðbótarnám
sitt til stúdentsprófs eftir kröfum
þess háskóla eða háskóladeildar sem
þeir hyggjast stunda nám við.
Tæknibraut er fyrst og fremst
undirbúningur náms í Tæknihá-
skóla Íslands en veitir einnig inn-
göngu í verkfræðideild og fleiri
deildir á háskólastigi. Á tæknibraut
verða aðeins innritaðir nemendur
sem hófu nám í IR haustið 2003 eða
fyrr. Við hlutverki tæknibrautar taka
stúdentspróf af starfsnámsbrautum.
GULL- OG SILFURSMÍÐI. Starfið
er einkum að hanna og smíða gripi
úr þessum tveimur málmtegundum
en þó vinna gullsmiðir einnig úr
öðrum efnum. Vinnan gerir miklar
kröfur um skapandi og frjóa hugsun
og margir gullsmiðir hafa náð langt
á erlendum mörkuðum.
Gull- og silfursmíði er bæði verk-
legt og bóklegt nám. Mikil áhersla er
á hönnun, efnisfræði og teikningar.
Til að læra gull- og silfursmíði þarf
að fá fjögurra ára námssamning
hjá meistara og lýkur náminu með
sveinsprófi.
Spennandi
iðnnám
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is
Engin takmörk
Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur
iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar.
Iðnfyrirtæki treysta á öflugt rannsókna- og menntakerfi.